Litháen komst í kvöld í úrslitaleik Evrópumótsins í körfubolta eftir sigur, 67-64, á Serbíu í ótrúlega spennandi leik.
Litháar byrjuðu leikinn betur og náðu mest ellefu stiga forskoti í fyrri hálfleik, en mest skoruðu þeir tólf stig í röð.
Þeir voru fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-17, en Serbía vann annan leikhluta, 17-13, og staðan því 35-34 fyrir Litháen í hálfleik.
Síðasta mínútan var hreint mögnuð, en þegar Renaldas Seibutis kom Litháen í 65-61 af vítalínunni þegar 23 sekúndur voru eftir héldu flestir að Serbar væru búnir á því.
Hinn magnaði Milos Teodosic, leikmaður CSKA Mosvku, var þó ekki á sama máli og skoraði þriggja stiga körfu þegar 15 sekúndur voru eftir.
Seibutis fór aftur á vítalínuna og kom Litháen í 67-64, en Serbía kastaði boltanum frá sér í síðustu sókninni þar sem liðið hafði aðeins nokkrar sekúndur til að komast upp völlinn og skora.
Teodosic var stigahæstur Serbanna með 16 stig auk þess sem hann tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.
Toronto Raptors-maðurinn, Jonas Valanciunas, skoraði 13 stig fyrir Litháen og Seibutis líka 13 stig.
Þetta er annað Evrópumótið í röð sem körfuboltaþjóðin Litháen kemst í úrslitaleikinn og í sjötta sinn í sögunni. Liðið varð síðast Evrópumeistari í Svíþjóð árið 2003.
Litháen í úrslit á EM í sjötta sinn
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti




Fleiri fréttir
