Þak og stakkur Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Frá hruni hefur það verið árleg frétt að færri feður taki fæðingarorlof en áður. Um fimmtungur feðra barna fæddra árið 2014 ákváðu að taka ekki fæðingarorlof. „Um leið og farið var að grípa til lagabreytinga og lækka greiðslur þá gerist þetta, skýr tenging er þar á milli,“ segir Leó Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs, í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að þar sem feður nýti sér ekki mánuðina í núverandi ástandi séu þeir ekki að fara að nýta fleiri mánuði í lengdu fæðingarorlofi, því sé brýnt að hækka hámarksgreiðslur. Leó telur einnig slæmt ef mæður tækju áfram allt orlofið yrði það lengt, og yrðu þannig meiri eftirbátar á vinnumarkaði en nú. Ekki er gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að sumar fjölskyldur sæju sér ekki fært annað en að búa í foreldrahúsum vegna þeirrar tekjuskerðingar sem þær yrðu fyrir við að þiggja greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, auk þess sem útilokað væri að báðir foreldrar tækju orlof. Þeim var bent á að fara frekar fram hjá kerfinu og skrá sig á atvinnuleysisbætur. Stöð 2 greindi einnig frá því að starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins muni skila af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins sagði mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Markmið fæðingarorlofslöggjafarinnar var að jafna stöðu kynjanna; gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf og taka þannig jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna. Ef áfram á að stefna að því markmiði að nýta sjóðinn sem jafnréttistæki er ljóst að eitthvað þarf að breytast. Flestir virðast sammála um að of lágt þak á greiðslurnar hafi leitt til þess að feður nýta síður rétt sinn til orlofstökunnar og því óskandi að starfshópurinn skili af sér tillögum um að þetta þak verði hækkað þannig að þessari þróun verði snúið við. Þá er ljóst að í sumum tilfellum er úthlutun úr sjóðnum svo lág að fólk þarf orðið að fara fram hjá kerfinu til þess að eiga í sig og á. Slík staða er umhugsunarverð og ljóst að hugsa þarf orlofsfyrirkomulagið upp á nýtt. Á sama tíma og nauðsynlegt er að veita meiri fjármuni til fæðingarorlofssjóðsins, sem og að hækka þakið, verður þó að benda á að markmið fæðingarorlofslaganna er ekki það að foreldrar geti haldið uppi fyrri lífsstíl á launum frá sjóðnum. Víða annars staðar í heiminum er fyrirhyggjusemi nauðsynleg áður en tekin er ákvörðun um að eignast barn, sem líklegast er ein fjárhagslega dýrasta ákvörðun í lífi hvers foreldris. Þó að ljóst sé að gera verði betur við nýbakaða foreldra verða þeir einnig að sníða sér stakk eftir vexti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frá hruni hefur það verið árleg frétt að færri feður taki fæðingarorlof en áður. Um fimmtungur feðra barna fæddra árið 2014 ákváðu að taka ekki fæðingarorlof. „Um leið og farið var að grípa til lagabreytinga og lækka greiðslur þá gerist þetta, skýr tenging er þar á milli,“ segir Leó Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs, í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að þar sem feður nýti sér ekki mánuðina í núverandi ástandi séu þeir ekki að fara að nýta fleiri mánuði í lengdu fæðingarorlofi, því sé brýnt að hækka hámarksgreiðslur. Leó telur einnig slæmt ef mæður tækju áfram allt orlofið yrði það lengt, og yrðu þannig meiri eftirbátar á vinnumarkaði en nú. Ekki er gert ráð fyrir auknum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að sumar fjölskyldur sæju sér ekki fært annað en að búa í foreldrahúsum vegna þeirrar tekjuskerðingar sem þær yrðu fyrir við að þiggja greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, auk þess sem útilokað væri að báðir foreldrar tækju orlof. Þeim var bent á að fara frekar fram hjá kerfinu og skrá sig á atvinnuleysisbætur. Stöð 2 greindi einnig frá því að starfshópur sem rannsakað hefur framtíðarskipan fæðingarorlofskerfisins muni skila af sér skýrslu á næstunni og formaður hópsins sagði mikilvægara að hækka greiðsluþak en að lengja orlofstímann. Hann segir málið brýnt og vonar að tillögur til breytinga verði lagðar fram strax á þessu þingi. Markmið fæðingarorlofslöggjafarinnar var að jafna stöðu kynjanna; gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf og taka þannig jafna ábyrgð á uppeldi barna sinna. Ef áfram á að stefna að því markmiði að nýta sjóðinn sem jafnréttistæki er ljóst að eitthvað þarf að breytast. Flestir virðast sammála um að of lágt þak á greiðslurnar hafi leitt til þess að feður nýta síður rétt sinn til orlofstökunnar og því óskandi að starfshópurinn skili af sér tillögum um að þetta þak verði hækkað þannig að þessari þróun verði snúið við. Þá er ljóst að í sumum tilfellum er úthlutun úr sjóðnum svo lág að fólk þarf orðið að fara fram hjá kerfinu til þess að eiga í sig og á. Slík staða er umhugsunarverð og ljóst að hugsa þarf orlofsfyrirkomulagið upp á nýtt. Á sama tíma og nauðsynlegt er að veita meiri fjármuni til fæðingarorlofssjóðsins, sem og að hækka þakið, verður þó að benda á að markmið fæðingarorlofslaganna er ekki það að foreldrar geti haldið uppi fyrri lífsstíl á launum frá sjóðnum. Víða annars staðar í heiminum er fyrirhyggjusemi nauðsynleg áður en tekin er ákvörðun um að eignast barn, sem líklegast er ein fjárhagslega dýrasta ákvörðun í lífi hvers foreldris. Þó að ljóst sé að gera verði betur við nýbakaða foreldra verða þeir einnig að sníða sér stakk eftir vexti.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun