Kristinn: Framtíð Bjarna er hjá KR Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. september 2015 18:15 Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR. Vísir/Stefán „Ég hef ekki upplifað það þannig þótt að spilamennskan undanfarnar vikur hafi ekki verið nægilega góð,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, aðspurður hvort það væri allt í upplausn í herbúðum KR. „Það er eðlilegt að menn fari að velta steinum en við vinnum eftir okkar bestu getu, bæði þeir sem starfa í kringum klúbbinn, þjálfarar og leikmenn og við ætlum okkur að tryggja okkur Evrópusæti.“ Staðan leit vel út fyrir KR þann 19. júlí síðastliðinn þegar KR skaust í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 3-1 sigri á FH í Kaplakrika. „Þetta leit vel út um Verslunarmannahelgina, nýbúnir að vinna FH og gerðum jafntefli við Breiðablik ásamt því að bóka sæti í úrslitum bikarsins. Eftir það hefur þetta ekki farið eins og við vildum, við munum reyna að finna og vinna úr því hvað betur má fara.“ Kristinn kunni ekki skýringu á slöku gengi KR undanfarnar vikur en KR hefur aðeins nælt í 10 stig í síðustu 8 leikjum. „Það þarf að skoða það og reyna að vinna úr því hvað fór úrskeiðis í sameiningu, það þýðir ekkert að horfa til baka á það sem búið er. Það eru tveir leikir eftir og við viljum tryggja Evrópusætið sjálfir og við gerum kröfu til þess.“ Mikið hefur verið rætt um hvert framhaldið verði hjá ýmsum starfsmönnum og leikmönnum liðsins. „Eins og eftir öll tímabil þá munum við sitjast niður strax eftir tímabilið og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ljóst að bæði þjálfarar og leikmenn þurfa að finna út úr því hvernig á að undirbúa liðið betur fyrir næsta tímabil og sú vinna hefst 5. október.“ Bjarni Guðjónsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari KR eftir að hafa verið fyrirliði liðsins um árabil. „Framtíð hans er í KR eins og staðan er í dag. Það er einhver umræða sem er utan KR um framtíð hans og hún er skiljanleg í ljósi þess hvar félagið stendur. Menn tala og spekúlera mikið um KR og það er partur af þessu en við getum ekki látið það fara í taugarnar á okkur,“ sagði Kristinn sem gerir ráð fyrir að Bjarni stýri liðinu á næsta tímabili. „Við vinnum ekki út frá neinu öðru en að Bjarni og hans menn verði hjá okkur á næsta tímabili. Á meðan þetta er svona er ekki hægt að gera neitt annað.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23 Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
„Ég hef ekki upplifað það þannig þótt að spilamennskan undanfarnar vikur hafi ekki verið nægilega góð,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, aðspurður hvort það væri allt í upplausn í herbúðum KR. „Það er eðlilegt að menn fari að velta steinum en við vinnum eftir okkar bestu getu, bæði þeir sem starfa í kringum klúbbinn, þjálfarar og leikmenn og við ætlum okkur að tryggja okkur Evrópusæti.“ Staðan leit vel út fyrir KR þann 19. júlí síðastliðinn þegar KR skaust í toppsæti Pepsi-deildarinnar með 3-1 sigri á FH í Kaplakrika. „Þetta leit vel út um Verslunarmannahelgina, nýbúnir að vinna FH og gerðum jafntefli við Breiðablik ásamt því að bóka sæti í úrslitum bikarsins. Eftir það hefur þetta ekki farið eins og við vildum, við munum reyna að finna og vinna úr því hvað betur má fara.“ Kristinn kunni ekki skýringu á slöku gengi KR undanfarnar vikur en KR hefur aðeins nælt í 10 stig í síðustu 8 leikjum. „Það þarf að skoða það og reyna að vinna úr því hvað fór úrskeiðis í sameiningu, það þýðir ekkert að horfa til baka á það sem búið er. Það eru tveir leikir eftir og við viljum tryggja Evrópusætið sjálfir og við gerum kröfu til þess.“ Mikið hefur verið rætt um hvert framhaldið verði hjá ýmsum starfsmönnum og leikmönnum liðsins. „Eins og eftir öll tímabil þá munum við sitjast niður strax eftir tímabilið og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ljóst að bæði þjálfarar og leikmenn þurfa að finna út úr því hvernig á að undirbúa liðið betur fyrir næsta tímabil og sú vinna hefst 5. október.“ Bjarni Guðjónsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari KR eftir að hafa verið fyrirliði liðsins um árabil. „Framtíð hans er í KR eins og staðan er í dag. Það er einhver umræða sem er utan KR um framtíð hans og hún er skiljanleg í ljósi þess hvar félagið stendur. Menn tala og spekúlera mikið um KR og það er partur af þessu en við getum ekki látið það fara í taugarnar á okkur,“ sagði Kristinn sem gerir ráð fyrir að Bjarni stýri liðinu á næsta tímabili. „Við vinnum ekki út frá neinu öðru en að Bjarni og hans menn verði hjá okkur á næsta tímabili. Á meðan þetta er svona er ekki hægt að gera neitt annað.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23 Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Bjarni: Hef ekki tíma til þess að velta mér upp úr stöðu minni Bjarni Guðjónsson segist ekki vera farinn að óttast um starf sitt þrátt fyrir slakt gengi KR að undanförnu. 20. september 2015 19:23
Arnar um Bjarna Guðjónsson: Stjórn KR verður líka að taka smá ábyrgð Gengi KR í Pepsi-deildinni hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur. 21. september 2015 12:53
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Stjarnan vann afar sannfærandi 3-0 sigur á KR á Alvogen-vellinum í kvöld en KR lék manni færri í 60 mínútur í dag. 20. september 2015 19:15