Ormar á gulli stjórnarmaðurinn skrifar 16. september 2015 08:00 Fréttir voru sagðar í vikunni af launatölum þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis. Kom fram að sé sett tímagjald á vinnu þeirra, nemi gjaldið réttum sextíu þúsund krónum á klukkustund sé miðað við átta klukkustunda vinnudag. Þóknanir til slitastjórnarinnar námu réttum 118 milljónum króna á fyrsta helmingi þessa árs, og höfðu hækkað um rétt tæpar þrjátíu milljónir sé miðað við sama tímabil fyrir ári. Þetta er ekki fyrsta greinin sem skrifuð er um óhóflega sjálftöku slitastjórnarfólks. Staðreyndirnar eru hins vegar nægjanlega sturlaðar til að réttlæta endurtekningarnar. Skilanefndarfólk hefur gjarnan réttlætt kjör sín með tilvísan til kjara sérfræðinga í viðskiptamiðstöðvum á borð við London og New York. Sá samanburður er hins vegar fráleitur enda ólíku saman að jafna. Slíkar borgir eru heimsborgir, sem búa að árhundraða langri viðskiptahefð og tilheyrandi sérþekkingu. Þangað safnast saman bestu sérfræðingar á sínu sviði á alþjóðavísu. Verðlag og umgjörð er eftir því. Undirmenn þiggja góð laun fyrir sín störf, leiga á skrifstofuhúsnæði á besta stað í stórborg kostar sitt og svo framvegis. Sérfræðingar þurfa líka að fá vel umbunað af þeirri ástæðu einni að verkum þeirra fylgir mikil fjárhagsleg ábyrgð ef allt fer á versta veg. Þessu er hins vegar öðruvísi farið með Steinunni og Pál, með fullri virðingu fyrir þeim. Þau hafa heimilisfesti í ríflega hundrað þúsund manna smáborg og enduðu í sínum störfum af tilviljun einni saman, eða varla telst það sérstök vísbending um hæfni að hafa tekið upp símann þegar leitað var að skiptastjóra haustið 2008. Af fréttum að dæma hafa þau líka krafist þess að verða firrt allri ábyrgð á því sem aflaga kann að hafa farið við skiptin að nauðasamningum loknum. Því er ljóst að stórborgartekjur þrotaparsins er ekki hægt að réttlæta með sérstakri færni þeirra, undirliggjandi kostnaði eða því að þau taki á sig fjárhagslega áhættu eða ábyrgð ef illa fer við skiptin. Þau Steinunn og Páll eru holdgervingar þeirra sem duttu í lukkupottinn á haustdögum 2008 og hafa síðan legið eins og ormar á gulli. Þetta fólk hefur þann hag einan að draga skipti á þrotabúum bankanna á langinn út í hið óendanlega, og gera smámál að stórum úrlausnarefnum. Það kristallast í þeirri staðreynd að skiptum á búi Lehman Brothers lauk í mars 2012. Skiptin á Glitni og öðrum íslenskum bönkum standa enn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Fréttir voru sagðar í vikunni af launatölum þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis. Kom fram að sé sett tímagjald á vinnu þeirra, nemi gjaldið réttum sextíu þúsund krónum á klukkustund sé miðað við átta klukkustunda vinnudag. Þóknanir til slitastjórnarinnar námu réttum 118 milljónum króna á fyrsta helmingi þessa árs, og höfðu hækkað um rétt tæpar þrjátíu milljónir sé miðað við sama tímabil fyrir ári. Þetta er ekki fyrsta greinin sem skrifuð er um óhóflega sjálftöku slitastjórnarfólks. Staðreyndirnar eru hins vegar nægjanlega sturlaðar til að réttlæta endurtekningarnar. Skilanefndarfólk hefur gjarnan réttlætt kjör sín með tilvísan til kjara sérfræðinga í viðskiptamiðstöðvum á borð við London og New York. Sá samanburður er hins vegar fráleitur enda ólíku saman að jafna. Slíkar borgir eru heimsborgir, sem búa að árhundraða langri viðskiptahefð og tilheyrandi sérþekkingu. Þangað safnast saman bestu sérfræðingar á sínu sviði á alþjóðavísu. Verðlag og umgjörð er eftir því. Undirmenn þiggja góð laun fyrir sín störf, leiga á skrifstofuhúsnæði á besta stað í stórborg kostar sitt og svo framvegis. Sérfræðingar þurfa líka að fá vel umbunað af þeirri ástæðu einni að verkum þeirra fylgir mikil fjárhagsleg ábyrgð ef allt fer á versta veg. Þessu er hins vegar öðruvísi farið með Steinunni og Pál, með fullri virðingu fyrir þeim. Þau hafa heimilisfesti í ríflega hundrað þúsund manna smáborg og enduðu í sínum störfum af tilviljun einni saman, eða varla telst það sérstök vísbending um hæfni að hafa tekið upp símann þegar leitað var að skiptastjóra haustið 2008. Af fréttum að dæma hafa þau líka krafist þess að verða firrt allri ábyrgð á því sem aflaga kann að hafa farið við skiptin að nauðasamningum loknum. Því er ljóst að stórborgartekjur þrotaparsins er ekki hægt að réttlæta með sérstakri færni þeirra, undirliggjandi kostnaði eða því að þau taki á sig fjárhagslega áhættu eða ábyrgð ef illa fer við skiptin. Þau Steinunn og Páll eru holdgervingar þeirra sem duttu í lukkupottinn á haustdögum 2008 og hafa síðan legið eins og ormar á gulli. Þetta fólk hefur þann hag einan að draga skipti á þrotabúum bankanna á langinn út í hið óendanlega, og gera smámál að stórum úrlausnarefnum. Það kristallast í þeirri staðreynd að skiptum á búi Lehman Brothers lauk í mars 2012. Skiptin á Glitni og öðrum íslenskum bönkum standa enn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira