Íslenska landsliðið sló í gegn í Berlín | „Serbneska þjóðin elskar ykkur“ 11. september 2015 09:30 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins fagnar hér gegn Tyrklandi. Visir/Valli Óhætt er að segja að íslenska landsliðið í körfubolta og stuðningsmannasveit þeirra hafi slegið í gegn á Eurobasket í Berlín þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað öllum leikjum sínum. Íslenska liðið lenti í sannkölluðum dauðariðli í frumraun sinni á stórmóti í körfubolta í karlaflokki en í riðlinum mátti finna verðlaunahafa á öðrum stórmótum og NBA-stjörnur í hverju liði. Þrátt fyrir það mátti litlu muna að Ísland hefði náð að stela sigri í leikjunum gegn Þýskalandi, Ítalíu og sérstaklega Tyrklandi þar sem Tyrkir þurftu framlengingu til þess að gera út um íslenska liðið. Facebook-síða Alþjóða körfuboltasambandsins, FIBA, birti mynd á síðu sinni í gærkvöld þar sem úrslit kvöldsins voru staðfest og er óhætt að segja að stuðningsmenn víðsvegar úr heiminum hafi hrifist af leik íslenska liðsins en hér fyrir neðan má sjá nokkrar athugasemdir sem birtust undir myndinni. „Ísland lenti í 6. sæti en í því fyrsta yfir þá sem voru með mesta ástríðu og baráttu, þeir börðust fyrir þjóð sinni. Öll serbneska þjóðin studdi við bakið á ykkur, við elskum ykkur. Kveðjur frá Serbíu.“ „Frábær leikur. Til hamingju Tyrkland með sigurinn og takk Ísland fyrir frábæran leik.“ „Ísland lék frábærlega í kvöld, þeir fóru með hugrekki inn í þennan leik. Litríkasta lið mótsins. Takk fyrir allt saman og gangi ykkur vel í framtíðinni. Ísland aflaði sér virðingar frá Tyrklandi.“ „Virkilega góður leikur, íslensku leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir viðhorf sitt. Til hamingju Tyrkland og gangi ykkur vel gegn Frakklandi.“ „Takk Ísland fyrir alla frábæru tímana sem þið gáfuð okkur. Þvílík ástríða, virðing frá Ítalíu #teamRagnar.“ „Til hamingju Ísland, þeir áttu skilið sigurinn enda börðust þeir til enda leiksins.“ „Vel gert Ísland, þið eruð ekki á sama stall og Serbía en við elskum eldmóðinn ykkar.“Turkey survive a tough OT-test from Iceland in #EuroBasket2015 Group B and advance to the Round of 16!Video highlights: https://youtu.be/OBUq9874VO8Posted by FIBA on Thursday, September 10, 2015 EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25 Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Óhætt er að segja að íslenska landsliðið í körfubolta og stuðningsmannasveit þeirra hafi slegið í gegn á Eurobasket í Berlín þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað öllum leikjum sínum. Íslenska liðið lenti í sannkölluðum dauðariðli í frumraun sinni á stórmóti í körfubolta í karlaflokki en í riðlinum mátti finna verðlaunahafa á öðrum stórmótum og NBA-stjörnur í hverju liði. Þrátt fyrir það mátti litlu muna að Ísland hefði náð að stela sigri í leikjunum gegn Þýskalandi, Ítalíu og sérstaklega Tyrklandi þar sem Tyrkir þurftu framlengingu til þess að gera út um íslenska liðið. Facebook-síða Alþjóða körfuboltasambandsins, FIBA, birti mynd á síðu sinni í gærkvöld þar sem úrslit kvöldsins voru staðfest og er óhætt að segja að stuðningsmenn víðsvegar úr heiminum hafi hrifist af leik íslenska liðsins en hér fyrir neðan má sjá nokkrar athugasemdir sem birtust undir myndinni. „Ísland lenti í 6. sæti en í því fyrsta yfir þá sem voru með mesta ástríðu og baráttu, þeir börðust fyrir þjóð sinni. Öll serbneska þjóðin studdi við bakið á ykkur, við elskum ykkur. Kveðjur frá Serbíu.“ „Frábær leikur. Til hamingju Tyrkland með sigurinn og takk Ísland fyrir frábæran leik.“ „Ísland lék frábærlega í kvöld, þeir fóru með hugrekki inn í þennan leik. Litríkasta lið mótsins. Takk fyrir allt saman og gangi ykkur vel í framtíðinni. Ísland aflaði sér virðingar frá Tyrklandi.“ „Virkilega góður leikur, íslensku leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir viðhorf sitt. Til hamingju Tyrkland og gangi ykkur vel gegn Frakklandi.“ „Takk Ísland fyrir alla frábæru tímana sem þið gáfuð okkur. Þvílík ástríða, virðing frá Ítalíu #teamRagnar.“ „Til hamingju Ísland, þeir áttu skilið sigurinn enda börðust þeir til enda leiksins.“ „Vel gert Ísland, þið eruð ekki á sama stall og Serbía en við elskum eldmóðinn ykkar.“Turkey survive a tough OT-test from Iceland in #EuroBasket2015 Group B and advance to the Round of 16!Video highlights: https://youtu.be/OBUq9874VO8Posted by FIBA on Thursday, September 10, 2015
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25 Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25
Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik