Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2015 12:06 Stúlkurnar hafa verið í gæsluvarðhaldi frá því 25. maí. vísir/heiða helgadóttir Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kíló af kókaíni hingað til lands í maí síðastliðnum. Þær hafa báðar verið í gæsluvarðhaldi síðan 25. maí og dregst það frá refsingunni. Önnur þeirra er 23 ára gömul og hin 19 ára. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Í dómnum er þó tekið tillit til játningar þeirra og ungs aldurs. Hæfileg refsing þeirra var því ákveðin 18 mánuðir, með tilliti til dómaframkvæmdar og styrkleika efnanna. Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kíló af kókaíni hingað til lands í maí síðastliðnum. Þær hafa báðar verið í gæsluvarðhaldi síðan 25. maí og dregst það frá refsingunni. Önnur þeirra er 23 ára gömul og hin 19 ára. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Í dómnum er þó tekið tillit til játningar þeirra og ungs aldurs. Hæfileg refsing þeirra var því ákveðin 18 mánuðir, með tilliti til dómaframkvæmdar og styrkleika efnanna.
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira