Ferðamenn eyddu 650 milljónum í skyndibita í ágúst Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2015 14:03 Hæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Vísir/Pjetur Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 22,2 milljarðar króna í ágúst síðastliðnum sem var 5,2 milljörðum króna hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar en á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35 prósent frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.Skyndibiti fyrir 650 milljónirMeðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 milljónir króna í ágúst með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði króna eða um 65 prósent þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 milljónir króna.Vörðu 4,9 milljörðum í gistinguHæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 milljónum króna í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.841 milljón í dagvöruverslunNæsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 milljónir króna. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.Mestur vöxtur í skoðunarferðumEnn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum króna sem var 69 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Hver með 117 þúsund af debetkortum Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 117 þús. kr. í ágúst. Það er um 5,9% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3,6% á milli ára.Svisslendingar og Rússa eyða mestu Ferðamenn frá Sviss og Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í ágúst eða 159 þús. kr. á hvern svissneskan ferðamann og 153 þús. kr. á hvern rússneskan ferðamann.Veltan ræðst af lengd dvalar Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 22,2 milljarðar króna í ágúst síðastliðnum sem var 5,2 milljörðum króna hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra eða hækkun sem nemur 30,7 prósentum á milli ára. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar en á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur erlend kortavelta aukist um 35 prósent frá sama átta mánaða tímabili í fyrra og hvert metið verið slegið af öðru í aukinni veltu.Skyndibiti fyrir 650 milljónirMeðal einstakra útgjaldaliða má greina að ferðamenn keyptu skyndibita fyrir um 649 milljónir króna í ágúst með greiðslukortum sínum, sem var um fjórðungur þeirrar kortaveltu sem ferðamenn vörðu til kaupa á veitingahúsum. Erlend kortavelta á hefðbundnum veitingahúsum og matsölustöðum nam hins vegar 1,7 milljarði króna eða um 65 prósent þess sem varið var í þennan útgjaldalið. Kortavelta á börum og krám var 223 milljónir króna.Vörðu 4,9 milljörðum í gistinguHæstum upphæðum vörðu erlendir ferðamenn í gistingu eða um 4,9 milljörðum króna. Mestur hluti þeirrar upphæðar er varið til gistinga á hótelum. Erlend kortavelta fyrir gistingu í öðru gistirými en hótelum nam 54 milljónum króna í mánuðinum. Hugsanlegt er að greiðsla fyrir heimagistingu (Airbnb o.fl.) fari fram gegnum erlenda færsluhirða og komi því ekki fram í kortaveltu íslenskra færsluhirða - eða að greitt sé með reiðufé.841 milljón í dagvöruverslunNæsthæstri upphæð vörðu erlendir ferðamenn til kaupa í íslenskum verslunum eða 3,6 milljörðum króna sem er 22 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Mest greiddu útlendingar með kortum sínum í dagvöruverslunum, eða 841 milljónir króna. Velta í gjafa- og minjagripaverslunum nam 524 milljónunum sem er 24 prósenta aukning frá sama mánuði í fyrra.Mestur vöxtur í skoðunarferðumEnn sem fyrr er mestur vöxtur í erlendri kortaveltu innlendra ferðaskipuleggjenda sem bjóða skoðunarferðir og hvers konar sérsniðnar ferðir. Kortavelta í þeim geira ferðaþjónustunnar nam 3,6 milljörðum króna sem var 69 prósentum hærri upphæð en í ágúst í fyrra.Hver með 117 þúsund af debetkortum Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 117 þús. kr. í ágúst. Það er um 5,9% hærri upphæð en í ágúst í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam hækkunin um 3,6% á milli ára.Svisslendingar og Rússa eyða mestu Ferðamenn frá Sviss og Rússlandi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum í ágúst eða 159 þús. kr. á hvern svissneskan ferðamann og 153 þús. kr. á hvern rússneskan ferðamann.Veltan ræðst af lengd dvalar Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira