Stórleikur Gasol gegn Frökkum | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2015 11:00 Gasol ropaði boltanum reyndar ekki út úr sér en hann gerði flest annað gegn Frökkum. vísir/getty Spánverjinn Pau Gasol hefur spilað manna best á Evrópumótinu í körfubolta, EuroBasket, sem lýkur nú um helgina. Gasol hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum, síðast gegn Frakklandi í undanúrslitunum í gær. Gasol skoraði 40 stig, tók 11 fráköst og varði þrjú skot í fimm stiga sigri Spánar, 80-75, eftir framlengdan leik. Gasol var sérlega öflugur í framlengingunni en í stöðunni 73-75 fyrir Frakkland tók Chicago Bulls-maðurinn yfir. Hann jafnaði metin í 75-75 með tveimur vítaskotum og skoraði svo sex síðustu stig Spánverja með troðslum á síðustu 49 sekúndum leiksins. Frábær leikur hjá þessum 35 ára leikmanni sem hitti úr 12 af 21 skoti sínu utan af velli (57,1%) og 16 af 18 vítaskotum sínum. Gasol tók fleiri vítaskot í leiknum en allt franska liðið en eftir leikinn kvartaði Rudy Gobert, miðherji Frakka, yfir því á Twitter að dómgæslan hefði verið Frakklandi óhagstæð en hann fékk sína fimmtu villu fyrir brot á Gasol þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni.Hard to play when somebody can touch you but you can't touch him! Tough loss it is painfull to lose this way but we will bounce back!! — rudy gobert (@rudygobert27) September 17, 2015 Gasol er raunar efstur á listanum yfir þá leikmenn sem hafa tekið felst vítaskot á EM að meðaltali í leik, eða 9,3. Sextíu af 74 vítaskotum hans hafa ratað rétta leið, eða 81,1%. Gasol er ofarlega á lista í mörgum tölfræðiþáttum á EM. Hann er t.a.m. stigahæsti leikmaður mótsins með 25,6 stig að meðaltali í leik, og með flest varin skot að meðaltali í leik, eða 2,3. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik en Gasol (8,4) og svo mætti lengi telja.Myndband af helstu tilþrifum Gasol gegn Frökkum má sjá hér að neðan. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Gasol fór hamförum í framlengdum sigri Spánar Spænski miðherjinn skoraði 40 stig er Spánn skellti heimamönnum í Frakklandi og komst í úrslit EM. 17. september 2015 21:23 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Spánverjinn Pau Gasol hefur spilað manna best á Evrópumótinu í körfubolta, EuroBasket, sem lýkur nú um helgina. Gasol hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum, síðast gegn Frakklandi í undanúrslitunum í gær. Gasol skoraði 40 stig, tók 11 fráköst og varði þrjú skot í fimm stiga sigri Spánar, 80-75, eftir framlengdan leik. Gasol var sérlega öflugur í framlengingunni en í stöðunni 73-75 fyrir Frakkland tók Chicago Bulls-maðurinn yfir. Hann jafnaði metin í 75-75 með tveimur vítaskotum og skoraði svo sex síðustu stig Spánverja með troðslum á síðustu 49 sekúndum leiksins. Frábær leikur hjá þessum 35 ára leikmanni sem hitti úr 12 af 21 skoti sínu utan af velli (57,1%) og 16 af 18 vítaskotum sínum. Gasol tók fleiri vítaskot í leiknum en allt franska liðið en eftir leikinn kvartaði Rudy Gobert, miðherji Frakka, yfir því á Twitter að dómgæslan hefði verið Frakklandi óhagstæð en hann fékk sína fimmtu villu fyrir brot á Gasol þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni.Hard to play when somebody can touch you but you can't touch him! Tough loss it is painfull to lose this way but we will bounce back!! — rudy gobert (@rudygobert27) September 17, 2015 Gasol er raunar efstur á listanum yfir þá leikmenn sem hafa tekið felst vítaskot á EM að meðaltali í leik, eða 9,3. Sextíu af 74 vítaskotum hans hafa ratað rétta leið, eða 81,1%. Gasol er ofarlega á lista í mörgum tölfræðiþáttum á EM. Hann er t.a.m. stigahæsti leikmaður mótsins með 25,6 stig að meðaltali í leik, og með flest varin skot að meðaltali í leik, eða 2,3. Aðeins fjórir leikmenn hafa tekið fleiri fráköst að meðaltali í leik en Gasol (8,4) og svo mætti lengi telja.Myndband af helstu tilþrifum Gasol gegn Frökkum má sjá hér að neðan.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Gasol fór hamförum í framlengdum sigri Spánar Spænski miðherjinn skoraði 40 stig er Spánn skellti heimamönnum í Frakklandi og komst í úrslit EM. 17. september 2015 21:23 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Gasol fór hamförum í framlengdum sigri Spánar Spænski miðherjinn skoraði 40 stig er Spánn skellti heimamönnum í Frakklandi og komst í úrslit EM. 17. september 2015 21:23