Skoraði þriggjastiga körfu á móti Íslandsmeisturunum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. september 2015 07:00 Hér er Högni að dekka Brynjar Þór Björnsson, sem var í fjórtán manna landsliðshópi fyrir Evrópukeppnina. Brynjar hefur verið einn af bestu leikmönnum landsins í nokkur ár. Mynd/Bjartmar „Þetta var æðislegt. Náttúrulega ótrúlega gaman að spila með svona góðum hópi gegn jafn sterku liði og KR,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem lék með meistaraflokksliði Vals gegn KR í körfuknattleik á þriðjudagskvöld. „Mér fannst æðislegt að fá að dekka þessar landsliðshetjur. Það er líka gefandi að vera partur af liðsheild, eitthvað sem er rosalega verðmætt í sjálfu sér,“ bætir hann við. Lokatölurnar voru 103 – 78 fyrir KR, en Högni náði samt þeim áfanga að skora þriggjastiga körfu á þeim rúmu sex mínútum sem hann spilaði. „Þetta andartak, þegar þristurinn fór ofan í, var algjört konfekt. Maður fór allur á svif. Ég hugsaði: „Vá, fyrstu stigin mín í endurkomunni eru þriggjastiga karfa gegn KR.“ Þetta var alveg ótrúlega gaman,“ útskýrir hann.Hér er töfrastundin, þegar Högni setti niður þriggjastiga körfuna. Þetta var eina tilraun Högna fyrir aftan línuna, 100 prósent nýting!Mynd/BjartmarHögni var sprækur spilari á árum áður og var meðal annars valinn í landsliðsúrtak drengjalandsliðsins ár upp fyrir sig. Hann lék með yngri flokkumVals, meðal annars lengi undir stjórn Ágústs Björgvinssonar sem er nú þjálfari meistaraflokks Vals. Högni segir gaman að fá að spila fyrir jafn færan þjálfara og Gústa. Högni hefur aðeins verið að rifja upp gömlu körfuboltataktana að undanförnu og upp frá því spratt hugmyndin að endurkomunni. „Ég er búinn að vera að spila mikinn körfubolta í hádeginu og var hvattur til þess að mæta á meistaraflokksæfingu. Ég ákvað bara að slá til. Ég hef verið að mæta svolítið upp á síðkastið og var valinn í liðið gegn KR, sem mér þótti frábært. Að fá að koma inn á var svo algjör rúsína í pylsuendanum.“ Hann hyggur á frekari afrek á körfuboltavellinum. „Já, planið er að halda áfram. Ég er staðráðinn í að standa mig vel. Nú er bara að æfa aukalega, fara í þrekæfingar og komast í betra form. Þá get ég farið að keppa almennilega við þessa spræku stráka sem eru í Valsliðinu.“ Högni hélt tónleika síðustu helgi, í Bæjarbíói í Hafnarfirði við góðan orðstír. Eins og hann sagði í samtali við Fréttablaðið um helgina, vinnur hann nú að sólóplötu og mun halda fleiri tónleika einn síns liðs, sem hann hefur ekki gert áður. Sjá einnig: Högni kemur fram einn í fyrsta skipti „Tónleikarnir í Hafnarfirðinum gengu vel. Maður er svolítið berskjaldaður svona einn og svolítið tirandi kannski. Ég held að ég hafi náð að anda rólega og koma öllu mínu til skila,“ segir hann hógvær. Næstu tónleikar Högna verða í Petersen svítunni, fyrir ofan Gamla bíó, þann 17. október. Hér má sjá frekari upplýsingar um þá tónleika. Þegar Högni er spurður hvort hann finni líkindi milli þess að leika á tónleikum og stíga inn á parketið í körfuboltaleik hugsar hann sig aðeins um. „Það eru alltaf líkindi milli þess þegar maður er settur í brennidepilinn og mikið liggur undir. Maður vill sýna sig og sanna, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Það er auðvitað ákveðið stress sem fylgir í báðu. Þetta er „performance“, þetta snýst um að koma fram. Þetta er að mörgu leyti svipað og ég nýt þess að gera bæði.“ Hér að neðan má sjá þristinn hans Högna: Dominos-deild karla Tengdar fréttir Högni í Hjaltalín sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær í leik Vals og KR í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. 23. september 2015 14:45 FSu vann Keflavík í Fyrirtækjabikarnum | Fyrsti leikur Ægis með KR Nýliðar FSu unnu 31 stigs sigur á Keflavík í Fyrirtækjabikar KKÍ í kvöld en þetta voru án efa óvæntustu úrslit kvöldsins í þeim sjö leikjum sem fóru fram. 22. september 2015 22:24 Sjáðu þristinn hjá Högna í Hjaltalín | Myndband Högni Egilsson dró fram körfuboltaskóna þegar Valur og KR mættust í Fyrirtækjabikarnum í gær. 23. september 2015 19:22 Högni kemur fram einn í fyrsta skipti "Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. 19. september 2015 10:00 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
„Þetta var æðislegt. Náttúrulega ótrúlega gaman að spila með svona góðum hópi gegn jafn sterku liði og KR,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem lék með meistaraflokksliði Vals gegn KR í körfuknattleik á þriðjudagskvöld. „Mér fannst æðislegt að fá að dekka þessar landsliðshetjur. Það er líka gefandi að vera partur af liðsheild, eitthvað sem er rosalega verðmætt í sjálfu sér,“ bætir hann við. Lokatölurnar voru 103 – 78 fyrir KR, en Högni náði samt þeim áfanga að skora þriggjastiga körfu á þeim rúmu sex mínútum sem hann spilaði. „Þetta andartak, þegar þristurinn fór ofan í, var algjört konfekt. Maður fór allur á svif. Ég hugsaði: „Vá, fyrstu stigin mín í endurkomunni eru þriggjastiga karfa gegn KR.“ Þetta var alveg ótrúlega gaman,“ útskýrir hann.Hér er töfrastundin, þegar Högni setti niður þriggjastiga körfuna. Þetta var eina tilraun Högna fyrir aftan línuna, 100 prósent nýting!Mynd/BjartmarHögni var sprækur spilari á árum áður og var meðal annars valinn í landsliðsúrtak drengjalandsliðsins ár upp fyrir sig. Hann lék með yngri flokkumVals, meðal annars lengi undir stjórn Ágústs Björgvinssonar sem er nú þjálfari meistaraflokks Vals. Högni segir gaman að fá að spila fyrir jafn færan þjálfara og Gústa. Högni hefur aðeins verið að rifja upp gömlu körfuboltataktana að undanförnu og upp frá því spratt hugmyndin að endurkomunni. „Ég er búinn að vera að spila mikinn körfubolta í hádeginu og var hvattur til þess að mæta á meistaraflokksæfingu. Ég ákvað bara að slá til. Ég hef verið að mæta svolítið upp á síðkastið og var valinn í liðið gegn KR, sem mér þótti frábært. Að fá að koma inn á var svo algjör rúsína í pylsuendanum.“ Hann hyggur á frekari afrek á körfuboltavellinum. „Já, planið er að halda áfram. Ég er staðráðinn í að standa mig vel. Nú er bara að æfa aukalega, fara í þrekæfingar og komast í betra form. Þá get ég farið að keppa almennilega við þessa spræku stráka sem eru í Valsliðinu.“ Högni hélt tónleika síðustu helgi, í Bæjarbíói í Hafnarfirði við góðan orðstír. Eins og hann sagði í samtali við Fréttablaðið um helgina, vinnur hann nú að sólóplötu og mun halda fleiri tónleika einn síns liðs, sem hann hefur ekki gert áður. Sjá einnig: Högni kemur fram einn í fyrsta skipti „Tónleikarnir í Hafnarfirðinum gengu vel. Maður er svolítið berskjaldaður svona einn og svolítið tirandi kannski. Ég held að ég hafi náð að anda rólega og koma öllu mínu til skila,“ segir hann hógvær. Næstu tónleikar Högna verða í Petersen svítunni, fyrir ofan Gamla bíó, þann 17. október. Hér má sjá frekari upplýsingar um þá tónleika. Þegar Högni er spurður hvort hann finni líkindi milli þess að leika á tónleikum og stíga inn á parketið í körfuboltaleik hugsar hann sig aðeins um. „Það eru alltaf líkindi milli þess þegar maður er settur í brennidepilinn og mikið liggur undir. Maður vill sýna sig og sanna, bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Það er auðvitað ákveðið stress sem fylgir í báðu. Þetta er „performance“, þetta snýst um að koma fram. Þetta er að mörgu leyti svipað og ég nýt þess að gera bæði.“ Hér að neðan má sjá þristinn hans Högna:
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Högni í Hjaltalín sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær í leik Vals og KR í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. 23. september 2015 14:45 FSu vann Keflavík í Fyrirtækjabikarnum | Fyrsti leikur Ægis með KR Nýliðar FSu unnu 31 stigs sigur á Keflavík í Fyrirtækjabikar KKÍ í kvöld en þetta voru án efa óvæntustu úrslit kvöldsins í þeim sjö leikjum sem fóru fram. 22. september 2015 22:24 Sjáðu þristinn hjá Högna í Hjaltalín | Myndband Högni Egilsson dró fram körfuboltaskóna þegar Valur og KR mættust í Fyrirtækjabikarnum í gær. 23. september 2015 19:22 Högni kemur fram einn í fyrsta skipti "Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. 19. september 2015 10:00 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Högni í Hjaltalín sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær í leik Vals og KR í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. 23. september 2015 14:45
FSu vann Keflavík í Fyrirtækjabikarnum | Fyrsti leikur Ægis með KR Nýliðar FSu unnu 31 stigs sigur á Keflavík í Fyrirtækjabikar KKÍ í kvöld en þetta voru án efa óvæntustu úrslit kvöldsins í þeim sjö leikjum sem fóru fram. 22. september 2015 22:24
Sjáðu þristinn hjá Högna í Hjaltalín | Myndband Högni Egilsson dró fram körfuboltaskóna þegar Valur og KR mættust í Fyrirtækjabikarnum í gær. 23. september 2015 19:22
Högni kemur fram einn í fyrsta skipti "Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. 19. september 2015 10:00