Meistaramánuðurinn framundan: Vinna í undirstöðunum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2015 16:30 Þorsteinn Kári Jónsson vísir Meistaramánuðurinn er eins og flestir vita sá mánuður ársins þar sem við lítum í eigin barm og skorum sjálf okkur á hólm í hverju því sem við viljum bæta okkur í eða tileinka okkur. Október er sá mánuður og í ár hafa stofnendur ákveðið að vinna aftur í undirstöðunum og einbeita sér að því að halda þeirra eigin Meistaramánuð. „Við skorum á alla að gera slíkt hið sama, setja sér markmið, fara út fyrir þægindarammann, hafa gaman af lífinu, vera góð við náungann og verða meistarar okkar eigin lífs. Það skal þó tekið fram að Meistaramánuðurinn er alls ekki að lognast útaf og munum við nota næstu misseri í að skipuleggja heimsyfirráð Meistaramánaðar,“ segir í tilkynningu frá Þorsteini Kára Jónssyni og Magnúsi Berg Magnússyni forsvarsmenn Meistaramánaðar. Meistaramánuður var fyrst haldinn árið 2008. Þá voru þátttakendur aðeins tveir en þátttakendafjöldi og umfang mánaðarins hefur vaxið ár frá ári og voru þátttakendur vel á annan tug þúsunda víðsvegar um heiminn árið 2014. Meistaramánuður fer fram ár hvert í október. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, hætta að drekka áfengi og fara fyrr á fætur en aðra daga. Meistaramánuðurinn er hugarfóstur Magnúsar Bergs Magnússonar, Þorsteins Kára Jónssonar og Jökuls Sólberg Auðunssonar. Skipuleggjendur eru hvorki líkamsræktarfrömuðir eða næringarfræðingar en hafa gaman af því að taka áskorunum og reyna bæta sig á öllum sviðum lífsins. Meistaramánuður er skrásett vörumerki í eigu upphafsmanna fjöldahreyfingarinnar. Meistaramánuður Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Meistaramánuðurinn er eins og flestir vita sá mánuður ársins þar sem við lítum í eigin barm og skorum sjálf okkur á hólm í hverju því sem við viljum bæta okkur í eða tileinka okkur. Október er sá mánuður og í ár hafa stofnendur ákveðið að vinna aftur í undirstöðunum og einbeita sér að því að halda þeirra eigin Meistaramánuð. „Við skorum á alla að gera slíkt hið sama, setja sér markmið, fara út fyrir þægindarammann, hafa gaman af lífinu, vera góð við náungann og verða meistarar okkar eigin lífs. Það skal þó tekið fram að Meistaramánuðurinn er alls ekki að lognast útaf og munum við nota næstu misseri í að skipuleggja heimsyfirráð Meistaramánaðar,“ segir í tilkynningu frá Þorsteini Kára Jónssyni og Magnúsi Berg Magnússyni forsvarsmenn Meistaramánaðar. Meistaramánuður var fyrst haldinn árið 2008. Þá voru þátttakendur aðeins tveir en þátttakendafjöldi og umfang mánaðarins hefur vaxið ár frá ári og voru þátttakendur vel á annan tug þúsunda víðsvegar um heiminn árið 2014. Meistaramánuður fer fram ár hvert í október. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, hætta að drekka áfengi og fara fyrr á fætur en aðra daga. Meistaramánuðurinn er hugarfóstur Magnúsar Bergs Magnússonar, Þorsteins Kára Jónssonar og Jökuls Sólberg Auðunssonar. Skipuleggjendur eru hvorki líkamsræktarfrömuðir eða næringarfræðingar en hafa gaman af því að taka áskorunum og reyna bæta sig á öllum sviðum lífsins. Meistaramánuður er skrásett vörumerki í eigu upphafsmanna fjöldahreyfingarinnar.
Meistaramánuður Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira