Serbía vann öruggan 19 stiga sigur á Ítölum í fyrsta leik dagsins á EM í körfubolta í Berlín en leiknum lauk með 101-82 sigri Serbana. Unnu þeir því alla fimm leiki sína í riðlakeppninni en Ítalir gátu með sigri stolið toppsætinu í B-riðli.
Leikurinn var jafn framan af en Serbía hafði alltaf undirtökin í leiknum og leiddi 48-40 í hálfleik. Serbar bættu við forskot sitt í þriðja og fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan nítján stiga sigur. Höfðu þeir betur í öllum fjórum leikhlutunum.
Annar leikur dagsins í B-riðli hefst klukkan 15.00 en þá taka heimamenn í Þýskalandi á móti Spánverjum en lokaleikur dagsins fer svo fram klukkan 19.00 þegar íslenska landsliðið mætir Tyrklandi.
Serbía ekki í vandræðum með Ítalíu
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti