Afturelding vann öruggan 24-17 sigur á Víking í 7. umferð Olís-deildar karla í Víkinni í kvöld en gestirnir úr Mosfellsbænum leiddu leikinn allt frá fyrstu mínútu.
Nýliðar Víkings hafa verið sprækir í upphafi tímabilsins en eftir naumt tap gegn ÍR í síðustu umferð fengu leikmenn liðsins skell á heimavelli í kvöld.
Afturelding leiddi með fjórum mörkum í hálfleik í stöðunni 10-6 og bættu lærisveinar Einars Andra Einarssonar við forskotið í seinni hálfleik.
Leikmenn Aftureldingar ásamt ÍR-ingum, Valsmönnum og Haukum, deila efsta sætinu með átta stig eftir fimm umferðir.
Mosfellingar unnu öruggan sigur í Víkinni
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti


Fleiri fréttir
