Hópmálsóknir í Bandaríkjunum gegn Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2015 14:06 Volkswagen bílar fyrir utan verksmiðju Volkswagen í Chattanooga í Bandaríkjunum. Eigendur þeirra Volkswagen og Audi dísilbíla í Bandaríkjunum sem eru með svindlhugbúnaði undirbúa nú hópmálsókn gegn Volkswagen og nú þegar hafa verið lagðar fram þrjár ákærur af þekktri lögmannsstofu og sú fjórða er á leiðinni. Eigendur þessara bíla þykjast sviknir og óttast að bílar þeirra hafi fallið hressilega í verði. Einnig segjast þeir sviknir af Volkswagen þar sem þeir keyptu þessa bíla í þeim ágæta ásetningi að eignast lítið mengandi, sparsama en samt öfluga bíla eins og auglýst var af Volkswagen. Því er Volkswagen nú ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. Kaupendur þessara bíla segja að þeir hafi eytt mörgum þúsundum dollar meira fyrir þessa bíla en sambærilega bensínbíla í því augnamiði að aka um á umhverfisvænum bílum sem bæði eyða og menga lítið. Annað hafi komið í ljós. Einn lögmaður þeirra lögmannsstofu sem leggur fram ákærurnar á hendur Volkswagen sagði: “Volkswagen svindlaði og fullyrðing Volkswagen að TDI-dísilvélalína þeirra væri aflmikil og í leiðinni einstaklega umhverfisvæn. Það var eiginlega of gott til að vera satt og það kom svo í ljós.” Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Eigendur þeirra Volkswagen og Audi dísilbíla í Bandaríkjunum sem eru með svindlhugbúnaði undirbúa nú hópmálsókn gegn Volkswagen og nú þegar hafa verið lagðar fram þrjár ákærur af þekktri lögmannsstofu og sú fjórða er á leiðinni. Eigendur þessara bíla þykjast sviknir og óttast að bílar þeirra hafi fallið hressilega í verði. Einnig segjast þeir sviknir af Volkswagen þar sem þeir keyptu þessa bíla í þeim ágæta ásetningi að eignast lítið mengandi, sparsama en samt öfluga bíla eins og auglýst var af Volkswagen. Því er Volkswagen nú ákært fyrir að leyna upplýsingum, beita blekkingum í auglýsingum og brjóta bæði fylkis- og landslög. Kaupendur þessara bíla segja að þeir hafi eytt mörgum þúsundum dollar meira fyrir þessa bíla en sambærilega bensínbíla í því augnamiði að aka um á umhverfisvænum bílum sem bæði eyða og menga lítið. Annað hafi komið í ljós. Einn lögmaður þeirra lögmannsstofu sem leggur fram ákærurnar á hendur Volkswagen sagði: “Volkswagen svindlaði og fullyrðing Volkswagen að TDI-dísilvélalína þeirra væri aflmikil og í leiðinni einstaklega umhverfisvæn. Það var eiginlega of gott til að vera satt og það kom svo í ljós.”
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent