Allt frá hefndarklámi til banns við pyntingum á forgangslista þingflokka Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sveinn Arnarsson skrifa 12. september 2015 07:00 Í upphafi þings gefst þingmönnum kostur á að setja ákveðin þingmannamál í forgang á dagskrá Alþingis í vetur. Þó er ekki fullvíst að málin hljóti endanlega afgreiðslu. vísir/pjetur Alþingi er komið saman að nýju eftir sumarfrí og þingmenn keppast við að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Fjöldinn allur af málum, bæði frá þingmönnum og ríkisstjórn, mun koma til með að líta dagsins ljós en þeir þingflokkar sem eiga sæti á Alþingi eiga þess kost að setja áherslu á ákveðin mál sem sett eru í forgang og komast á dagskrá þingsins. „Það er samkomulag um það að allir þingflokkar geti sett þrjú mál í forgang,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Fréttablaðið hafði samband við þingflokksformenn stjórnmálaflokkanna til að kanna hvaða mál hefðu verið sett í forgang. Flokkarnir fá að mæla fyrir málunum í ákveðinni goggunarröð þar sem Samfylkingin er fyrst, síðan Vinstri græn, þá Björt framtíð, Píratar, Framsóknarflokkur og loks Sjálfstæðisflokkur. Til að mynda mun Árni Páll Árnason mæla fyrir fyrsta máli þingsins á eftir fjárlagafrumvarpinu sem er tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingakerfinu. „Þetta er til að tryggja það að þessi mál komist á dagskrá og til nefndar,“ segir Svandís. Hún segir að eftir að þessi mál séu komin á dagskrá og komist til nefnda þurfi þó að halda þeim á lofti til að þau hljóti endanlega afgreiðslu. „Það er ekkert í þessu sem tryggir það að málin komist á leiðarenda.“ Mörg þeirra mála sem þingflokkarnir hafa sett í forgang eru mál sem hlutu ekki endanlega afgreiðslu á þingi og eru því endurflutt. Þau mál hafa gjarnan fengið meðferð í nefnd frá fyrra þingi og hafa því hlotið umsagnir sem tryggja málunum auðveldara brautargengi ef þau eru endurflutt. „Stóru málin hjá okkur eru yfirleitt unnin á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þannig að þingmenn stjórnarflokkanna leggja kannski frekar áherslu á svona minni og lókal mál,“ segir hann og bendir á að til dæmis séu stærstu forgangsmál Framsóknarflokksins á borð við húsnæðismálin unnin innan ríkisstjórnarinnar. Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Alþingi er komið saman að nýju eftir sumarfrí og þingmenn keppast við að koma hugðarefnum sínum á dagskrá. Fjöldinn allur af málum, bæði frá þingmönnum og ríkisstjórn, mun koma til með að líta dagsins ljós en þeir þingflokkar sem eiga sæti á Alþingi eiga þess kost að setja áherslu á ákveðin mál sem sett eru í forgang og komast á dagskrá þingsins. „Það er samkomulag um það að allir þingflokkar geti sett þrjú mál í forgang,“ segir Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Fréttablaðið hafði samband við þingflokksformenn stjórnmálaflokkanna til að kanna hvaða mál hefðu verið sett í forgang. Flokkarnir fá að mæla fyrir málunum í ákveðinni goggunarröð þar sem Samfylkingin er fyrst, síðan Vinstri græn, þá Björt framtíð, Píratar, Framsóknarflokkur og loks Sjálfstæðisflokkur. Til að mynda mun Árni Páll Árnason mæla fyrir fyrsta máli þingsins á eftir fjárlagafrumvarpinu sem er tillaga Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingakerfinu. „Þetta er til að tryggja það að þessi mál komist á dagskrá og til nefndar,“ segir Svandís. Hún segir að eftir að þessi mál séu komin á dagskrá og komist til nefnda þurfi þó að halda þeim á lofti til að þau hljóti endanlega afgreiðslu. „Það er ekkert í þessu sem tryggir það að málin komist á leiðarenda.“ Mörg þeirra mála sem þingflokkarnir hafa sett í forgang eru mál sem hlutu ekki endanlega afgreiðslu á þingi og eru því endurflutt. Þau mál hafa gjarnan fengið meðferð í nefnd frá fyrra þingi og hafa því hlotið umsagnir sem tryggja málunum auðveldara brautargengi ef þau eru endurflutt. „Stóru málin hjá okkur eru yfirleitt unnin á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Þannig að þingmenn stjórnarflokkanna leggja kannski frekar áherslu á svona minni og lókal mál,“ segir hann og bendir á að til dæmis séu stærstu forgangsmál Framsóknarflokksins á borð við húsnæðismálin unnin innan ríkisstjórnarinnar.
Alþingi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira