Er körfuboltinn kominn heim? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2015 06:30 Jakob með foreldrum sínum eftir leikinn. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið steig risaskref með því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu síðasta haust en skrefið var ekki minna að mæta í sannkallaðan dauðariðil með mörgum af bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og vera þrisvar nálægt sigri í fimm leikjum. Frammistaðan og þroskamerkin sem íslenska liðið sýndi á móti Tyrkjum í Berlín í fimmta og síðasta leik liðsins á Eurobasket í gær vegur mun þyngra en það hvort að Tyrkir hafi unnið leikinn í framlengingu eða ekki. Auðvitað hefði verið ennþá sætara að enda þetta á sigri en spilamennskan og stuðningurinn eiga skilið marga kafla í sögubók íslenska körfuboltalandsliðsins. Margir leikmenn stóðu sig frábærlega á móti Tyrkjum í gær en enginn betur en Jakob Örn Sigurðarson sem kem með 22 stig inn af bekknum þar af 17 þeirra í seinni hálfleiknum. „Þetta var magnað. Að ná svona frammistöðu í síðasta leik er ótrúlegt. Ég er rosalega stoltur af liðinu og það var geggjað að spila fyrir framan þessa áhorfendur,“ sagði Jakob eftir leikinn. Hann og Logi Gunnarsson, byrjunarliðsmenn í liðinu í svo mörg ár, komu saman með 38 stig af bekknum og það var Logi sem tryggði íslenska liðinu framlengingu með stórbrotinni þriggja stiga körfu 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Eftir frábæra frammistöðu var í fínu lagi að íslenska liðið fengi smá uppklapp í lokin og þessi framlenging var „aukalagið“ sem strákarnir áttu svo sannarlega skilið að fá að taka fyrir magnað stuðningsfólk sitt. „Ég held að allir hafi viljað það af því að þetta var svo skemmtilegt og það er svo gaman að horfa á okkur hvað við gerðum þetta mikið saman og með mikilli baráttu. Þetta er búið að vera ótrúlegt mót fyrir okkur,“ sagði Jakob. Íslenska liðið var í erfiðasta riðli mótsins og stórþjóðir eins og Þýskaland, Ítalía og Tyrkland rétt sluppu með sigur út úr leikjum sínum við litla Ísland. „Liðin í þessum riðli eru allt lið sem geta farið alla leið í mótinu. Við vorum að spila við Serbíu, Spán og Ítalíu, allt lið sem við gætum verið að horfa á í úrslitaleiknum eftir tíu daga. Það er alveg ótrúleg frammistaða hjá okkur í þessu móti að vera svona rosalega nálægt því að vinna. Ég hugsa mikið til þess hvernig mómentið hefði orðið eftir leikinn með áhorfendunum ef við hefðum náð að vinna leik. Það hefði örugglega orðið það ótrúlegasta sem ég hefði upplifað,“ sagði Jakob en íslenska stuðningsfólkið hefur sungið til strákanna eftir hvern einasta leik. „Ég er bara með gæsahúð eftir hvern einasta leik að hlusta á þau,“ segir Jakob. Eftir leikinn var líka hver gæsahúðarstundin á fætur annarri milli leikmanna og íslenska stuðningsfólksins og það mun örugglega enginn Íslendingur gleyma því þegar allir Íslendingarnir í Mercedes Benz-höllinni sungu „Ég er kominn heim“ hárri raust. Stóra spurningin er hvort íslenski körfuboltinn sé kominn heim og hvort Ísland verði reglulegur gestur á móti bestu þjóðum Evrópu. „Körfuboltinn á Íslandi er á rosalegri siglingu og ég held að það sé ekki langt þangað til að við förum aftur á EM,“ sagði Jakob. Og hann kannski með? „Það er aldrei að vita,“ sagði Jakob að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið steig risaskref með því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu síðasta haust en skrefið var ekki minna að mæta í sannkallaðan dauðariðil með mörgum af bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og vera þrisvar nálægt sigri í fimm leikjum. Frammistaðan og þroskamerkin sem íslenska liðið sýndi á móti Tyrkjum í Berlín í fimmta og síðasta leik liðsins á Eurobasket í gær vegur mun þyngra en það hvort að Tyrkir hafi unnið leikinn í framlengingu eða ekki. Auðvitað hefði verið ennþá sætara að enda þetta á sigri en spilamennskan og stuðningurinn eiga skilið marga kafla í sögubók íslenska körfuboltalandsliðsins. Margir leikmenn stóðu sig frábærlega á móti Tyrkjum í gær en enginn betur en Jakob Örn Sigurðarson sem kem með 22 stig inn af bekknum þar af 17 þeirra í seinni hálfleiknum. „Þetta var magnað. Að ná svona frammistöðu í síðasta leik er ótrúlegt. Ég er rosalega stoltur af liðinu og það var geggjað að spila fyrir framan þessa áhorfendur,“ sagði Jakob eftir leikinn. Hann og Logi Gunnarsson, byrjunarliðsmenn í liðinu í svo mörg ár, komu saman með 38 stig af bekknum og það var Logi sem tryggði íslenska liðinu framlengingu með stórbrotinni þriggja stiga körfu 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Eftir frábæra frammistöðu var í fínu lagi að íslenska liðið fengi smá uppklapp í lokin og þessi framlenging var „aukalagið“ sem strákarnir áttu svo sannarlega skilið að fá að taka fyrir magnað stuðningsfólk sitt. „Ég held að allir hafi viljað það af því að þetta var svo skemmtilegt og það er svo gaman að horfa á okkur hvað við gerðum þetta mikið saman og með mikilli baráttu. Þetta er búið að vera ótrúlegt mót fyrir okkur,“ sagði Jakob. Íslenska liðið var í erfiðasta riðli mótsins og stórþjóðir eins og Þýskaland, Ítalía og Tyrkland rétt sluppu með sigur út úr leikjum sínum við litla Ísland. „Liðin í þessum riðli eru allt lið sem geta farið alla leið í mótinu. Við vorum að spila við Serbíu, Spán og Ítalíu, allt lið sem við gætum verið að horfa á í úrslitaleiknum eftir tíu daga. Það er alveg ótrúleg frammistaða hjá okkur í þessu móti að vera svona rosalega nálægt því að vinna. Ég hugsa mikið til þess hvernig mómentið hefði orðið eftir leikinn með áhorfendunum ef við hefðum náð að vinna leik. Það hefði örugglega orðið það ótrúlegasta sem ég hefði upplifað,“ sagði Jakob en íslenska stuðningsfólkið hefur sungið til strákanna eftir hvern einasta leik. „Ég er bara með gæsahúð eftir hvern einasta leik að hlusta á þau,“ segir Jakob. Eftir leikinn var líka hver gæsahúðarstundin á fætur annarri milli leikmanna og íslenska stuðningsfólksins og það mun örugglega enginn Íslendingur gleyma því þegar allir Íslendingarnir í Mercedes Benz-höllinni sungu „Ég er kominn heim“ hárri raust. Stóra spurningin er hvort íslenski körfuboltinn sé kominn heim og hvort Ísland verði reglulegur gestur á móti bestu þjóðum Evrópu. „Körfuboltinn á Íslandi er á rosalegri siglingu og ég held að það sé ekki langt þangað til að við förum aftur á EM,“ sagði Jakob. Og hann kannski með? „Það er aldrei að vita,“ sagði Jakob að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum