Merkel ver stefnu sína Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. september 2015 07:00 Flóttafólk á vappi Serbíumegin landamæranna, en ungverska lögreglan bíður hinum megin albúin þess að handtaka hvern þann sem reynir að komast yfir eða undir girðinguna miklu. NordicPhotos/AFP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þjóðverjar séu að draga úr hjálpfýsi sinni gagnvart flóttafólki. „Ef við ætlum nú að fara að þurfa að biðjast afsökunar á því að koma vingjarnlega fram við fólk, sem er í nauðum statt, þá er það ekki mitt land,“ sagði hún í gær, þegar hún tók á móti Werner Fayman, kanslara Austurríkis, sem kom í heimsókn til hennar í Berlín. Engu að síður hafa þýsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að hefja landamæraeftirlit við landamæri Austurríkis vegna þess hve margir flóttamenn hafa komið þá leiðina til Þýskalands undanfarið. Þjóðverjar segjast nú búast við því að allt að milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. Ungverjar hafa sett ströng lög, sem tóku gildi í fyrrinótt og heimila lögreglunni að handtaka hvern þann sem kemur yfir landamærin án þess að hafa til þess leyfi. Þá hafa Ungverjar í hyggju að reisa rammgerða girðingu meðfram landamærum Austurríkis, sambærilega girðingunni sem þeir eru komnir langt með að reisa við landamæri Serbíu. Flóttafólk frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur streymt inn í Ungverjaland frá Serbíu og reynt að komast áfram til Austurríkis og þaðan til Þýskalands eða lengra norður á bóginn. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á neyðarfundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn, þar sem taka átti ákvörðun um að skylda aðildarríkin til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttafólks, en stefnt á það að ræða málin aftur á næsta fundi, sem verður haldinn 8. október. Þó komu þeir sér saman um að Evrópusambandið muni hjálpa til við að reisa og reka flóttamannabúðir utan Evrópu, í Afríku og víðar. Þangað yrði beint þeim flóttamönnum, sem ekki fá heimild til að setjast að í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þjóðverjar séu að draga úr hjálpfýsi sinni gagnvart flóttafólki. „Ef við ætlum nú að fara að þurfa að biðjast afsökunar á því að koma vingjarnlega fram við fólk, sem er í nauðum statt, þá er það ekki mitt land,“ sagði hún í gær, þegar hún tók á móti Werner Fayman, kanslara Austurríkis, sem kom í heimsókn til hennar í Berlín. Engu að síður hafa þýsk stjórnvöld gripið til þess ráðs að hefja landamæraeftirlit við landamæri Austurríkis vegna þess hve margir flóttamenn hafa komið þá leiðina til Þýskalands undanfarið. Þjóðverjar segjast nú búast við því að allt að milljón flóttamanna komi til landsins á þessu ári. Ungverjar hafa sett ströng lög, sem tóku gildi í fyrrinótt og heimila lögreglunni að handtaka hvern þann sem kemur yfir landamærin án þess að hafa til þess leyfi. Þá hafa Ungverjar í hyggju að reisa rammgerða girðingu meðfram landamærum Austurríkis, sambærilega girðingunni sem þeir eru komnir langt með að reisa við landamæri Serbíu. Flóttafólk frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og Afríku hefur streymt inn í Ungverjaland frá Serbíu og reynt að komast áfram til Austurríkis og þaðan til Þýskalands eða lengra norður á bóginn. Engin afgerandi niðurstaða fékkst á neyðarfundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í Brussel á mánudaginn, þar sem taka átti ákvörðun um að skylda aðildarríkin til að taka á móti ákveðnum fjölda flóttafólks, en stefnt á það að ræða málin aftur á næsta fundi, sem verður haldinn 8. október. Þó komu þeir sér saman um að Evrópusambandið muni hjálpa til við að reisa og reka flóttamannabúðir utan Evrópu, í Afríku og víðar. Þangað yrði beint þeim flóttamönnum, sem ekki fá heimild til að setjast að í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira