Ein og hálf milljón ferðamanna gæti skilað 400 milljarða gjaldeyristekjum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2015 12:47 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Vísir/Vilhelm Það stefnir í að ferðamenn sem koma hingað til lands fari yfir eina og hálfa milljón á næsta ári. Þetta kemur fram í greiningu ferðasíðunnar Túrista. Þar segir að farþegaspá Icelandair gefi góða vísbendingu um hversu mikið erlendum ferðamönnum muni fjölga og að ef tengslin á milli fjölda farþega hjá Icelandair og fjölda ferðamanna haldist óbreytt megi búast við að ferðamenn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári.Mun skila miklum gjaldeyristekjum Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Hún segir það vera í takt við þá fjölgun sem hefur verið undanfarin ár. Hún segir tækifæri felast í aukningunni.Helga Árnadóttir„Við erum að sjá greinina skila um 303 milljörðum gjaldeyristekna núna á síðasta ári og fer upp í 350 á þessu ári. Við erum að horfa á að ein og hálf milljón ferðamanna geti skilað okkur hátt í og rúmlega 400 milljörðum króna í gjaldeyristekjur, strax á næsta eða þarnæsta ári,“ segir hún. Hafa lengi beðið eftir stjórnvöldum Helga segir þó ljóst að byggja þurfi upp innviði til að hægt sé að taka á móti þessum fjölda. „Góðu fréttirnar eru að við eigum stórt land, við getum dreift ferðamönnum svo miklu betur. Við höfum verið að ná árangri í að dreifa þeim og auka ferðamannafjöldann yfir veturinn þannig við dreifum ferðamönnum yfir allt árið en það er alveg ljóst að við verðum að tryggja sjálfbæra aukningu með aukinni uppbyggingu innviða,“ segir hún.En er það ekki of seint núna þegar fyrirséð er að fjöldi ferðamanna verði orðinn svona mikill strax á næsta ári? „Við erum búin að vera að kalla eftir uppbyggingu alveg þessi ár en því miður hefur gengið illa að sjá að stjórnvöld láti verkin tala. Við viljum trúa því að það gerist eitthvað núna í tengslum við þessa stefnumótun ef að stjórnvöld hafa áhuga á því almennt að byggja upp þess atvinnugrein og nýta þau tækifæri sem í henni felast,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Það stefnir í að ferðamenn sem koma hingað til lands fari yfir eina og hálfa milljón á næsta ári. Þetta kemur fram í greiningu ferðasíðunnar Túrista. Þar segir að farþegaspá Icelandair gefi góða vísbendingu um hversu mikið erlendum ferðamönnum muni fjölga og að ef tengslin á milli fjölda farþega hjá Icelandair og fjölda ferðamanna haldist óbreytt megi búast við að ferðamenn hér landi verði um 1,5 milljón á næsta ári.Mun skila miklum gjaldeyristekjum Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það ekki koma á óvart að fjölgunin muni verða svo mikil á næsta ári. Hún segir það vera í takt við þá fjölgun sem hefur verið undanfarin ár. Hún segir tækifæri felast í aukningunni.Helga Árnadóttir„Við erum að sjá greinina skila um 303 milljörðum gjaldeyristekna núna á síðasta ári og fer upp í 350 á þessu ári. Við erum að horfa á að ein og hálf milljón ferðamanna geti skilað okkur hátt í og rúmlega 400 milljörðum króna í gjaldeyristekjur, strax á næsta eða þarnæsta ári,“ segir hún. Hafa lengi beðið eftir stjórnvöldum Helga segir þó ljóst að byggja þurfi upp innviði til að hægt sé að taka á móti þessum fjölda. „Góðu fréttirnar eru að við eigum stórt land, við getum dreift ferðamönnum svo miklu betur. Við höfum verið að ná árangri í að dreifa þeim og auka ferðamannafjöldann yfir veturinn þannig við dreifum ferðamönnum yfir allt árið en það er alveg ljóst að við verðum að tryggja sjálfbæra aukningu með aukinni uppbyggingu innviða,“ segir hún.En er það ekki of seint núna þegar fyrirséð er að fjöldi ferðamanna verði orðinn svona mikill strax á næsta ári? „Við erum búin að vera að kalla eftir uppbyggingu alveg þessi ár en því miður hefur gengið illa að sjá að stjórnvöld láti verkin tala. Við viljum trúa því að það gerist eitthvað núna í tengslum við þessa stefnumótun ef að stjórnvöld hafa áhuga á því almennt að byggja upp þess atvinnugrein og nýta þau tækifæri sem í henni felast,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira