Bjarni um kjararáð: „Þetta kerfi er handónýtt“ ingvar haraldsson skrifar 16. september 2015 11:09 Bjarni Benediktsson gagnrýndi að ríkisforstjórar væru í sumum tilfellum á lægri launum en undirmenn sínir. vísir/gva „Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi á Grand hótel í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins fyrir stjórnsýslufræðingum og forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því,“ sagði Bjarni og vísaði þar til stefnu sem sett var af síðustu ríkisstjórn um að laun æðstu yfirmanna ríkisins yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. „Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“sagði ráðherrann.Þarf að henda kerfinu og byrja upp á nýttBjarni kallar eftir því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hann hafi átt fundi með formönnum allra flokka á Alþingi um málið en stjórnmálamenn þyrðu ekki að ríða á vaðið vegna ástandsins á vinnumarkaði. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“Bjarni sagði stjórnmálamenn hafa eyðilagt kjararáðskerfið.vísir/gvaFáránlegt að undirmenn séu launahærri en forstjórinnBjarni gagnrýndi að fyrirtæki í ríkiseigu gert samninga við forstjóra sem væru í takt við það sem viðgengst á hinum almenna markaði. „Það er auðvitað fráleitt að við séum með fjölda stjórna hér þar sem ríkið er meirihlutaeigandi sem geta ekki gert samninga við sína starfsmenn. Það er auðvitað fráleitt að við séum með forstjóra út um allt í stjórnkerfinu hjá okkur sem að eru lentir í þeirri stöðu að til þess að halda í lykilstarfsmenn, til að keppa við markaðinn, þurfa að ganga frá samningum sem eru langt fyrir ofan það sem forstjórinn sjálfur þiggur á grundvelli niðurstöðu kjararáðs,“ sagði hann. Þá ættu ekki fleiri að falla undir kjararáð en nauðsynlegt væri. „Mín skoðun er sú að við þurfum að koma að hreinu borði og spyrja okkur í hvað tilfellum er nauðsynlegt að taka með lögum samningsréttinn af mönnum, hvernig eigum við að tryggja að þeir sem fái það hlutverk fái að gera það í friði. Aðrir eiga að vera lausir undan þessu fyrirkomulagi.“ Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Fyrirkomulagið er handónýtt, bara handónýtt, það eru stjórnmálamenn sem eru búnir að eyðileggja það,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á fundi á Grand hótel í morgun þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs og undirbúning að nýjum heildarlögum um stofnanakerfi ríkisins fyrir stjórnsýslufræðingum og forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það var gripið inn í ákvarðanir kjaradóms á sínum tíma enda voru þá ekki nema fimm mánuðir til kosninga og ekki hægt að hlaupa í kosningar með þá niðurstöðu án þess að stjórnmálamenn stigi fram. Síðan var kjararáði, því voru lagðar línur eftir hrunið, það átti að sýna gott fordæmi með því,“ sagði Bjarni og vísaði þar til stefnu sem sett var af síðustu ríkisstjórn um að laun æðstu yfirmanna ríkisins yrðu ekki hærri en laun forsætisráðherra. „Hvert var það fordæmi þegar uppi var staðið? Bara veruleg kjaragliðnun sem er niðurstaðan. Það hanga enn þá inni í kjararáðslögunum alls konar ákvæði sem gera í rauninni kjararáði ómögulegt að uppfylla meginmarkmið sitt, sem er að tryggja að þeir sem með lögum hafa þurft að sæta því að samningsrétturinn var hafður af þeim. Þeir eiga að fá að njóta sömu kjara og þeir sem eru að gegna sambærilegum stöðum og á hvílir sambærileg ábyrgð,“sagði ráðherrann.Þarf að henda kerfinu og byrja upp á nýttBjarni kallar eftir því að lögin verði endurskoðuð í heild sinni. Hann hafi átt fundi með formönnum allra flokka á Alþingi um málið en stjórnmálamenn þyrðu ekki að ríða á vaðið vegna ástandsins á vinnumarkaði. „Þess vegna segi ég, það þarf að henda þessu kerfi, það er bara ónýtt og ég held að meginmarkmiðið eigi að vera það að stórfækka þeim sem samningsrétturinn er tekinn af.“Bjarni sagði stjórnmálamenn hafa eyðilagt kjararáðskerfið.vísir/gvaFáránlegt að undirmenn séu launahærri en forstjórinnBjarni gagnrýndi að fyrirtæki í ríkiseigu gert samninga við forstjóra sem væru í takt við það sem viðgengst á hinum almenna markaði. „Það er auðvitað fráleitt að við séum með fjölda stjórna hér þar sem ríkið er meirihlutaeigandi sem geta ekki gert samninga við sína starfsmenn. Það er auðvitað fráleitt að við séum með forstjóra út um allt í stjórnkerfinu hjá okkur sem að eru lentir í þeirri stöðu að til þess að halda í lykilstarfsmenn, til að keppa við markaðinn, þurfa að ganga frá samningum sem eru langt fyrir ofan það sem forstjórinn sjálfur þiggur á grundvelli niðurstöðu kjararáðs,“ sagði hann. Þá ættu ekki fleiri að falla undir kjararáð en nauðsynlegt væri. „Mín skoðun er sú að við þurfum að koma að hreinu borði og spyrja okkur í hvað tilfellum er nauðsynlegt að taka með lögum samningsréttinn af mönnum, hvernig eigum við að tryggja að þeir sem fái það hlutverk fái að gera það í friði. Aðrir eiga að vera lausir undan þessu fyrirkomulagi.“
Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira