Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 11:00 Hörður Axel í baráttunni gegn Serbíu. Vísir/Valli Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa nú spilað fjóra leiki á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. Íslenska liðið lenti í erfiðum leik í seinni hálfleik á móti Spánverjum í gær svipað og gegn Serbum daginn áður. Aðeins einn leikur er eftir og hann er á móti Tyrklandi í dag. Tyrkir hafa unnið bæði Ítalíu og Þýskaland í spennandi leikjum en tapað fyrir Spáni og Serbíu. „Nú er það bara Tyrkland. Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir þann leik. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson eftir leikinn á móti Spáni í gær. Hörður Axel Vilhjálmsson viðurkenndi samt eftir leikinn í gærkvöldi að hann hafi gengið á vegg í upphafi leiks enda búinn að gefa óhemju mikið af sér í mótinu til þessa. Hörður Axel hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum gegn Spáni og náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni á mótinu. „Nú er þessi Spánarleikur búinn og við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir Tyrkina. Við förum upp á hótel og förum yfir þá. Við fáum eitthvað að sjá hvað þeir hafa fram að bjóða," segir Hörður Axel. Tyrkirnir töpuðu fyrir Serbum í gær en sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í sextán liða úrslitunum. Tyrkir eiga enn möguleika á öðru sætinu en þá þurfa Serbar að vinna Ítala, Þjóðverjar að vinna Spán og Tyrkir að vinna Ísland. „Ég er ekki búinn að sjá einn leik með þeim enda hef ég bara alltaf verið að einbeita mér að næsta andstæðingi. Það verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða," sagðir Hörður Axel að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa nú spilað fjóra leiki á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. Íslenska liðið lenti í erfiðum leik í seinni hálfleik á móti Spánverjum í gær svipað og gegn Serbum daginn áður. Aðeins einn leikur er eftir og hann er á móti Tyrklandi í dag. Tyrkir hafa unnið bæði Ítalíu og Þýskaland í spennandi leikjum en tapað fyrir Spáni og Serbíu. „Nú er það bara Tyrkland. Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir þann leik. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson eftir leikinn á móti Spáni í gær. Hörður Axel Vilhjálmsson viðurkenndi samt eftir leikinn í gærkvöldi að hann hafi gengið á vegg í upphafi leiks enda búinn að gefa óhemju mikið af sér í mótinu til þessa. Hörður Axel hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum gegn Spáni og náði ekki alveg að fylgja eftir frábærri frammistöðu sinni á mótinu. „Nú er þessi Spánarleikur búinn og við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir Tyrkina. Við förum upp á hótel og förum yfir þá. Við fáum eitthvað að sjá hvað þeir hafa fram að bjóða," segir Hörður Axel. Tyrkirnir töpuðu fyrir Serbum í gær en sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í sextán liða úrslitunum. Tyrkir eiga enn möguleika á öðru sætinu en þá þurfa Serbar að vinna Ítala, Þjóðverjar að vinna Spán og Tyrkir að vinna Ísland. „Ég er ekki búinn að sjá einn leik með þeim enda hef ég bara alltaf verið að einbeita mér að næsta andstæðingi. Það verður gaman að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða," sagðir Hörður Axel að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik