Samkynhneigður Rússi fer huldu höfði í Reykjavík Una Sighvatsdóttir skrifar 24. september 2015 18:30 Eduard Sakash flýði Rússland árið 2013 og vonast nú eftir að fá hæli á Íslandi. Eduard Sakash er frá Síberíu en starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu, auk þess að vera virkur í baráttu bæði stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín, og samkynhneigðra í Rússlandi. Hann varð ítrekað fyrir líkamsárásum og ákvað að flýja land eftir þá síðustu, í október 2013, þar sem árásarmennirnir brutu meðal annars á honum handlegginn. „Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu. Auðvitað gat ég ekki búið þarna lengur, því þetta var ekki í fyrsta skipti. Þetta var fimmta tilraunin þeirra. Raunverulega alvarleg tilraun til að drepa mig. Ég gat ekki verið um kyrrt,“ segir Sakash.Samkynhneigð ólögleg í Rússlandi Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið af alþjóðasamfélaginu fyrir að brjóta gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld tóku heilshugar undir þá gagnrýni og minntu á mikilvægi þess að virða mannréttindi hinsegin fólks í Rússlandi. Sakash segist hafa lagt fram kæru til lögreglu en það hafi verið til lítils. Snúi hann aftur til Rússlands óttast hann hið versta. „Fyrst munu þeir handtaka mig fyrir andstöðu gegn stjórn Pútíns og þá varpa þeir mér í fangelsi. Ég veit að margir samkynhneigðir Rússar eru drepnir af lögreglu og í fangelsum. Svo það gefur auga leið að ég get ekki búið þar. Ég á ekki endurkvæmt.“Tjaldið þar sem Eduard Sakash bjó um sig í Frakklandi, þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi né aðra aðstoð.Mátti ekki vinna í Frakklandi Leið Sakash lá fyrst til Frakklands, þar sem hann fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar. Hann bjó því í tjaldi sem hann bjó sér til úr sorpi. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til Íslands í von um mannsæmandi líf. Lögmaður Sakash, Leifur Runólfsson, segir hann hafa sótt um hæli fyrir ári síðan á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað vegna ofsókna. „Hann er samkynhneigður, og við vitum öll hvernig er farið með samkynhneigða menn í Rússlandi,“ segir Leifur. Vegna þess að Sakash sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Stefna er í undirbúningi og lögmaður hans hefur sótt um frestun réttaráhrifa, til að Sakash megi dvelja á landinu á meðan málið fer fyrir dóm. En kærunefndin krefst þess að Eduard sé á staðnum þegar niðurstaðan er tilkynnt, sem hann vill ekki af ótta við að vera tekin höndum og sendur úr landi. Þess má geta að birtingarstaðurinn er í húsnæði ríkislögreglustjóra.Eduard Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en var einnig virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra, og pólitískri stjórnarandstöðu gegn Vladimír Pútín.Óttast um líf sitt Málið er því í pattstöðu núna og Eduard fer huldu höfði í Reykjavík. Sjálfur segir hann líf sitt að veði og segist ekki skilja að Dyflinarreglugerðin sé metin mikilsverðari en mannslíf. Hann segist óska sér þess að geta unnið fyrir sér eins og hann gerði í heimalandi sínu. „Það eina sem ég er að reyna að gera er að bjarga lífi mínu. Þess vegna er ég í felum frá lögreglu, frá yfirvöldum. Ég er virkilega hræddur og óttast um líf mitt.“ Flóttamenn Hinsegin Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Eduard Sakash er frá Síberíu en starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu, auk þess að vera virkur í baráttu bæði stjórnarandstæðinga gegn Vladimír Pútín, og samkynhneigðra í Rússlandi. Hann varð ítrekað fyrir líkamsárásum og ákvað að flýja land eftir þá síðustu, í október 2013, þar sem árásarmennirnir brutu meðal annars á honum handlegginn. „Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu. Auðvitað gat ég ekki búið þarna lengur, því þetta var ekki í fyrsta skipti. Þetta var fimmta tilraunin þeirra. Raunverulega alvarleg tilraun til að drepa mig. Ég gat ekki verið um kyrrt,“ segir Sakash.Samkynhneigð ólögleg í Rússlandi Fyrr sama ár samþykkti rússneska þingið samþykkt frumvarp sem gera alla umfjöllun eða opna umræðu um samkynhneigð ólöglega í Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega í kjölfarið af alþjóðasamfélaginu fyrir að brjóta gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, og Mannréttindasáttmála Evrópu. Íslensk stjórnvöld tóku heilshugar undir þá gagnrýni og minntu á mikilvægi þess að virða mannréttindi hinsegin fólks í Rússlandi. Sakash segist hafa lagt fram kæru til lögreglu en það hafi verið til lítils. Snúi hann aftur til Rússlands óttast hann hið versta. „Fyrst munu þeir handtaka mig fyrir andstöðu gegn stjórn Pútíns og þá varpa þeir mér í fangelsi. Ég veit að margir samkynhneigðir Rússar eru drepnir af lögreglu og í fangelsum. Svo það gefur auga leið að ég get ekki búið þar. Ég á ekki endurkvæmt.“Tjaldið þar sem Eduard Sakash bjó um sig í Frakklandi, þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi né aðra aðstoð.Mátti ekki vinna í Frakklandi Leið Sakash lá fyrst til Frakklands, þar sem hann fékk að vera en án atvinnuleyfis eða nokkurrar aðstoðar. Hann bjó því í tjaldi sem hann bjó sér til úr sorpi. Eftir nokkurra mánaða dvöl þar ákvað hann að fara til Íslands í von um mannsæmandi líf. Lögmaður Sakash, Leifur Runólfsson, segir hann hafa sótt um hæli fyrir ári síðan á grundvelli þess að lífi hans sé ógnað vegna ofsókna. „Hann er samkynhneigður, og við vitum öll hvernig er farið með samkynhneigða menn í Rússlandi,“ segir Leifur. Vegna þess að Sakash sótti fyrst um hæli í Frakklandi var umsókn hans hér á landi hafnað, bæði af Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, með vísan til Dyflinarreglugerðarinnar. Stefna er í undirbúningi og lögmaður hans hefur sótt um frestun réttaráhrifa, til að Sakash megi dvelja á landinu á meðan málið fer fyrir dóm. En kærunefndin krefst þess að Eduard sé á staðnum þegar niðurstaðan er tilkynnt, sem hann vill ekki af ótta við að vera tekin höndum og sendur úr landi. Þess má geta að birtingarstaðurinn er í húsnæði ríkislögreglustjóra.Eduard Sakash starfaði sem viðskiptalögfræðingur í Moskvu en var einnig virkur í réttindabaráttu samkynhneigðra, og pólitískri stjórnarandstöðu gegn Vladimír Pútín.Óttast um líf sitt Málið er því í pattstöðu núna og Eduard fer huldu höfði í Reykjavík. Sjálfur segir hann líf sitt að veði og segist ekki skilja að Dyflinarreglugerðin sé metin mikilsverðari en mannslíf. Hann segist óska sér þess að geta unnið fyrir sér eins og hann gerði í heimalandi sínu. „Það eina sem ég er að reyna að gera er að bjarga lífi mínu. Þess vegna er ég í felum frá lögreglu, frá yfirvöldum. Ég er virkilega hræddur og óttast um líf mitt.“
Flóttamenn Hinsegin Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira