Fjölmennt lið lögreglu og hermanna hefur nú komið sér fyrir á þeim stað þar sem girðingin á landamærum Ungverjalands og Serbíu hefur staðið opin.
Ungversk yfirvöld hafa frá því klukkan 14:30 ekki hleypt neinum flóttamönnum inn í landið. Flóttamennirnir eru þess í stað sendir á landamærastöðvar eða aftur til Serbíu.
Serbneskir fjölmiðlar greina frá því að æ fleiri ungverskir hermenn og brynvarðir bílar hafi komið á staðinn síðustu klukkustundirnar.
Alls er reiknað með að um 4.300 ungverskir hermenn verði komið fyrir á landamærunum til að tryggja að enginn komist yfir um 160 kílómetra gaddavírsgirðinguna.
Opni hluti girðingarinnar er á lestarteinum og verður lokað á miðnætti. Einungis verða teinarnir opnaðir þegar lest á að koma inn eða úr landinu. Þúsundir flóttamanna hafa haldið yfir landamærin til Ungverjalands síðustu sólarhringana en nýjar og strangari reglur um flóttamenn taka gildi í Ungverjalandi á morgun.
Tiltölulega auðvelt hefur reynst fyrir flóttamennina að komast yfir sjálf landamæri Ungverjalands og Serbíu við lestarteinana. Á fyrstu átta tímum dagsins í dag höfðu um þrjú þúsund flóttamenn farið yfir landamærin á þessum stað. Um hádegisbil voru þeir orðnir sex þúsund.
Ungverjar loka landamærunum að Serbíu

Tengdar fréttir

Tugir drukknuðu á flótta sínum í gær
Yfir þrjátíu manns fórust, þar á meðal að minnsta kosti eitt barn, þegar trébáti með um 130 flóttamenn hvolfdi við gríska eyjaklasann Farmakonisi í gærmorgun. Daily Mail hafði um kvöldmatarleytið í gær eftir grísku strandgæslunni að 34 lík hefðu fundist.

Austurríkismenn senda tvö þúsund hermenn að landamærunum
Innanríkisráðherrar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel síðar í dag til að ræða flóttamannavandann.

Mikil togstreita innan Evrópusambandsins
„Maður sér að Þjóðverjar eru að fara af miklum þunga fram á endursamning á öllu kerfinu. Þeir eru farnir að tala mjög harkalega í garð þeirra ríkja sem neita að taka þátt í því að koma upp kvótafyrirkomulagi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.

Metfjöldi flóttamanna til Ungverjalands
Aldrei hafa eins margir flóttamenn streymt inn fyrir landamæri Ungverjalands og síðasta sólarhring.