Notalega nýuppgert í Norðurmýrinni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. september 2015 10:00 Eldhúsið er uppáhaldsstaður húsráðenda. Vísir/Vilhelm „Við vorum fimm mánuði að gera hana upp og gerðum hana alveg fokhelda,“ segir Heba og bætir hlæjandi við að framkvæmdirnar hafi vissulega tekið á, sér í lagi þegar hún dansaði tíu tíma á dag og Dóri var í húsgagnasmíðanámi samhliða því að gera upp eitt stykki íbúð. „Það var samt líka ótrúleg gaman og fyrirhafnarinnar virði.“ Veggir voru brotnir niður, eldhúsinnrétting færð á milli herbergja, flísalagt, málað og gólfið í íbúðinni flotað. „Gólfið er pínu gróft en við fílum það. Það eru smá „skemmdir“ í gólfinu en það er bara karakter.“ Eldhúsið er uppáhaldsstaður Hebu í íbúðinni. Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og var sérsmíðuð inn í annað herbergi í íbúðinni og færð í framkvæmdunum. „Það er ótrúlega gaman að elda hér og við lögðum mikið upp úr eldhúsinu.“ Þegar kemur að hlutum og húsgögnum segir Heba þau vanda valið. Innbúið ber því augljóst vitni og er skemmtileg og litrík blanda af notuðu, nýju, hönnun og hlutum sem húsráðendur hafa sankað að sér á ferðalögum. Halldór lærði húsgagnasmíði og er stóllinn sem stendur í stofunni hannaður og smíðaður af honum. „Okkur þykir svo vænt um hann,“ segir Heba og bætir við að mikil vinna og spekúlasjónir hafi farið í smíði stólsins.Heba er fljót að nefna að kaffivélin og kvörnin séu á meðal uppáhaldshluta hennar. „Þessi eru notuð á hverjum degi. Þetta eru systkini, Rocky og Sylvía,“ segir hún og hlær. Litla hansahillan hangir á vegg í eldhúsinu og geymir marga af uppáhaldshlutum húsráðenda. „Við keyptum íbúðina með búslóðinni, fundum þessa hillu og erum alveg ótrúlega ánægð með hana.“ Línurnar í kjötskurðarbrettinu eru eftirmynd af götunum í hverfinu. „Ég held mjög mikið upp á þetta bretti. Við fengum það í jólagjöf og svo fluttum við í Norðurmýrina tveimur árum seinna.“ Goccia-kaffiborðið var keypt notað í Mílanó á gjafverði og setur svip á stofuna. Borðið var hannað árið 1944 af Isamu Noguchi og hefur svo sannarlega staðist tímans tönn. Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
„Við vorum fimm mánuði að gera hana upp og gerðum hana alveg fokhelda,“ segir Heba og bætir hlæjandi við að framkvæmdirnar hafi vissulega tekið á, sér í lagi þegar hún dansaði tíu tíma á dag og Dóri var í húsgagnasmíðanámi samhliða því að gera upp eitt stykki íbúð. „Það var samt líka ótrúleg gaman og fyrirhafnarinnar virði.“ Veggir voru brotnir niður, eldhúsinnrétting færð á milli herbergja, flísalagt, málað og gólfið í íbúðinni flotað. „Gólfið er pínu gróft en við fílum það. Það eru smá „skemmdir“ í gólfinu en það er bara karakter.“ Eldhúsið er uppáhaldsstaður Hebu í íbúðinni. Eldhúsinnréttingin er upprunaleg og var sérsmíðuð inn í annað herbergi í íbúðinni og færð í framkvæmdunum. „Það er ótrúlega gaman að elda hér og við lögðum mikið upp úr eldhúsinu.“ Þegar kemur að hlutum og húsgögnum segir Heba þau vanda valið. Innbúið ber því augljóst vitni og er skemmtileg og litrík blanda af notuðu, nýju, hönnun og hlutum sem húsráðendur hafa sankað að sér á ferðalögum. Halldór lærði húsgagnasmíði og er stóllinn sem stendur í stofunni hannaður og smíðaður af honum. „Okkur þykir svo vænt um hann,“ segir Heba og bætir við að mikil vinna og spekúlasjónir hafi farið í smíði stólsins.Heba er fljót að nefna að kaffivélin og kvörnin séu á meðal uppáhaldshluta hennar. „Þessi eru notuð á hverjum degi. Þetta eru systkini, Rocky og Sylvía,“ segir hún og hlær. Litla hansahillan hangir á vegg í eldhúsinu og geymir marga af uppáhaldshlutum húsráðenda. „Við keyptum íbúðina með búslóðinni, fundum þessa hillu og erum alveg ótrúlega ánægð með hana.“ Línurnar í kjötskurðarbrettinu eru eftirmynd af götunum í hverfinu. „Ég held mjög mikið upp á þetta bretti. Við fengum það í jólagjöf og svo fluttum við í Norðurmýrina tveimur árum seinna.“ Goccia-kaffiborðið var keypt notað í Mílanó á gjafverði og setur svip á stofuna. Borðið var hannað árið 1944 af Isamu Noguchi og hefur svo sannarlega staðist tímans tönn.
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira