Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 29-21 | Valsmenn rúlluðu yfir nýliðana Stefán Árni Pálsson skrifar 28. september 2015 15:10 Daníel Þór Ingason. Vísir/Vilhelm Valur vann auðveldan sigur á nýliðum Gróttu, 29-21, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 í upphafi leiksins en þá var þátttöku Gróttu í fyrri hálfleiknum lokið. Hlynur Morthens byrjaði að verja eins og skepna og Valsmenn keyrðu ítrekað í bakið á Gróttu og skoruðu með því auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Gróttumenn áttu einfaldlega ekki séns í hraðan leik Valsara og fljótlega var munurinn of mikill. Valsarar sýndu frábæran varnarleik, Hlynur kom þá með fyrir aftan og auðveld mörk litu dagsins ljós. Staðan í hálfleik var 19-10 fyrir Val. Þá hafði Hlynur Morthens varið tíu bolta. Grótta þurfti kraftaverk til að komast inn í leikinn í hálfleik. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti eftir leikhléið og var munurinn orðinn tíu mörk, 22-12, þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Það skemmst frá því að segja að Grótta komst aldrei í takt við þennan handboltaleik og unnu Valsarar að lokum gríðarlega öruggan sigur, 29-21. Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamestur í liði Vals með níu mörk. Grótta þarf heldur betur að endurskoða sinn leik eftir kvöldið í kvöld. Hlynur Morthens varði 18 skot og var með 53% markvörslu. Ómar Ingi: Erum stórhættulegir í þessum ham„Þetta var ekki jafn auðveldur sigur og tölurnar gefa til kynna,“ segir Ómari Ingi Magnússon, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þeirri forystu sem við vorum með í hálfleik. Við spiluðum bara vel í fyrri hálfleiknum,sem gaf okkur þetta forskot. Bubbi var að verja vel og við náðum að skora fullt af mörkum úr hröðum upphlaupum.“ Ómar segir að liðið hafi sýnt mjög skynsaman sóknarleik í kvöld. „Þegar vörnin okkar er svona þétt, þá fáum við fullt af hraðaupphlaupum og það er stórhættulegt.“ Finnur Ingi: Valsarar nokkrum númerum og stórir„Valsararnir voru bara númeri of stórir í kvöld,“ segir Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, og fyrrverandi leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld. „Eftir þolanlega byrjun hjá okkur fyrstu tíu mínúturnar, þá bara keyra þeir alveg yfir okkur. Við förum illa með okkar sóknir og Valur er bara með það sterkt lið að svoleiðis má bara alls ekki.“ Finnur segir að þrátt fyrir slæma stöðu hafi liðið ávallt haldið haus og klárað leikinn. „Í dag er bara svona mikill gæðamunur á þessum liðum, tölurnar ljúga aldrei. Við eigum eftir að bæta fullt að hlutum.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Valur vann auðveldan sigur á nýliðum Gróttu, 29-21, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 í upphafi leiksins en þá var þátttöku Gróttu í fyrri hálfleiknum lokið. Hlynur Morthens byrjaði að verja eins og skepna og Valsmenn keyrðu ítrekað í bakið á Gróttu og skoruðu með því auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Gróttumenn áttu einfaldlega ekki séns í hraðan leik Valsara og fljótlega var munurinn of mikill. Valsarar sýndu frábæran varnarleik, Hlynur kom þá með fyrir aftan og auðveld mörk litu dagsins ljós. Staðan í hálfleik var 19-10 fyrir Val. Þá hafði Hlynur Morthens varið tíu bolta. Grótta þurfti kraftaverk til að komast inn í leikinn í hálfleik. Valsmenn héldu áfram uppteknum hætti eftir leikhléið og var munurinn orðinn tíu mörk, 22-12, þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Það skemmst frá því að segja að Grótta komst aldrei í takt við þennan handboltaleik og unnu Valsarar að lokum gríðarlega öruggan sigur, 29-21. Ómar Ingi Magnússon var atkvæðamestur í liði Vals með níu mörk. Grótta þarf heldur betur að endurskoða sinn leik eftir kvöldið í kvöld. Hlynur Morthens varði 18 skot og var með 53% markvörslu. Ómar Ingi: Erum stórhættulegir í þessum ham„Þetta var ekki jafn auðveldur sigur og tölurnar gefa til kynna,“ segir Ómari Ingi Magnússon, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þeirri forystu sem við vorum með í hálfleik. Við spiluðum bara vel í fyrri hálfleiknum,sem gaf okkur þetta forskot. Bubbi var að verja vel og við náðum að skora fullt af mörkum úr hröðum upphlaupum.“ Ómar segir að liðið hafi sýnt mjög skynsaman sóknarleik í kvöld. „Þegar vörnin okkar er svona þétt, þá fáum við fullt af hraðaupphlaupum og það er stórhættulegt.“ Finnur Ingi: Valsarar nokkrum númerum og stórir„Valsararnir voru bara númeri of stórir í kvöld,“ segir Finnur Ingi Stefánsson, leikmaður Gróttu, og fyrrverandi leikmaður Vals eftir leikinn í kvöld. „Eftir þolanlega byrjun hjá okkur fyrstu tíu mínúturnar, þá bara keyra þeir alveg yfir okkur. Við förum illa með okkar sóknir og Valur er bara með það sterkt lið að svoleiðis má bara alls ekki.“ Finnur segir að þrátt fyrir slæma stöðu hafi liðið ávallt haldið haus og klárað leikinn. „Í dag er bara svona mikill gæðamunur á þessum liðum, tölurnar ljúga aldrei. Við eigum eftir að bæta fullt að hlutum.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira