Novak Djokovic, serbneski tenniskappinn, vann í nótt sinn þriðja risatitil á árinu þegar hann lagði Roger Federer í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis.
Leiknum var seinkað vegna rigningar en leiknum lauk um miðja nótt að íslenskum tíma.
Djokovic vann leikinn í fjórða setti en hann vann fyrsta settið 6-4 áður en hinn svissneski Federer svaraði í öðru setti 7-5.
Í þriðja setti náði Djokovic undirtökunum aftur og vann hann þriðja og fjórða settið 6-4 og tryggði sér um leið þriðja risatitil ársins. Er þetta í tíunda skiptið sem hann vinnur stórmót á ferlinum og það þriðja af fjórum á þessu ári.
