Ekki dugleg við að taka pláss sem afmælisbarn Guðrún Ansnes skrifar 12. september 2015 10:30 Þórunn er stútfull af þakklæti á þessum merku tímamótum og ætlar að njóta sín með fjölskyldunni í dag. Vísir/GVA „Ég ætla að gefa mér svolítið skemmtilega afmælisgjöf í ár, og þar sem ég lofaði sjálfri mér að gefa út lag eftir mig er nú bara komið að því,“ segir stórafmælisbarn dagsins, Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona sem stendur nú á fertugu. Aðspurð um plönin á þessum merku tímamótum segist Þórunn ekki dugleg við að taka mikið pláss sem afmælisbarn en ætla sér að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og bregða sér svo af bæ þegar líður á kvöldið, og þá í leikhús. „Mér finnst alltaf voða erfitt að halda afmælisveislur fyrir sjálfa mig. En það er allt annað mál með að halda upp á afmælin fyrir aðra,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég tók mig þó til og þjófstartaði afmælisdeginum um síðustu helgi, og hélt frábært afmælispartí.“ Ekki er laust við að hún sé örlítið ánægð með sig, og þrátt fyrir að veislan hafi verið haldin fyrir hana sjálfa naut hún sín í hvívetna, enda umkringd vinum og vandamönnum, sem sungu hástöfum með henni næturlangt. „Það hefur einhvern veginn verið voða mikið svoleiðis að ég hef verið í vinnu þegar ég á afmæli,“ segir hógværa afmælisbarnið, og segist sennilega muna best eftir þeim afmælisdegi þegar hún skar næstum af sér fingurinn við að taka móti blómum og einhvern tíma fór hún í góða hestaferð. „Svo fannst mér ofsalega gaman þegar ég fékk lag í afmælisgjöf frá manninum mínum heitnum, það var yndisleg afmælisgjöf.“ Segist Þórunn hafa verið lánsöm í lífinu þegar blaðamaður biður hana um að horfa yfir farinn veg í tilefni dagsins. „Ég á yndislega fjölskyldu og hef fengið að upplifa mikla ást, verið lánsöm að fá að vinna við það sem ég elska og upplifað fullt af ævintýrum, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu. En ég hef fengið að elta draumana mína og reynt ansi margt þótt árin séu ekki fleiri en raun ber vitni. Ætli maður verði ekki bara pínu væminn á svona tímamótum?“ segir Þórunn og hlær létt í lokin. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira
„Ég ætla að gefa mér svolítið skemmtilega afmælisgjöf í ár, og þar sem ég lofaði sjálfri mér að gefa út lag eftir mig er nú bara komið að því,“ segir stórafmælisbarn dagsins, Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona sem stendur nú á fertugu. Aðspurð um plönin á þessum merku tímamótum segist Þórunn ekki dugleg við að taka mikið pláss sem afmælisbarn en ætla sér að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og bregða sér svo af bæ þegar líður á kvöldið, og þá í leikhús. „Mér finnst alltaf voða erfitt að halda afmælisveislur fyrir sjálfa mig. En það er allt annað mál með að halda upp á afmælin fyrir aðra,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég tók mig þó til og þjófstartaði afmælisdeginum um síðustu helgi, og hélt frábært afmælispartí.“ Ekki er laust við að hún sé örlítið ánægð með sig, og þrátt fyrir að veislan hafi verið haldin fyrir hana sjálfa naut hún sín í hvívetna, enda umkringd vinum og vandamönnum, sem sungu hástöfum með henni næturlangt. „Það hefur einhvern veginn verið voða mikið svoleiðis að ég hef verið í vinnu þegar ég á afmæli,“ segir hógværa afmælisbarnið, og segist sennilega muna best eftir þeim afmælisdegi þegar hún skar næstum af sér fingurinn við að taka móti blómum og einhvern tíma fór hún í góða hestaferð. „Svo fannst mér ofsalega gaman þegar ég fékk lag í afmælisgjöf frá manninum mínum heitnum, það var yndisleg afmælisgjöf.“ Segist Þórunn hafa verið lánsöm í lífinu þegar blaðamaður biður hana um að horfa yfir farinn veg í tilefni dagsins. „Ég á yndislega fjölskyldu og hef fengið að upplifa mikla ást, verið lánsöm að fá að vinna við það sem ég elska og upplifað fullt af ævintýrum, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu. En ég hef fengið að elta draumana mína og reynt ansi margt þótt árin séu ekki fleiri en raun ber vitni. Ætli maður verði ekki bara pínu væminn á svona tímamótum?“ segir Þórunn og hlær létt í lokin.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira