Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - ÍBV 23-34 | ÍBV númeri of stórt fyrir nýliðana Kristinn Páll Teitsson í Hertz-höllinni skrifar 25. september 2015 20:30 Vísir/vilhelm ÍBV reyndist númeri of stórt fyrir nýliða Gróttu í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í kvöld en leiknum lauk með 11 marka sigri Eyjamanna.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. ÍBV náði þegar mest var fjórtán marka forskoti í leiknum og var sigurinn ekki í hættu allt frá tíundu mínútu. Það var vitað að verkefnið yrði erfitt fyrir nýliða Gróttu í dag er þeir tóku á móti ríkjandi bikarmeisturunum en ÍBV var spáð efsta sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða á meðan Gróttu var spáð fallsæti. Þrátt fyrir það var baráttuhugur í leikmönnum Gróttu fyrstu tíu mínútur leiksins og komust þeir 4-3 yfir þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Strax í næstu sókn fékk Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Gróttu, tveggja mínútna brottvísun en það virtist vekja leikmenn ÍBV til lífsins. Betra flæði kom í sóknarleik liðsins á sama tíma og vörn liðsins skellti í lás og fór liðið að fá auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Leikmenn Gróttu voru að tapa boltanum trekk í trekk í sóknarleiknum og tókst ÍBV að ná góðu forskoti strax um miðbik fyrri hálfleiks. Fengu Eyjamenn fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik á sama tíma og Grótta fékk aðeins eitt og tóku gestirnir fyrir vikið níu marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 8-17. Eyjamenn gerðu endanlega út um leikinn strax á fyrstu átta mínútum leiksins með sterkum varnarleik sem skapaði hraðaupphlaupstækifæri. Var munurinn kominn í fjórtán mörk á áttundu mínútu seinni hálfleiks og leiknum lokið, aðeins spurning hver munurinn yrði að leik loknum. Leikmönnum Gróttu tókst aðeins að saxa á forskotið þegar ÍBV fór að dreifa álaginu á leikmannahópinn en þeir voru aldrei nálægt því að jafna metin og lauk leiknum með 34-23 sigri ÍBV. Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ætti ekki að lenda í neinum vandræðum við að finna út hvað fór úrskeiðis í kvöld. Tapaðir boltar, trekk í trekk, kostuðu liðið í leiknum og auðvelduðu líf Eyjamanna í leiknum. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, getur verið ánægður með leik sinna manna, en þeir nýttu sér mistök leikmanna Gróttu í leiknum og einfaldlega keyrðu yfir heimamenn með góðum rispum í fyrri og seinni hálfleik. Fyrir vikið gat Arnar leyft sér að hvíla leikmenn í seinni hálfleik enda var forskotið aldrei í hættu.Ekkert gekk hjá leikmönnum Gróttu í kvöld.Vísir/VilhlemGunnar: Leyfðum ÍBV að valta yfir okkur í dag „Þetta var hörmungarframmistaða hjá mínu liði eftir ágætis byrjun,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ómyrkur í máli, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag. „Við litum ágætlega út fyrstu tíu mínúturnar en eftir það hrynur leikur okkar og þeir keyra yfir okkur. Við leyfðum þeim einfaldlega að valta yfir okkur.“ Eftir tíu mínútur var staðan jöfn en eftir það settu leikmenn ÍBV í fluggír. „Við fórum að taka ákvarðanir í sóknarleiknum of snemma, við vorum að gera það vel fram að því en eftir það förum við í ákvörðunartöku sem voru bara eins og sjálfsmorðshugleiðingar. Þetta var nákvæmlega það sem ÍBV vildu og þeir komust inn í marga bolta og refsuðu okkur.“ Gunnar segist hafa skrifað hjá sér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Ég skrifaði hjá mér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik, ég man í raun ekki eftir að hafa séð þessar tölur í fyrri hálfleik. Við hættum að hlaupa til baka og gáfumst einfaldlega upp, við getum ekki boðið upp á þetta fyrir framan áhorfendurnar okkar hérna á heimavelli.“ ÍBV leiddi með níu mörkum í hálfleik og fór munurinn mest upp í fjórtán mörk í upphafi seinni hálfleiks. „Við reyndum að brjóta þetta eitthvað upp en þeir bættu bara við og leikurinn kláraðist bara mjög snemma í seinni hálfleik.“ „Þetta var hörmungarframmistaða hjá mínu liði eftir ágætis byrjun,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ómyrkur í máli, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag. „Við litum ágætlega út fyrstu tíu mínúturnar en eftir það hrynur leikur okkar og þeir keyra yfir okkur. Við leyfðum þeim einfaldlega að valta yfir okkur.“ Eftir tíu mínútur var staðan jöfn en eftir það settu leikmenn ÍBV í fluggír. „Við fórum að taka ákvarðanir í sóknarleiknum of snemma, við vorum að gera það vel fram að því en eftir það förum við í ákvörðunartöku sem voru bara eins og sjálfsmorðshugleiðingar. Þetta var nákvæmlega það sem ÍBV vildu og þeir komust inn í marga bolta og refsuðu okkur.“ Gunnar segist hafa skrifað hjá sér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Ég skrifaði hjá mér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik, ég man í raun ekki eftir að hafa séð þessar tölur í fyrri hálfleik. Við hættum að hlaupa til baka og gáfumst einfaldlega upp, við getum ekki boðið upp á þetta fyrir framan áhorfendurnar okkar hérna á heimavelli.“ ÍBV leiddi með níu mörkum í hálfleik og fór munurinn mest upp í fjórtán mörk í upphafi seinni hálfleiks. „Við reyndum að brjóta þetta eitthvað upp en þeir bættu bara við og leikurinn kláraðist bara mjög snemma í seinni hálfleik.“Magnús var öflugur í varnarleik ÍBV í kvöld.Vísir/VilhelmMagnús: Mjög sannfærandi í dag „Þetta var mjög sannfærandi, það er búið að vera stígandi í liðinu eftir misheppnaða byrjun,“ sagði Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV, sáttur eftir leikinn. „Þetta var framhald á fyrri hálfleiknum úr leiknum gegn Haukum og við náðum að koma því inn í leikinn í dag.“ Magnús sagði að það hefði enginn í liði ÍBV vanmetið Gróttu fyrir leik dagsins. „Við undirbjuggum okkur vel því við vissum að þeir myndu byrja þetta af krafti. Þeir eru með flott lið, ungir og sprækir strákar með reynsluboltum inn á milli.“ ÍBV gerði út um leikinn með því að ná níu marka forskoti í fyrri hálfleik en forskotið fór upp í 14 mörk í seinni hálfleik. „Við vorum þéttir allan leikinn og héldum okkar taktík sem þjálfararnir lögðu upp með. Við spilum þannig vörn að önnur lið fara að hiksta í sóknarleiknum gegn okkur.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
ÍBV reyndist númeri of stórt fyrir nýliða Gróttu í lokaleik 4. umferðar Olís-deildar karla í kvöld en leiknum lauk með 11 marka sigri Eyjamanna.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. ÍBV náði þegar mest var fjórtán marka forskoti í leiknum og var sigurinn ekki í hættu allt frá tíundu mínútu. Það var vitað að verkefnið yrði erfitt fyrir nýliða Gróttu í dag er þeir tóku á móti ríkjandi bikarmeisturunum en ÍBV var spáð efsta sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða á meðan Gróttu var spáð fallsæti. Þrátt fyrir það var baráttuhugur í leikmönnum Gróttu fyrstu tíu mínútur leiksins og komust þeir 4-3 yfir þegar tólf mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik. Strax í næstu sókn fékk Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Gróttu, tveggja mínútna brottvísun en það virtist vekja leikmenn ÍBV til lífsins. Betra flæði kom í sóknarleik liðsins á sama tíma og vörn liðsins skellti í lás og fór liðið að fá auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Leikmenn Gróttu voru að tapa boltanum trekk í trekk í sóknarleiknum og tókst ÍBV að ná góðu forskoti strax um miðbik fyrri hálfleiks. Fengu Eyjamenn fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik á sama tíma og Grótta fékk aðeins eitt og tóku gestirnir fyrir vikið níu marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 8-17. Eyjamenn gerðu endanlega út um leikinn strax á fyrstu átta mínútum leiksins með sterkum varnarleik sem skapaði hraðaupphlaupstækifæri. Var munurinn kominn í fjórtán mörk á áttundu mínútu seinni hálfleiks og leiknum lokið, aðeins spurning hver munurinn yrði að leik loknum. Leikmönnum Gróttu tókst aðeins að saxa á forskotið þegar ÍBV fór að dreifa álaginu á leikmannahópinn en þeir voru aldrei nálægt því að jafna metin og lauk leiknum með 34-23 sigri ÍBV. Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ætti ekki að lenda í neinum vandræðum við að finna út hvað fór úrskeiðis í kvöld. Tapaðir boltar, trekk í trekk, kostuðu liðið í leiknum og auðvelduðu líf Eyjamanna í leiknum. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, getur verið ánægður með leik sinna manna, en þeir nýttu sér mistök leikmanna Gróttu í leiknum og einfaldlega keyrðu yfir heimamenn með góðum rispum í fyrri og seinni hálfleik. Fyrir vikið gat Arnar leyft sér að hvíla leikmenn í seinni hálfleik enda var forskotið aldrei í hættu.Ekkert gekk hjá leikmönnum Gróttu í kvöld.Vísir/VilhlemGunnar: Leyfðum ÍBV að valta yfir okkur í dag „Þetta var hörmungarframmistaða hjá mínu liði eftir ágætis byrjun,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ómyrkur í máli, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag. „Við litum ágætlega út fyrstu tíu mínúturnar en eftir það hrynur leikur okkar og þeir keyra yfir okkur. Við leyfðum þeim einfaldlega að valta yfir okkur.“ Eftir tíu mínútur var staðan jöfn en eftir það settu leikmenn ÍBV í fluggír. „Við fórum að taka ákvarðanir í sóknarleiknum of snemma, við vorum að gera það vel fram að því en eftir það förum við í ákvörðunartöku sem voru bara eins og sjálfsmorðshugleiðingar. Þetta var nákvæmlega það sem ÍBV vildu og þeir komust inn í marga bolta og refsuðu okkur.“ Gunnar segist hafa skrifað hjá sér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Ég skrifaði hjá mér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik, ég man í raun ekki eftir að hafa séð þessar tölur í fyrri hálfleik. Við hættum að hlaupa til baka og gáfumst einfaldlega upp, við getum ekki boðið upp á þetta fyrir framan áhorfendurnar okkar hérna á heimavelli.“ ÍBV leiddi með níu mörkum í hálfleik og fór munurinn mest upp í fjórtán mörk í upphafi seinni hálfleiks. „Við reyndum að brjóta þetta eitthvað upp en þeir bættu bara við og leikurinn kláraðist bara mjög snemma í seinni hálfleik.“ „Þetta var hörmungarframmistaða hjá mínu liði eftir ágætis byrjun,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, ómyrkur í máli, aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag. „Við litum ágætlega út fyrstu tíu mínúturnar en eftir það hrynur leikur okkar og þeir keyra yfir okkur. Við leyfðum þeim einfaldlega að valta yfir okkur.“ Eftir tíu mínútur var staðan jöfn en eftir það settu leikmenn ÍBV í fluggír. „Við fórum að taka ákvarðanir í sóknarleiknum of snemma, við vorum að gera það vel fram að því en eftir það förum við í ákvörðunartöku sem voru bara eins og sjálfsmorðshugleiðingar. Þetta var nákvæmlega það sem ÍBV vildu og þeir komust inn í marga bolta og refsuðu okkur.“ Gunnar segist hafa skrifað hjá sér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik. „Ég skrifaði hjá mér átján tapaða bolta í fyrri hálfleik, ég man í raun ekki eftir að hafa séð þessar tölur í fyrri hálfleik. Við hættum að hlaupa til baka og gáfumst einfaldlega upp, við getum ekki boðið upp á þetta fyrir framan áhorfendurnar okkar hérna á heimavelli.“ ÍBV leiddi með níu mörkum í hálfleik og fór munurinn mest upp í fjórtán mörk í upphafi seinni hálfleiks. „Við reyndum að brjóta þetta eitthvað upp en þeir bættu bara við og leikurinn kláraðist bara mjög snemma í seinni hálfleik.“Magnús var öflugur í varnarleik ÍBV í kvöld.Vísir/VilhelmMagnús: Mjög sannfærandi í dag „Þetta var mjög sannfærandi, það er búið að vera stígandi í liðinu eftir misheppnaða byrjun,“ sagði Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV, sáttur eftir leikinn. „Þetta var framhald á fyrri hálfleiknum úr leiknum gegn Haukum og við náðum að koma því inn í leikinn í dag.“ Magnús sagði að það hefði enginn í liði ÍBV vanmetið Gróttu fyrir leik dagsins. „Við undirbjuggum okkur vel því við vissum að þeir myndu byrja þetta af krafti. Þeir eru með flott lið, ungir og sprækir strákar með reynsluboltum inn á milli.“ ÍBV gerði út um leikinn með því að ná níu marka forskoti í fyrri hálfleik en forskotið fór upp í 14 mörk í seinni hálfleik. „Við vorum þéttir allan leikinn og héldum okkar taktík sem þjálfararnir lögðu upp með. Við spilum þannig vörn að önnur lið fara að hiksta í sóknarleiknum gegn okkur.“vísir/vilhelmvísir/vilhelm
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira