Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, staðfesti í samtali á Bylgjunni fyrr í dag, að hann væri einnig í viðræðum við spænska félagið Estudiantes.
Haukur Helgi staðfesti við Morgunblaðið á dögunum að hann væri í viðræðum við belgíska félagið Charleroi en hann á í viðræðum við tvö lið þessa stundina.
Um er að ræða sögufrægt félag sem hefur þrisvar orðið spænskur meistari og leikur í 15.000 manna höll í höfuðborginni Madríd.
Haukur Helgi hefur áður leikið í spænsku deildinni með Manresa, La Bruixa d'Or og Laboral Kuxta en hann er samningslaus eftir að hafa leikið í eitt ár með LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni.
Viðtalið við Hauk má heyra í spilaranum hér fyrir ofan en hann ræddi meðal annars frammistöðu íslenska liðsins á Eurobasket, körfuboltaferil sinn og ýmislegt annað.
Haukur Helgi einnig í viðræðum við Estudiantes
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn


Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“
Íslenski boltinn


Fleiri fréttir
