Með sína eigin tískusýningu á London Fashion Week Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. september 2015 08:00 Aníta á framtíðina fyrir sér í tískubransanum en draumurinn er að sýna hönnunina um allan heim. mynd/aðsend Á föstudaginn mun Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýna nýjustu fatalínu sína fyrir sumarið 2016. Hún var valin í „Ones to Watch“ sem velja fjóra fyrir hverja tískuviku og fá útvaldir styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu. Aníta útskrifaðist í fyrra með mastersgráðu í fatahönnun með áherslu á munstur úr virtasta tískuháskóla heims, Central Saint Martins. Hún sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í fyrra þannig að hún veit út í hvað hún er að fara. „Það kom mér mjög á óvart að ég hafi hlotið styrkinn og hvað þau voru áhugasöm að ég mundi sýna hjá þeim. Þetta var mjög mikil hvatning fyrir mig til þess að byrja að framleiða nýja línu en uppbyggingasjóður norðurlands eystra er líka að styrkja mig. Sýningin er á föstudaginn og það er allt brjálað að gera í undirbúningnum. Sýningin verður í Covent Garden í London og svo eftir á verða fötin í sýningarrými þar sem kaupendur frá hinum ýmsu verslunum skoða og jafnvel kaupa inn.“ Aníta vann alla línuna á Akureyri en efnin sem hún notar eru sérframleidd í Japan fyrir hana. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Ég hitti framleiðendurna í London og svo erum við búin að vera í tölvupóstsamskiptum. Línan er framlenging á útskriftarlínunni minni. Efnin eru rosalegar andstæður, þykkt efni á móti mjög þunnu. Ég nota hreyfinguna til þess að fá meiri dramatík en sniðin eru kvenleg og frekar elegant.“ Eftir að hafa verið búsett í London í þónokkur ár þá ákvað hún að flytja heim eftir útskrift en hún er þó með mikla reynslu í farteskinu. „Ég hannaði tösku fyrir tískumerkið Bvlgari sem var mjög dýrmæt reynsla og svo hef ég líka verið að hanna fyrir Ashish ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.“ Það er allt að smella saman fyrir tískusýninguna á föstudaginn en Aníta hefur áður sett upp sýningu þegar hún útskrifaðist með mastersgráðu. „Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur alls staðar að. Ég stefni ekki á að fara í fjöldaframleiðslu heldur vil ég byggja upp samband við viðskiptavininn. Ég er að fara að velja fyrirsætur í vikunni en ég fæ að ákveða allt sjálf. Ég er að vinna með stílista úti sem er að hjálpa mér með förðunina og hárið á fyrirsætunum.“ Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur allstaðar að. Tíska og hönnun Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Á föstudaginn mun Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýna nýjustu fatalínu sína fyrir sumarið 2016. Hún var valin í „Ones to Watch“ sem velja fjóra fyrir hverja tískuviku og fá útvaldir styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu. Aníta útskrifaðist í fyrra með mastersgráðu í fatahönnun með áherslu á munstur úr virtasta tískuháskóla heims, Central Saint Martins. Hún sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í fyrra þannig að hún veit út í hvað hún er að fara. „Það kom mér mjög á óvart að ég hafi hlotið styrkinn og hvað þau voru áhugasöm að ég mundi sýna hjá þeim. Þetta var mjög mikil hvatning fyrir mig til þess að byrja að framleiða nýja línu en uppbyggingasjóður norðurlands eystra er líka að styrkja mig. Sýningin er á föstudaginn og það er allt brjálað að gera í undirbúningnum. Sýningin verður í Covent Garden í London og svo eftir á verða fötin í sýningarrými þar sem kaupendur frá hinum ýmsu verslunum skoða og jafnvel kaupa inn.“ Aníta vann alla línuna á Akureyri en efnin sem hún notar eru sérframleidd í Japan fyrir hana. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Ég hitti framleiðendurna í London og svo erum við búin að vera í tölvupóstsamskiptum. Línan er framlenging á útskriftarlínunni minni. Efnin eru rosalegar andstæður, þykkt efni á móti mjög þunnu. Ég nota hreyfinguna til þess að fá meiri dramatík en sniðin eru kvenleg og frekar elegant.“ Eftir að hafa verið búsett í London í þónokkur ár þá ákvað hún að flytja heim eftir útskrift en hún er þó með mikla reynslu í farteskinu. „Ég hannaði tösku fyrir tískumerkið Bvlgari sem var mjög dýrmæt reynsla og svo hef ég líka verið að hanna fyrir Ashish ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.“ Það er allt að smella saman fyrir tískusýninguna á föstudaginn en Aníta hefur áður sett upp sýningu þegar hún útskrifaðist með mastersgráðu. „Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur alls staðar að. Ég stefni ekki á að fara í fjöldaframleiðslu heldur vil ég byggja upp samband við viðskiptavininn. Ég er að fara að velja fyrirsætur í vikunni en ég fæ að ákveða allt sjálf. Ég er að vinna með stílista úti sem er að hjálpa mér með förðunina og hárið á fyrirsætunum.“ Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur allstaðar að.
Tíska og hönnun Mest lesið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira