Krakauer um Everest Balta: „Algjört bull“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2015 22:15 Baltasar Kormákur á frumsýningu myndarinnar í Hollywood fyrr í mánuðinum. vísir/getty Metsöluhöfundurinn Jon Krakauer, fer ófögrum orðum um nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest, í viðtali sem birtist við hann á vef Los Angeles Times í dag. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina en um liðna helgi var hún tekin til sýninga í tilteknum kvikmyndahúsum þar í landi. Krakauer var einn af þeim sem náðu toppi Everest þann 10. maí 1996 þegar átta manns týndu lífi á fjallinu en mynd Baltasars fjallar einmitt um þá atburði. „Myndin er algjört bull,“ segir Krakauer í viðtalinu við LA Times. Hann segir engan hafa haft samband við sig vegna myndarinnar, ekki einu sinni leikarinn Michael Kelly sem leikur Krakauer í Everest. Á meðal þeirra sem létust á fjallinu var Rob Hall, leiðsögumaður, en Krakauer var í hópnum hans og hugðist skrifa grein í tímaritið Outside um ferðina. Hann gaf síðar út metsölubókina Into Thin Air sem fjallar um leiðangurinn og hefur selst í milljónum eintaka um allan heim.Jon Krakauer.vísir/gettySegir engan hafa komið í tjaldið og beðið hann um aðstoð Metsöluhöfundurinn segir Baltasar hafa gert lítið úr honum í myndinni og er sérstaklega ósáttur við eitt atriði hennar. Í atriðinu fer rússneski leiðsögumaðurinn Anatoli Boukreev inn í tjald til Krakauer og biður hann um að hjálpa sér. Krakauer segist ekki geta það þar sem hann sé blindaður af snjó. „Ég átti aldrei þetta samtal við Anatoli. Hann fór inn í nokkur tjöld en sjerparnir fóru ekki einu sinni út. Ég er ekki að segja að ég hefði getað hjálpað eða að ég hefði gert það. Staðreyndin er sú að enginn kom og bað mig um aðstoð,“ segir Krakauer.Vildu sýna hversu bjargarlaust fólkið var á fjallinu Í yfirlýsingu sem LA Times barst frá Baltasar vegna orða Krakauer um atriðið í tjaldinu segir að ætlunin hafi verið að sýna hversu hjálparvana ferðalangarnir voru og hvers vegna ekki var hægt að fara út og bjarga þeim sem urðu eftir. „Þau voru ekki illgjörn heldur bjargarlaus,“ er haft eftir Baltasar. Þá segir hann jafnframt að hann hafi haft aðgang að fjölmörgum bókum um atburðina á fjallinu 1996. Þá hafði hann einnig aðgang að öllum talstöðvasamskiptum sem fóru í gegnum tjald fyrirtækisins Adventure Consultants í grunnbúðum Everest en Krakauer var einmitt viðskiptavinur þeirra. Baltasar segir jafnframt að hann og aðrir sem komu að gerð myndarinnar hafi notið ráðgjafar fjögurra einstaklinga sem voru á fjallinu og aðstoðuðu við björgunaraðgerðir. „Handritshöfundarnir og ég reyndum að horfa á hlutina á sanngjarnan hátt án þess að taka stöðu með einum né neinum.“ Viðtalið við Krakauer má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Everest á toppinn í tólf löndum Hefur þénað rúma 3 milljarða króna í miðasölu það sem af er. 19. september 2015 17:04 Ráðherrar lofa Everest Nokkrir af ráðherrum þjóðarinnar voru staddir á frumsýningu Everest, stórmyndar Baltasar Kormáks. Lífið leitaði til ráðherranna og spurði þá hvað þeim fannst um myndina, sem hefur fengið jákvæð viðbrögð víða um heim. 19. september 2015 09:00 Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi. Hún segir frá upplifun sinni af myndinni Evrest, eftir Baltasar Kormák. 19. september 2015 09:00 Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á Íslandi: Universal trónir á toppnum Í kvöld nær Universal að tryggja sér tekjuhæsta ár allra tíma fyrir kvikmyndaver á Íslandi og taka þar með metið af Warner Bros, sem náði titlinum 2010. 25. september 2015 15:30 „Myndin ekki tekin upp á Everest af sömu ástæðu og Gravity var ekki tekin upp í geimnum“ Ísland í dag kíkti á Baltasar Kormák á frumsýningu Everest hér á landi. Myndaveisla af gestum sýningarinnar fylgir fréttinni. 17. september 2015 22:31 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Metsöluhöfundurinn Jon Krakauer, fer ófögrum orðum um nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest, í viðtali sem birtist við hann á vef Los Angeles Times í dag. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina en um liðna helgi var hún tekin til sýninga í tilteknum kvikmyndahúsum þar í landi. Krakauer var einn af þeim sem náðu toppi Everest þann 10. maí 1996 þegar átta manns týndu lífi á fjallinu en mynd Baltasars fjallar einmitt um þá atburði. „Myndin er algjört bull,“ segir Krakauer í viðtalinu við LA Times. Hann segir engan hafa haft samband við sig vegna myndarinnar, ekki einu sinni leikarinn Michael Kelly sem leikur Krakauer í Everest. Á meðal þeirra sem létust á fjallinu var Rob Hall, leiðsögumaður, en Krakauer var í hópnum hans og hugðist skrifa grein í tímaritið Outside um ferðina. Hann gaf síðar út metsölubókina Into Thin Air sem fjallar um leiðangurinn og hefur selst í milljónum eintaka um allan heim.Jon Krakauer.vísir/gettySegir engan hafa komið í tjaldið og beðið hann um aðstoð Metsöluhöfundurinn segir Baltasar hafa gert lítið úr honum í myndinni og er sérstaklega ósáttur við eitt atriði hennar. Í atriðinu fer rússneski leiðsögumaðurinn Anatoli Boukreev inn í tjald til Krakauer og biður hann um að hjálpa sér. Krakauer segist ekki geta það þar sem hann sé blindaður af snjó. „Ég átti aldrei þetta samtal við Anatoli. Hann fór inn í nokkur tjöld en sjerparnir fóru ekki einu sinni út. Ég er ekki að segja að ég hefði getað hjálpað eða að ég hefði gert það. Staðreyndin er sú að enginn kom og bað mig um aðstoð,“ segir Krakauer.Vildu sýna hversu bjargarlaust fólkið var á fjallinu Í yfirlýsingu sem LA Times barst frá Baltasar vegna orða Krakauer um atriðið í tjaldinu segir að ætlunin hafi verið að sýna hversu hjálparvana ferðalangarnir voru og hvers vegna ekki var hægt að fara út og bjarga þeim sem urðu eftir. „Þau voru ekki illgjörn heldur bjargarlaus,“ er haft eftir Baltasar. Þá segir hann jafnframt að hann hafi haft aðgang að fjölmörgum bókum um atburðina á fjallinu 1996. Þá hafði hann einnig aðgang að öllum talstöðvasamskiptum sem fóru í gegnum tjald fyrirtækisins Adventure Consultants í grunnbúðum Everest en Krakauer var einmitt viðskiptavinur þeirra. Baltasar segir jafnframt að hann og aðrir sem komu að gerð myndarinnar hafi notið ráðgjafar fjögurra einstaklinga sem voru á fjallinu og aðstoðuðu við björgunaraðgerðir. „Handritshöfundarnir og ég reyndum að horfa á hlutina á sanngjarnan hátt án þess að taka stöðu með einum né neinum.“ Viðtalið við Krakauer má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Everest á toppinn í tólf löndum Hefur þénað rúma 3 milljarða króna í miðasölu það sem af er. 19. september 2015 17:04 Ráðherrar lofa Everest Nokkrir af ráðherrum þjóðarinnar voru staddir á frumsýningu Everest, stórmyndar Baltasar Kormáks. Lífið leitaði til ráðherranna og spurði þá hvað þeim fannst um myndina, sem hefur fengið jákvæð viðbrögð víða um heim. 19. september 2015 09:00 Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi. Hún segir frá upplifun sinni af myndinni Evrest, eftir Baltasar Kormák. 19. september 2015 09:00 Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á Íslandi: Universal trónir á toppnum Í kvöld nær Universal að tryggja sér tekjuhæsta ár allra tíma fyrir kvikmyndaver á Íslandi og taka þar með metið af Warner Bros, sem náði titlinum 2010. 25. september 2015 15:30 „Myndin ekki tekin upp á Everest af sömu ástæðu og Gravity var ekki tekin upp í geimnum“ Ísland í dag kíkti á Baltasar Kormák á frumsýningu Everest hér á landi. Myndaveisla af gestum sýningarinnar fylgir fréttinni. 17. september 2015 22:31 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Sjá meira
Everest á toppinn í tólf löndum Hefur þénað rúma 3 milljarða króna í miðasölu það sem af er. 19. september 2015 17:04
Ráðherrar lofa Everest Nokkrir af ráðherrum þjóðarinnar voru staddir á frumsýningu Everest, stórmyndar Baltasar Kormáks. Lífið leitaði til ráðherranna og spurði þá hvað þeim fannst um myndina, sem hefur fengið jákvæð viðbrögð víða um heim. 19. september 2015 09:00
Vilborg um Everest: Fangaði raunveruleikann Vilborg Arna Gissurardóttir, reyndi við toppinn á Everest í fyrra og aðstoðaði við hjálparstörf eftir að mannskæðasta snjóflóð í sögu Evrest skall á 500 metrum fyrir ofan Grunnbúðirnar, þar sem hún dvaldi. Hún segir frá upplifun sinni af myndinni Evrest, eftir Baltasar Kormák. 19. september 2015 09:00
Tæplega 25.000 manns hafa séð Everest á Íslandi: Universal trónir á toppnum Í kvöld nær Universal að tryggja sér tekjuhæsta ár allra tíma fyrir kvikmyndaver á Íslandi og taka þar með metið af Warner Bros, sem náði titlinum 2010. 25. september 2015 15:30
„Myndin ekki tekin upp á Everest af sömu ástæðu og Gravity var ekki tekin upp í geimnum“ Ísland í dag kíkti á Baltasar Kormák á frumsýningu Everest hér á landi. Myndaveisla af gestum sýningarinnar fylgir fréttinni. 17. september 2015 22:31