Fagnar fertugsafmælinu með fjölskyldunni Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. september 2015 09:00 Barði hefur gaman af því að halda veislur þegar tími gefst til og segir þrítugsafmælið hafa verið eftirminnilegt. Mynd/LisaRoze Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson á afmæli í dag og heldur upp á fertugsafmælið í faðmi fjölskyldunnar. „Ég ætla að eyða deginum með fjölskyldunni. Mér finnst gaman að halda stórafmælispartí en það verður bara svolítið seinna,“ segir hann og bætir við að hann haldi yfirleitt upp á afmæli þegar tími gefst til enda yfirleitt nóg um að vera. „Ég hef stundum haldið afmælisboð fyrir vini kannski sex mánuðum seinna, bara þegar tími gefst til. Þá notar maður það sem afsökun til að hitta vini sína.“ Barði segir þrítugsafmælið hafa verið sérstaklega eftirminnilegt, en þá sló hann upp veislu ásamt góðum vinum. „Þá hélt ég partí. Það lukkaðist mjög vel en myndatökur voru bannaðar þannig ég ætla ekkert að ræða það sem fór fram þar,“ segir hann og hlær. Í afmælinu var opið svið og nýttu vinir og vandamenn Barða sér það en fjölmargir af hans nánustu vinum eru tónlistarmenn, enda hefur Barði verið viðloðandi tónlistargeirann í langan tíma, fyrst með hljómsveitinni Bang Gang sem stofnuð var árið 1996 og hefur gefið út fjórar breiðskífur, You árið 1998, Something Wrong árið 2003, Ghosts from the Past árið 2008 og The Wolves Are Whispering sem kom út fyrr á árinu. Auk þess hefur hann samið tónlist fyrir auglýsingar og bíómyndir. Hann er einnig meðlimur í hljómsveitinni Lady & Bird, ásamt Keren Ann, og Starwalker, sem er samstarfsverkefni Barða og Jean-Benoît Dunckel sem er einn þekktastur fyrir að vera annar helmingur frönsku hljómsveitarinnar Air. Barði segist ekki gera mikið af því að velta sér upp úr afmælum og þau valdi honum engu sérstöku hugarangri. „Ég spái voðalega lítið í því. Allavega verð ég ekkert leiður yfir því en maður fer kannski að hugsa hvað maður vill nýta tímann í,“ segir hann og bætir við að hann í það minnsta haft engar sérstakar áhyggjur af því að eldast útlitslega. „Ég held ég hafi verið spurður um skilríki í ríkinu þegar ég var þrjátíu og þriggja eða eitthvað svoleiðis þannig ég held ég sé alveg ágætur með það,“ segir hann og hlær. Afmælum fylgja gjarnan gjafir en Barði segir skemmtilegasta fylgifisk afmæla að hitta vini og fjölskyldu. Þó viðurkennir hann að það séu auðvitað alltaf einhverjar gjafir sem séu sérstaklega eftirminnilegar þegar hann er inntur eftir því. „Ég fékk tattú frá Fjölni félaga mínum en ég á reyndar enn eftir að láta setja það á mig,“ segir Barði sem segir ástæð þess að hann hafi ekki enn látið flúra sig þá að hann hafi ekki enn ákveðið hvernig tattúið eigi að vera. „Ég fékk það í þrítugsafmælisgjöf, ég ætla nú að rukka hann um það þegar ég er búinn að ákveða mig, það kemur einhvern tímann að því.“ Tónlist Tengdar fréttir Ný plata frá Bang Gang komin út Ný plata frá Bang Gang er komin út og ber hún nafnið The Wolves are Whispering. 24. júní 2015 13:00 Nýtt myndband Bang Gang frumsýnt á Vísi Hljómsveitin Bang Gang gefur út nýja plötu í byrjun sumars og í dag verður fyrsta myndbandið frumsýnt. 10. apríl 2015 08:30 Hlustaðu á nýja lagið frá Bang Gang: Plata á leiðinni Nýtt lag frá Bang Gang er komið út og ber það nafnið My Special One. Plata mun vera á leiðinni og kemur hún út 23. júní á geisladisk og vinyl. 10. júní 2015 13:55 Bang Gang vaknar úr dvalanum Barði Jóhannsson sendir frá sér fyrsta smáskífulagið af nýrri plötu eftir helgi. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson á afmæli í dag og heldur upp á fertugsafmælið í faðmi fjölskyldunnar. „Ég ætla að eyða deginum með fjölskyldunni. Mér finnst gaman að halda stórafmælispartí en það verður bara svolítið seinna,“ segir hann og bætir við að hann haldi yfirleitt upp á afmæli þegar tími gefst til enda yfirleitt nóg um að vera. „Ég hef stundum haldið afmælisboð fyrir vini kannski sex mánuðum seinna, bara þegar tími gefst til. Þá notar maður það sem afsökun til að hitta vini sína.“ Barði segir þrítugsafmælið hafa verið sérstaklega eftirminnilegt, en þá sló hann upp veislu ásamt góðum vinum. „Þá hélt ég partí. Það lukkaðist mjög vel en myndatökur voru bannaðar þannig ég ætla ekkert að ræða það sem fór fram þar,“ segir hann og hlær. Í afmælinu var opið svið og nýttu vinir og vandamenn Barða sér það en fjölmargir af hans nánustu vinum eru tónlistarmenn, enda hefur Barði verið viðloðandi tónlistargeirann í langan tíma, fyrst með hljómsveitinni Bang Gang sem stofnuð var árið 1996 og hefur gefið út fjórar breiðskífur, You árið 1998, Something Wrong árið 2003, Ghosts from the Past árið 2008 og The Wolves Are Whispering sem kom út fyrr á árinu. Auk þess hefur hann samið tónlist fyrir auglýsingar og bíómyndir. Hann er einnig meðlimur í hljómsveitinni Lady & Bird, ásamt Keren Ann, og Starwalker, sem er samstarfsverkefni Barða og Jean-Benoît Dunckel sem er einn þekktastur fyrir að vera annar helmingur frönsku hljómsveitarinnar Air. Barði segist ekki gera mikið af því að velta sér upp úr afmælum og þau valdi honum engu sérstöku hugarangri. „Ég spái voðalega lítið í því. Allavega verð ég ekkert leiður yfir því en maður fer kannski að hugsa hvað maður vill nýta tímann í,“ segir hann og bætir við að hann í það minnsta haft engar sérstakar áhyggjur af því að eldast útlitslega. „Ég held ég hafi verið spurður um skilríki í ríkinu þegar ég var þrjátíu og þriggja eða eitthvað svoleiðis þannig ég held ég sé alveg ágætur með það,“ segir hann og hlær. Afmælum fylgja gjarnan gjafir en Barði segir skemmtilegasta fylgifisk afmæla að hitta vini og fjölskyldu. Þó viðurkennir hann að það séu auðvitað alltaf einhverjar gjafir sem séu sérstaklega eftirminnilegar þegar hann er inntur eftir því. „Ég fékk tattú frá Fjölni félaga mínum en ég á reyndar enn eftir að láta setja það á mig,“ segir Barði sem segir ástæð þess að hann hafi ekki enn látið flúra sig þá að hann hafi ekki enn ákveðið hvernig tattúið eigi að vera. „Ég fékk það í þrítugsafmælisgjöf, ég ætla nú að rukka hann um það þegar ég er búinn að ákveða mig, það kemur einhvern tímann að því.“
Tónlist Tengdar fréttir Ný plata frá Bang Gang komin út Ný plata frá Bang Gang er komin út og ber hún nafnið The Wolves are Whispering. 24. júní 2015 13:00 Nýtt myndband Bang Gang frumsýnt á Vísi Hljómsveitin Bang Gang gefur út nýja plötu í byrjun sumars og í dag verður fyrsta myndbandið frumsýnt. 10. apríl 2015 08:30 Hlustaðu á nýja lagið frá Bang Gang: Plata á leiðinni Nýtt lag frá Bang Gang er komið út og ber það nafnið My Special One. Plata mun vera á leiðinni og kemur hún út 23. júní á geisladisk og vinyl. 10. júní 2015 13:55 Bang Gang vaknar úr dvalanum Barði Jóhannsson sendir frá sér fyrsta smáskífulagið af nýrri plötu eftir helgi. 30. janúar 2015 10:00 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Ný plata frá Bang Gang komin út Ný plata frá Bang Gang er komin út og ber hún nafnið The Wolves are Whispering. 24. júní 2015 13:00
Nýtt myndband Bang Gang frumsýnt á Vísi Hljómsveitin Bang Gang gefur út nýja plötu í byrjun sumars og í dag verður fyrsta myndbandið frumsýnt. 10. apríl 2015 08:30
Hlustaðu á nýja lagið frá Bang Gang: Plata á leiðinni Nýtt lag frá Bang Gang er komið út og ber það nafnið My Special One. Plata mun vera á leiðinni og kemur hún út 23. júní á geisladisk og vinyl. 10. júní 2015 13:55
Bang Gang vaknar úr dvalanum Barði Jóhannsson sendir frá sér fyrsta smáskífulagið af nýrri plötu eftir helgi. 30. janúar 2015 10:00