Þungar áhyggjur á Landspítalanum af yfirvofandi verkföllum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. september 2015 19:01 Mikill meirihluti sjúkraliða og SFR félaga samþykkti í dag að fara í verkfall. Á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum og segir forstjórinn ljóst að eitthvað sé að kerfi sem leiði til sífelldra verkfalla á heilbrigðisstofnunum.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Niðurstaðan mjög afgerandi Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa síðan í vor staðið í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Deilan er í algjörum hnút og lítið hefur þokast í samkomulagsátt. Í dag kynntu forsvarsmenn félaganna þriggja niðurstöðu úr kosningu sjúkraliða og SFR félaga um verkfallsboðun en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Ríflega 90 prósent sjúkraliða samþykktu að fara í verkfall og 85 prósent SFR félaga. Kosningaþáttaka var á bilinu 64-70 prósent. „Niðurstaðan er mjög afgerandi í þessum kosningum. Það er mikill mikill meirihluti félagsmanna okkar sem vilja fara í þessar aðgerðir og ná þeim ávinningi sem við höfum lagt upp með,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Það eru rúmlega níutíu, níutíu og eitt prósent, sem segja já við því að fara í verkfall. Meira getur maður ekki beðið um upp á að vera ljóst hvað fólk vill. Í raun og veru má segja að maður finni bara fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar maður horfir á þessar tölur og hvað í vændum er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnEnn eitt verkfallið sem skaðar Landspítalann Verkfallsaðgerðirnar hefjast 15. október ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Þær ná til ríflega 1.100 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og hátt í 3.700 félagsmanna SFR en undanþágulistar verða þó á nokkrum stofnunum. Um styttri verkföll er að ræða til að byrja með hjá sumum hópum en allsherjarverkfall hefst strax 15. október á fjórum stofnunum. „Það eru Landspítalinn, ríkisskattstjóri, það er tollstjóri og það eru sýslumannsembættin á landinu,“ segir Árni Stefán. Verði af verkfallsaðgerðunum er þetta enn eitt verkfallið sem hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans á tæpu ári. Ríflega 1.600 starfsmenn spítalans eru í stéttarfélögunum tveimur. „Ég verð að segja það að við höfum þungar áhyggjur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Nú bætast enn við ný verkföll og það er varla að þeim síðustu sé lokið með þeim uppsögnum sem í kjölfarið fylgdu. Þannig að ég hef áhyggjur af áhrifunum, á Landspítalann og okkar starfsfólk og þó fyrst og fremst á sjúklinga, af þessum sífelldu skærum sem hafa nú staðið í næstum því ár.“ Páll segir endurtekin verkföll starfsfólks á heilbrigðisstofnunum taka á. „Það er alveg ljóst að það er eitthvað að kerfi sem að leiðir til þessara verkfalla,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Ég er að tala um kerfið í heild og ég bendi nú á að ríkissáttasemjari hefur nú verið að tala fyrir öðruvísi samráði og öðruvísi kerfi í kringum kjaradeilur sem dregur úr líkunum að til verkfalls leiði.“ Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn fyrir viku og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Mikill meirihluti sjúkraliða og SFR félaga samþykkti í dag að fara í verkfall. Á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum og segir forstjórinn ljóst að eitthvað sé að kerfi sem leiði til sífelldra verkfalla á heilbrigðisstofnunum.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Niðurstaðan mjög afgerandi Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa síðan í vor staðið í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Deilan er í algjörum hnút og lítið hefur þokast í samkomulagsátt. Í dag kynntu forsvarsmenn félaganna þriggja niðurstöðu úr kosningu sjúkraliða og SFR félaga um verkfallsboðun en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Ríflega 90 prósent sjúkraliða samþykktu að fara í verkfall og 85 prósent SFR félaga. Kosningaþáttaka var á bilinu 64-70 prósent. „Niðurstaðan er mjög afgerandi í þessum kosningum. Það er mikill mikill meirihluti félagsmanna okkar sem vilja fara í þessar aðgerðir og ná þeim ávinningi sem við höfum lagt upp með,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Það eru rúmlega níutíu, níutíu og eitt prósent, sem segja já við því að fara í verkfall. Meira getur maður ekki beðið um upp á að vera ljóst hvað fólk vill. Í raun og veru má segja að maður finni bara fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar maður horfir á þessar tölur og hvað í vændum er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnEnn eitt verkfallið sem skaðar Landspítalann Verkfallsaðgerðirnar hefjast 15. október ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Þær ná til ríflega 1.100 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og hátt í 3.700 félagsmanna SFR en undanþágulistar verða þó á nokkrum stofnunum. Um styttri verkföll er að ræða til að byrja með hjá sumum hópum en allsherjarverkfall hefst strax 15. október á fjórum stofnunum. „Það eru Landspítalinn, ríkisskattstjóri, það er tollstjóri og það eru sýslumannsembættin á landinu,“ segir Árni Stefán. Verði af verkfallsaðgerðunum er þetta enn eitt verkfallið sem hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans á tæpu ári. Ríflega 1.600 starfsmenn spítalans eru í stéttarfélögunum tveimur. „Ég verð að segja það að við höfum þungar áhyggjur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Nú bætast enn við ný verkföll og það er varla að þeim síðustu sé lokið með þeim uppsögnum sem í kjölfarið fylgdu. Þannig að ég hef áhyggjur af áhrifunum, á Landspítalann og okkar starfsfólk og þó fyrst og fremst á sjúklinga, af þessum sífelldu skærum sem hafa nú staðið í næstum því ár.“ Páll segir endurtekin verkföll starfsfólks á heilbrigðisstofnunum taka á. „Það er alveg ljóst að það er eitthvað að kerfi sem að leiðir til þessara verkfalla,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Ég er að tala um kerfið í heild og ég bendi nú á að ríkissáttasemjari hefur nú verið að tala fyrir öðruvísi samráði og öðruvísi kerfi í kringum kjaradeilur sem dregur úr líkunum að til verkfalls leiði.“ Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn fyrir viku og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45