Ingólfur Sigurðsson, Alfreð Már Hjaltalín og Björn Pálsson komu Víkingi í 3-0 í fyrri hálfleik.
Viðar Þór Sigurðsson gerði bæði mörk Fjarðabyggðar í síðari hálfleik, en hann skoraði einnig eitt sjálfsmark. Kristinn Magnús Pétursson og Fannar Hilmarsson gerðu hin mörk Víkings.
Víkingur vinnur því deildina með tíu stiga mun og leikur í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð, en Fjarðabyggð endar í sjöunda sætinu með 31 stig.