Leggja forráðamenn Manchester City mikla áherslu á að félagið komist lengra í Meistaradeildinni í vetur en oft áður en félagið hefur yfirleitt dottið út í riðlakeppninni. Félagið fær erfiðan leik strax í fyrsta leik þegar þeir taka á móti ítölsku meisturunum í Juventus.
David Silva og Raheem Sterling voru hvíldir um helgina í von um að þeir myndu ná leiknum gegn Juventus en Agüero fór meiddur af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik eftir að Scott Dann, miðvörður Crystal Palace, sparkaði í hnéð á Agüero.
Greinir enska blaðið Sun frá því í dag að Aguero muni missa af leiknum gegn Juventus en leikmaðurinn sagði að ekkert væri orðið ljóst á Twitter-síðu sinni en tíst hans má sjá hér fyrir neðan.
Keeping you updated - I had studies done today, to be completed tomorrow. We'll have a clearer picture then. Thanks for the support!
— Sergio Kun Aguero (@aguerosergiokun) September 13, 2015