Hvað liggur á? Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. september 2015 08:00 Í nokkur ár hefur verið heimild í fjárlögum til að einkavæða allt að 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Ríkissjóður heldur á tæplega 99 prósenta hlut í bankanum á móti einu prósenti starfsmanna. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 kemur fram að stefnt sé að sölu á 30 prósenta hlut í Landsbankanum á næsta ári og að þessi einkavæðing geti sparað ríkissjóði 17,4 milljarða króna í vaxtagjöld á árunum 2016 til 2019. Annar ríkisstjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, samþykkti á síðasta landsþingi ályktun um að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ í eigu ríkisins. Sé þessi ályktun lesin sést að þarna er verið að tala um að bankinn verði fyrir fólkið og í þjónustu fólksins. Þegar ályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins frá síðasta landsfundi flokksins er lesin kemur í ljós að þar er ekki stafkrókur um einkavæðingu Landsbankans. Þegar sjálfstæðisstefnan, sem var samin við stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929, er lesin eftir orðanna hljóðan er ekki hægt að draga þá ályktun að það gangi gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins að ríkið eigi fjármálafyrirtæki, hvort sem það er tímabundið eða til lengri tíma. Undir venjulegum kringumstæðum er það á skjön við ríkjandi hugmyndir á Vesturlöndum að ríkið eigi og reki fjármálafyrirtæki. Á Íslandi, 330.000 manna eyríki í Norður-Atlantshafi, sjö árum eftir fordæmalaust allsherjar banka- og gjaldeyrishrun eru hins vegar ekki venjulegar kringumstæður í þeim skilningi. Einhver kynni að spyrja hvar eigi þá að draga línuna? Á ríkið að reka olíudreifingarfyrirtæki og flugfélög af því þau eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki? Auðvitað ekki. Fjármálamarkaðurinn er hins vegar sérstaks eðlis og um hann gilda önnur lögmál vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem hér ríkja. Þrír bankar fara með 90 prósenta markaðshlutdeild á fjármálamarkaði. Tveir þessara banka eru í eigu slitabúa sem eru svo í eigu erlendra vogunarsjóða. Það er alvarlegur fákeppnismarkaður á íslenskum fjármálamarkaði og almenningur hefur ekkert val um það hvort hann eigi í viðskiptum við banka eða ekki. Öll laun eru greidd inn á bankareikninga og meginþorri allra bankaviðskipta eru rafræn. Helstu rökin fyrir því að selja Landsbankann eru á þá leið að ríkissjóður verði að endurheimta það fé sem sett var í endurreisn bankakerfisins. Nú er það svo að Landsbankinn hefur greitt ríkissjóði samtals rúmlega 54 milljarða króna í arð fyrir rekstrarárin 2012, 2013 og 2014. Þess má geta að upphafleg kostnaðaráætlun vegna byggingar nýs Landspítala hljóðaði upp á 85 milljarða króna. Kannski hugsa sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að það sé alveg agalegt að ríkið eigi banka. Það megi ekki spyrjast út að þeir hafi haldið óbreyttu eignarhaldi á þessum banka, hægrimennirnir sjálfir! Ég er ekki rödd annars en sjálfs mín en ég þykist vita og er raunar nokkuð viss í minni sök að meginþorri almennings hefur engan áhuga á frjálshyggjukreddum. Að framansögðu virtu er ekkert sem kallar á einkavæðingu Landsbankans á þessum tímapunkti. Líkur eru á því að enginn græði á því nema þeir fjárfestar sem kaupa bankann sem munu hagnast vegna sífellt hærri þjónustugjalda sem almenningur greiðir. Því má spyrja, hvað liggur á?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Í nokkur ár hefur verið heimild í fjárlögum til að einkavæða allt að 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Ríkissjóður heldur á tæplega 99 prósenta hlut í bankanum á móti einu prósenti starfsmanna. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 kemur fram að stefnt sé að sölu á 30 prósenta hlut í Landsbankanum á næsta ári og að þessi einkavæðing geti sparað ríkissjóði 17,4 milljarða króna í vaxtagjöld á árunum 2016 til 2019. Annar ríkisstjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, samþykkti á síðasta landsþingi ályktun um að Landsbankinn verði „samfélagsbanki“ í eigu ríkisins. Sé þessi ályktun lesin sést að þarna er verið að tala um að bankinn verði fyrir fólkið og í þjónustu fólksins. Þegar ályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins frá síðasta landsfundi flokksins er lesin kemur í ljós að þar er ekki stafkrókur um einkavæðingu Landsbankans. Þegar sjálfstæðisstefnan, sem var samin við stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929, er lesin eftir orðanna hljóðan er ekki hægt að draga þá ályktun að það gangi gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins að ríkið eigi fjármálafyrirtæki, hvort sem það er tímabundið eða til lengri tíma. Undir venjulegum kringumstæðum er það á skjön við ríkjandi hugmyndir á Vesturlöndum að ríkið eigi og reki fjármálafyrirtæki. Á Íslandi, 330.000 manna eyríki í Norður-Atlantshafi, sjö árum eftir fordæmalaust allsherjar banka- og gjaldeyrishrun eru hins vegar ekki venjulegar kringumstæður í þeim skilningi. Einhver kynni að spyrja hvar eigi þá að draga línuna? Á ríkið að reka olíudreifingarfyrirtæki og flugfélög af því þau eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki? Auðvitað ekki. Fjármálamarkaðurinn er hins vegar sérstaks eðlis og um hann gilda önnur lögmál vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem hér ríkja. Þrír bankar fara með 90 prósenta markaðshlutdeild á fjármálamarkaði. Tveir þessara banka eru í eigu slitabúa sem eru svo í eigu erlendra vogunarsjóða. Það er alvarlegur fákeppnismarkaður á íslenskum fjármálamarkaði og almenningur hefur ekkert val um það hvort hann eigi í viðskiptum við banka eða ekki. Öll laun eru greidd inn á bankareikninga og meginþorri allra bankaviðskipta eru rafræn. Helstu rökin fyrir því að selja Landsbankann eru á þá leið að ríkissjóður verði að endurheimta það fé sem sett var í endurreisn bankakerfisins. Nú er það svo að Landsbankinn hefur greitt ríkissjóði samtals rúmlega 54 milljarða króna í arð fyrir rekstrarárin 2012, 2013 og 2014. Þess má geta að upphafleg kostnaðaráætlun vegna byggingar nýs Landspítala hljóðaði upp á 85 milljarða króna. Kannski hugsa sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að það sé alveg agalegt að ríkið eigi banka. Það megi ekki spyrjast út að þeir hafi haldið óbreyttu eignarhaldi á þessum banka, hægrimennirnir sjálfir! Ég er ekki rödd annars en sjálfs mín en ég þykist vita og er raunar nokkuð viss í minni sök að meginþorri almennings hefur engan áhuga á frjálshyggjukreddum. Að framansögðu virtu er ekkert sem kallar á einkavæðingu Landsbankans á þessum tímapunkti. Líkur eru á því að enginn græði á því nema þeir fjárfestar sem kaupa bankann sem munu hagnast vegna sífellt hærri þjónustugjalda sem almenningur greiðir. Því má spyrja, hvað liggur á?Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun