Umfjöllun og viðtöl: Fram - Víkingur 24-19 | Fram lagði nýliðana Guðmundur Marinó Ingvarsson í Framhúsinu skrifar 14. september 2015 22:00 Markverðir Víkings. Vísir/Stefán Fram vann Víking 24-19 í 2. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 11-11. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en Fram seig framúr á lokakaflanum með frábæra vörn að vopni og mörk úr hraðaupphlaupum. Nýliðar Víkings gáfu sig alla í leikinn og börðust vel. Liðið lék vel vanarlega lengst af leiknum en miklu munaði um að Fram skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum gegn einu marki Víkings. Fram virtist vera ná góðum tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleik en með baráttugleðina að vopni náði Víkingur að jafna og komast yfir í byrjun seinni hálfleiks. Víkingur var yfir framan af seinni hálfleik en vendipunktur leiksins var þegar Fram skipti í 5-1 vörn sem Víkingur réð lítið sem ekkert við. Með þessa öflugu vörn að vopni vann Fram boltann ítrekað af Víkingum og skoruðu oftar en ekki auðveld mörk úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Kristófer Fannar Guðmundsson stóð sig vel fyrir aftan góða vörn Fram en hvorugur markvarða Víkings náði sér á strik þrátt fyrir fína vörn liðsins og munar um minna. Þetta var fyrsti sigur Fram í deildinni en Víkingur er án stiga eftir tvo fyrstu leikina þó batamerki hafi verið á leik liðsins frá fyrsta leik. Guðlaugur: Mikill efniviður hérna„Þetta var erfið fæðing. Við lentum í því eins og í síðasta leik að vera með spennustigið aðeins of hátt. Menn voru rosalega hungraðir í þennan sigur og nú kom hann og vonandi náum við að dempa spennustigið við það,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Ég er ánægður með baráttuna og karakterinn hjá mínum mönnum. Við gerum svolítið af mistökum, sérstaklega sóknarlega en það er haust.“ Guðlaugur sagði 5-1 vörnina sem Fram spilaði seinni hluta leiksins hafa skipt sköpum í leiknum. „Já, við fórum að vinna boltann auðveldar undir lokin og þeir detta í að fá dæmd á sig fleiri sóknarbrot. Við fengum fleiri auðveld mörk þá. „Víkingsliðið er vel skipulagt og með flott stráka. Þetta er gott lið eins og flest liðin í þessari deild er það vel skipulagt og vel þjálfað,“ sagði Guðlaugur sem er í stöðu með Fram núna í upphafi leiktíðar sem hann upplifði ekki á síðustu leiktíð. Leikmenn liðsins eru heilir. „Þetta eru viðbrigði og mjög gott. Ég er mjög ánægður með hópinn hjá mér. Við erum ungir en þetta á eftir að styrkjast þegar líður á. Það er mikill efniviður hérna,“ sagði Guðlaugur. Ágúst: Stór munur frá fyrsta leiknum„Við spiluðum virkilega vel í 45, kannski 50 mínútur. En við lentum í vandræðum þegar þeir fóru út í 5-1 vörn,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings. „Við náðum ekki að vinna mennina okkar maður á mann og því fór sem fór. Við vorum með ágætis tök á 6-0 vörninni þeirra en við lentum í vandræðum þegar þeir fóru fram.“ Ágúst sagði Víking vera með svör gegn þessari vörn en neitaði því ekki að liðið þarf að æfa sóknina betur gegn framliggjandi vörn. „Við spiluðum taktíkarnar okkar illa og vorum óagaðir. Við þurfum að vinna í þeim hlutum. „Við erum með fullt af taktíkum á þetta en erum ekki 100% tilbúnir. Við þurfum að vinna í þessum þáttum og gerum það hægt og rólega. „Varnarleikurinn var góður en við hefðum getað fengið betri markvörslu. Það vantaði herslumuninn inn á milli. Ég hef trú á að við komum. „Það var stór munur á leiknum í kvöld og í síðasta leik sem var svo sem af mörgu leyti ágætur. Við náum vonandi að stíga áfram í rétta átt og þá koma stigin,“ sagði Ágúst. Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Fram vann Víking 24-19 í 2. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 11-11. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en Fram seig framúr á lokakaflanum með frábæra vörn að vopni og mörk úr hraðaupphlaupum. Nýliðar Víkings gáfu sig alla í leikinn og börðust vel. Liðið lék vel vanarlega lengst af leiknum en miklu munaði um að Fram skoraði 10 mörk úr hraðaupphlaupum gegn einu marki Víkings. Fram virtist vera ná góðum tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleik en með baráttugleðina að vopni náði Víkingur að jafna og komast yfir í byrjun seinni hálfleiks. Víkingur var yfir framan af seinni hálfleik en vendipunktur leiksins var þegar Fram skipti í 5-1 vörn sem Víkingur réð lítið sem ekkert við. Með þessa öflugu vörn að vopni vann Fram boltann ítrekað af Víkingum og skoruðu oftar en ekki auðveld mörk úr hraðaupphlaupum í kjölfarið. Kristófer Fannar Guðmundsson stóð sig vel fyrir aftan góða vörn Fram en hvorugur markvarða Víkings náði sér á strik þrátt fyrir fína vörn liðsins og munar um minna. Þetta var fyrsti sigur Fram í deildinni en Víkingur er án stiga eftir tvo fyrstu leikina þó batamerki hafi verið á leik liðsins frá fyrsta leik. Guðlaugur: Mikill efniviður hérna„Þetta var erfið fæðing. Við lentum í því eins og í síðasta leik að vera með spennustigið aðeins of hátt. Menn voru rosalega hungraðir í þennan sigur og nú kom hann og vonandi náum við að dempa spennustigið við það,“ sagði Guðlaugur Arnarsson þjálfari Fram. „Ég er ánægður með baráttuna og karakterinn hjá mínum mönnum. Við gerum svolítið af mistökum, sérstaklega sóknarlega en það er haust.“ Guðlaugur sagði 5-1 vörnina sem Fram spilaði seinni hluta leiksins hafa skipt sköpum í leiknum. „Já, við fórum að vinna boltann auðveldar undir lokin og þeir detta í að fá dæmd á sig fleiri sóknarbrot. Við fengum fleiri auðveld mörk þá. „Víkingsliðið er vel skipulagt og með flott stráka. Þetta er gott lið eins og flest liðin í þessari deild er það vel skipulagt og vel þjálfað,“ sagði Guðlaugur sem er í stöðu með Fram núna í upphafi leiktíðar sem hann upplifði ekki á síðustu leiktíð. Leikmenn liðsins eru heilir. „Þetta eru viðbrigði og mjög gott. Ég er mjög ánægður með hópinn hjá mér. Við erum ungir en þetta á eftir að styrkjast þegar líður á. Það er mikill efniviður hérna,“ sagði Guðlaugur. Ágúst: Stór munur frá fyrsta leiknum„Við spiluðum virkilega vel í 45, kannski 50 mínútur. En við lentum í vandræðum þegar þeir fóru út í 5-1 vörn,“ sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkings. „Við náðum ekki að vinna mennina okkar maður á mann og því fór sem fór. Við vorum með ágætis tök á 6-0 vörninni þeirra en við lentum í vandræðum þegar þeir fóru fram.“ Ágúst sagði Víking vera með svör gegn þessari vörn en neitaði því ekki að liðið þarf að æfa sóknina betur gegn framliggjandi vörn. „Við spiluðum taktíkarnar okkar illa og vorum óagaðir. Við þurfum að vinna í þeim hlutum. „Við erum með fullt af taktíkum á þetta en erum ekki 100% tilbúnir. Við þurfum að vinna í þessum þáttum og gerum það hægt og rólega. „Varnarleikurinn var góður en við hefðum getað fengið betri markvörslu. Það vantaði herslumuninn inn á milli. Ég hef trú á að við komum. „Það var stór munur á leiknum í kvöld og í síðasta leik sem var svo sem af mörgu leyti ágætur. Við náum vonandi að stíga áfram í rétta átt og þá koma stigin,“ sagði Ágúst.
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira