„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2015 12:00 Lögreglumenn mega skv. lögum ekki blanda sér í vinnudeilur með beinum hætti. Vísir/Pjetur Urgur er í félagsmönnum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna vegna kjaraviðræðna sinna við ríkið. Ekkert gengur í viðræðunum og hafa félögin boðað til baráttufundar á morgun. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að töluvert beri á milli samningsaðila og að félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna væru líklega á leiðinni í verkfall, hefðu þeir verkfallsrétt.Í frétt á vef SFR segir að félagsmenn séu óánægðir og reiðir með síðustu viðbrögð samninganefndar ríkisins en fundi deiluaðila í húsi ríkissáttasemjara var slitið í síðustu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð frá ríkisstjórninni til að semja við stéttarfélögin. „Ef að samninganefnd ríkisins fær umboð til þess frá ríkisstjórninni að opna á umræður um framsettar launakröfur félaganna er ekki loku fyrir það skotið að það sé hægt að semja. Samninganefndin virðist hinsvegar hreinlega ekki hafa það umboð í höndunum. Það er talsvert sem ber í milli og við erum augljóslega að horfa á samninga sem ríkisvaldið hefur gert við aðrar stéttir opinberra starfsmanna.“Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmVilji hinni stéttarfélagnna til að láta hart mæta hörðu Snorri segir að líklegt sé að félagsmenn stéttarfélaganna fari í verkfallsaðgerðir en félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna verði að láta sér nægja að styðja þær aðgerðir með fundum, ræðum og blaðagreinum enda sé ólöglegt fyrir lögreglumenn að blanda sér með beinum hætti í vinnudeilur. Snorri telur þó líklegt að lögreglumenn væru á leiðinni í verkfall, mættu þeir það. „Mér segir svo hugur að vilji félagsmanna hinna stéttarfélaganna sé að láta hart mæta hörðu og þá mætti þá alveg ímynda sér að þeir muni jafnvel kjósa um verkfall. Ég leyfi mér að fullyrða að ef við hefðum verkfallsheimildir stæði vilji meirihluta félagsmanna til einhverja slíkra aðgerða. Það eina sem við getum gert er að halda fundi, skrifa og tala. Okkur er óheimilt samkvæmt lögum að blanda okkur með beinum hætti í vinnudeilur. Það er svo margt sem fylgir verkfallsréttinum eins og t.d. heimildir til að boða yfirvinnubann en við getum ekki gert neitt slíkt eða fleira í þeim dúr. Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir.“Enginn vilji hjá stjórnvöldum Er Snorri gagnrýninn á yfirvöld og segir að ítrekar tilraunir sínar til þess að ræða þessi mál við yfirvöld hafi ekki skilað neinu. Ef ekki eigi að leyfa verkfall lögreglumanna þurfi þá að koma til móts við þá en síðasta tilboð ríkisins hafi ekki verið mikið betra en fyrsta tilboðið sem fékk ekki góðan hljómgrunn meðal félagsmanna. „Ég hef margoft rætt þetta við stjórnvöld. Ég hef rætt þetta fram og aftur við við síðustu ríkisstjórn og þarsíðustu ríkisstjórn, þingmenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég leyfi mér að efast um að núverandi stjórnaflokkar séu til viðræðu um að afnema verkfallsréttinn, það voru þessir sömu flokkar sem voru við völd árið 1986 sem afnámu hann. Á móti verða þeir þá að vera tilbúnir að taka tillit til þess hve staða stéttarinnar er og veita okkur mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við vinnum. Það virðist ekki vera neinn vilji og það sem maður segir hverfur bara einhvernveginn í tómið.“ Baráttufundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna fer fram á morgun, 15.september, í Háskólabíói. Hefst fundurinn kl. 17.00 Verkfall 2016 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Urgur er í félagsmönnum SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssamband lögreglumanna vegna kjaraviðræðna sinna við ríkið. Ekkert gengur í viðræðunum og hafa félögin boðað til baráttufundar á morgun. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að töluvert beri á milli samningsaðila og að félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna væru líklega á leiðinni í verkfall, hefðu þeir verkfallsrétt.Í frétt á vef SFR segir að félagsmenn séu óánægðir og reiðir með síðustu viðbrögð samninganefndar ríkisins en fundi deiluaðila í húsi ríkissáttasemjara var slitið í síðustu viku. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að svo virðist sem samninganefnd ríkisins hafi ekki umboð frá ríkisstjórninni til að semja við stéttarfélögin. „Ef að samninganefnd ríkisins fær umboð til þess frá ríkisstjórninni að opna á umræður um framsettar launakröfur félaganna er ekki loku fyrir það skotið að það sé hægt að semja. Samninganefndin virðist hinsvegar hreinlega ekki hafa það umboð í höndunum. Það er talsvert sem ber í milli og við erum augljóslega að horfa á samninga sem ríkisvaldið hefur gert við aðrar stéttir opinberra starfsmanna.“Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmVilji hinni stéttarfélagnna til að láta hart mæta hörðu Snorri segir að líklegt sé að félagsmenn stéttarfélaganna fari í verkfallsaðgerðir en félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna verði að láta sér nægja að styðja þær aðgerðir með fundum, ræðum og blaðagreinum enda sé ólöglegt fyrir lögreglumenn að blanda sér með beinum hætti í vinnudeilur. Snorri telur þó líklegt að lögreglumenn væru á leiðinni í verkfall, mættu þeir það. „Mér segir svo hugur að vilji félagsmanna hinna stéttarfélaganna sé að láta hart mæta hörðu og þá mætti þá alveg ímynda sér að þeir muni jafnvel kjósa um verkfall. Ég leyfi mér að fullyrða að ef við hefðum verkfallsheimildir stæði vilji meirihluta félagsmanna til einhverja slíkra aðgerða. Það eina sem við getum gert er að halda fundi, skrifa og tala. Okkur er óheimilt samkvæmt lögum að blanda okkur með beinum hætti í vinnudeilur. Það er svo margt sem fylgir verkfallsréttinum eins og t.d. heimildir til að boða yfirvinnubann en við getum ekki gert neitt slíkt eða fleira í þeim dúr. Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir.“Enginn vilji hjá stjórnvöldum Er Snorri gagnrýninn á yfirvöld og segir að ítrekar tilraunir sínar til þess að ræða þessi mál við yfirvöld hafi ekki skilað neinu. Ef ekki eigi að leyfa verkfall lögreglumanna þurfi þá að koma til móts við þá en síðasta tilboð ríkisins hafi ekki verið mikið betra en fyrsta tilboðið sem fékk ekki góðan hljómgrunn meðal félagsmanna. „Ég hef margoft rætt þetta við stjórnvöld. Ég hef rætt þetta fram og aftur við við síðustu ríkisstjórn og þarsíðustu ríkisstjórn, þingmenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu. Ég leyfi mér að efast um að núverandi stjórnaflokkar séu til viðræðu um að afnema verkfallsréttinn, það voru þessir sömu flokkar sem voru við völd árið 1986 sem afnámu hann. Á móti verða þeir þá að vera tilbúnir að taka tillit til þess hve staða stéttarinnar er og veita okkur mannsæmandi laun fyrir þá vinnu sem við vinnum. Það virðist ekki vera neinn vilji og það sem maður segir hverfur bara einhvernveginn í tómið.“ Baráttufundur SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landsambands lögreglumanna fer fram á morgun, 15.september, í Háskólabíói. Hefst fundurinn kl. 17.00
Verkfall 2016 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira