Blikkið strákar, blikkið Ellert B. Schram skrifar 10. september 2015 09:30 Það var stór stund á sunnudaginn, þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tryggði okkur þátttöku í úrslitakeppni Evrópu, sem fram fer á næsta ári. En þetta hefur verið löng þrautarganga, löng saga, á bak við þennan árangur. Ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu landsleikjunum. Á Melavellinum fyrir rúmum sextíu árum, kannske tveir landsleikir á ári, með Albert og Ríkharð í fararbroddi. Og þúsundir manna á áhorfendapöllunum, standandi, því stúkan tók ekki nema hundrað manns í sæti. Og sjálfur var ég liðsmaður og seinna formaður og kynntist tugum manna, sem lögðu sig fram í þágu þessarar íþróttar. Ég man eldmóðinn og áhugann og kappleiki sem allir voru háðir á möl og ég man lika eftir því þegar fyrstu grasvellirnir komu til sögunnar og stundum komu líka dömur að horfa á leikina, því kvennaknattspyrna þekktist ekki og þá var bara einn bolti til hjá vallarverði og þegar öðru liðinu tókst að skora mark, kölluðu menn „blikkið, strákar, blikkið“ sem þýddi að sparka átti boltanum yfir blikk og bárujárnsgirðingarnar í kringum völlinn, til að tefja leik. Það tíðkaðist ekki að bæta við leiktímann, enda þótt boltinn væri kominn úr augsýn. Á mínum sokkabandsárum voru kannske spilaðir tveir, þrír landsleikir á ári og það var stór stund þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1957 og áhorfendur skiptu þúsundum, þegar landslið frá Bermuda og Færeyjum komu og léku og þótti stórir atburðir. Flestir, ef ekki allir sem lögðu stund á knattspyrnu gerðu það í hjáverkum og æfðu þegar þeir nenntu. Svo komu Akurnesingarnir og unnu allt. En það er önnur saga. Það voru engir peningar með í spilinu, hvað þá atvinnumennska eða sjónvarp en stundum beinar útsendingar í útvarpi þegar mikið lá við. Við vorum amatörar eins og þeir gerast bestir. Fótboltaskórnir voru með harða tá og skrúfaða takka. Það var bylting, þegar adidas skórnir komu á markaðinn. Keppniskyrturnar þurfti maður sjálfur að þvo (þeas mamma).Landsliðið fagnar miðanum á EM í leikslok á sunnudag.vísir/vilhelmEn þetta var heimur sem var skemmtilegur og lifandi og við hlustuðum stundum á laugardögum á BBC og veðjuðum á úrslit í Englandi. Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir getraunum. Og auðvitað fjarlæga aðdáun á knattspyrnumönnum, sem maður hafði aldrei séð. Og svo hefur þetta allt þróast hægt og sígandi og við höfum eignast framúrskarandi leikmenn og maður hefur fylgst með því á undanförnum árum, hvernig þessi íþrótt hefur vaxið og í landsliðinu okkar eru flestir leikmannanna (ef ekki allir) spilandi fótbolta í útlöndum og hafa það að atvinnu. Þeir hafa verið aldir upp undir leiðsögn og forystu þúsunda manna og kvenna sem af áhuga og þrautseigju og metnaði, hafa lagt grunninn að útbreiddri þátttöku æskufólks í íþróttum. Og búið til þá sem hafa skarað fram úr. Þetta allt er löng saga og skemmtileg og þess vegna á hún rætur og samkennd og þjóðin sameinast um að gleðjast yfir þeim tímamótum, þegar íslenska landsliðið nær þeim áfanga að taka þátt í úrslitakeppni Evrópu. Raunar urðu stúlkurnar á undan okkur körlunum, sem enn og aftur segir okkur, að knattspyrna og sigrar á þeim vettvangi, er afrek hjá fámennri þjóð. En árangurinn á sunnudaginn er punkturinn yfir iið. Ávöxtur áratugauppbyggingu, eldmóðs, áhuga, sleitulausu starfi í marga áratugi. Við eigum glæsilega landsliðsmenn og fögnum þessum áfanga. En ekki gleyma að þetta hefur tekið svita og tár um langa hríð. Það er ekki tilviljun né heldur heppni, sem veldur þessum áfanga, heldur linnulaust framlag margra kynslóða, sem hafa lagt grundvöllinn að sögulegum sigri og ótrúlegum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það var stór stund á sunnudaginn, þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tryggði okkur þátttöku í úrslitakeppni Evrópu, sem fram fer á næsta ári. En þetta hefur verið löng þrautarganga, löng saga, á bak við þennan árangur. Ég er nógu gamall til að muna eftir fyrstu landsleikjunum. Á Melavellinum fyrir rúmum sextíu árum, kannske tveir landsleikir á ári, með Albert og Ríkharð í fararbroddi. Og þúsundir manna á áhorfendapöllunum, standandi, því stúkan tók ekki nema hundrað manns í sæti. Og sjálfur var ég liðsmaður og seinna formaður og kynntist tugum manna, sem lögðu sig fram í þágu þessarar íþróttar. Ég man eldmóðinn og áhugann og kappleiki sem allir voru háðir á möl og ég man lika eftir því þegar fyrstu grasvellirnir komu til sögunnar og stundum komu líka dömur að horfa á leikina, því kvennaknattspyrna þekktist ekki og þá var bara einn bolti til hjá vallarverði og þegar öðru liðinu tókst að skora mark, kölluðu menn „blikkið, strákar, blikkið“ sem þýddi að sparka átti boltanum yfir blikk og bárujárnsgirðingarnar í kringum völlinn, til að tefja leik. Það tíðkaðist ekki að bæta við leiktímann, enda þótt boltinn væri kominn úr augsýn. Á mínum sokkabandsárum voru kannske spilaðir tveir, þrír landsleikir á ári og það var stór stund þegar Laugardalsvöllurinn var vígður 1957 og áhorfendur skiptu þúsundum, þegar landslið frá Bermuda og Færeyjum komu og léku og þótti stórir atburðir. Flestir, ef ekki allir sem lögðu stund á knattspyrnu gerðu það í hjáverkum og æfðu þegar þeir nenntu. Svo komu Akurnesingarnir og unnu allt. En það er önnur saga. Það voru engir peningar með í spilinu, hvað þá atvinnumennska eða sjónvarp en stundum beinar útsendingar í útvarpi þegar mikið lá við. Við vorum amatörar eins og þeir gerast bestir. Fótboltaskórnir voru með harða tá og skrúfaða takka. Það var bylting, þegar adidas skórnir komu á markaðinn. Keppniskyrturnar þurfti maður sjálfur að þvo (þeas mamma).Landsliðið fagnar miðanum á EM í leikslok á sunnudag.vísir/vilhelmEn þetta var heimur sem var skemmtilegur og lifandi og við hlustuðum stundum á laugardögum á BBC og veðjuðum á úrslit í Englandi. Þar skapaðist jarðvegurinn fyrir getraunum. Og auðvitað fjarlæga aðdáun á knattspyrnumönnum, sem maður hafði aldrei séð. Og svo hefur þetta allt þróast hægt og sígandi og við höfum eignast framúrskarandi leikmenn og maður hefur fylgst með því á undanförnum árum, hvernig þessi íþrótt hefur vaxið og í landsliðinu okkar eru flestir leikmannanna (ef ekki allir) spilandi fótbolta í útlöndum og hafa það að atvinnu. Þeir hafa verið aldir upp undir leiðsögn og forystu þúsunda manna og kvenna sem af áhuga og þrautseigju og metnaði, hafa lagt grunninn að útbreiddri þátttöku æskufólks í íþróttum. Og búið til þá sem hafa skarað fram úr. Þetta allt er löng saga og skemmtileg og þess vegna á hún rætur og samkennd og þjóðin sameinast um að gleðjast yfir þeim tímamótum, þegar íslenska landsliðið nær þeim áfanga að taka þátt í úrslitakeppni Evrópu. Raunar urðu stúlkurnar á undan okkur körlunum, sem enn og aftur segir okkur, að knattspyrna og sigrar á þeim vettvangi, er afrek hjá fámennri þjóð. En árangurinn á sunnudaginn er punkturinn yfir iið. Ávöxtur áratugauppbyggingu, eldmóðs, áhuga, sleitulausu starfi í marga áratugi. Við eigum glæsilega landsliðsmenn og fögnum þessum áfanga. En ekki gleyma að þetta hefur tekið svita og tár um langa hríð. Það er ekki tilviljun né heldur heppni, sem veldur þessum áfanga, heldur linnulaust framlag margra kynslóða, sem hafa lagt grundvöllinn að sögulegum sigri og ótrúlegum árangri.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun