Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir AGF sem tapaði 2-1 fyrir Hobro í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
AGF hefur gefið verulega eftir að undanförnu eftir góða byrjun á tímabilinu. Árósaliðið fékk sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í dönsku deildinni en hefur einungis náð í þrjú stig í síðustu fimm leikjum. AGF er í 6. sæti með 10 stig en liðið er nýliði í deildinni.
Gökcan Kaya kom Hobro yfir á 27. mínútu en Thomas Hansen, miðvörður Hobro, jafnaði metin fyrir AGF á lokamínútu fyrri hálfleik þegar hann setti boltann í eigið mark.
Það kom þó ekki að sök því Martin Mikkelsen tryggði Hobro sigurinn með marki á 89. mínútu.
Elmar hefur leikið alla átta leiki AGF í deildinni en hann kom til liðsins frá Randers fyrir tímabilið.
Elmar lék allan leikinn í tapi AGF
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn



Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti
