Víti sem vonandi gleymist fljótt Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir sést hér skjóta yfir markið úr vítinu. Vísir/Vilhelm „Þetta var svona David Beckham-víti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um vítaspyrnuna sem hún brenndi af í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún hefur skorað svo mörg mörk með landsliðinu að ein misnotuð vítaspyrna kemur henni ekki úr jafnvægi. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafti og lögðu varnarsinnað(!) lið Hvít-Rússa að velli án mikillar fyrirhafnar. Hvítrússneska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á að spila fótbolta heldur varðist það bara og sparkaði boltanum langt fram. Það er gott og blessað að spila "sparka og hlaupa"-fótbolta en þá er líka lágmark að hlaupa á eftir sendingunum fram völlinn. Það gerðu gestirnir ekki. Það má gefa Hvít-Rússunum það, að þær vörðust ágætlega. Samt sem áður var íslenska liðið að skapa sér færi og opna varnarpakka gestanna. Það gerðu stelpurnar okkar meðal annars með frábærum leik tveggja varnarmanna liðsins; Glódísar Perlu Viggósdóttur og Hallberu Gísladóttur. Miðvörðurinn Glódís er að verða einn af betri miðvörðum heims. Hún þurfti ekkert að verjast í gær en sendingar hennar í gegnum eina til tvær línur gestanna voru gull. Fyrirgjafir Hallberu voru svo algjört konfekt og var eins gott að Dagný Brynjarsdóttir stangaði eina slíka inn. Hallbera átti ekkert minna skilið. Skilvirk og fín frammistaða íslenska liðsins í gær þó fleiri mörk hefðu mátt sjást. En að konu kvöldsins, markadrottningunni og flaggbera íslenskrar kvennaknattspyrnu til langs tíma; Margréti Láru Viðarsdóttur. Sviðið var klárt fyrir hana; vítaspyrna í 100. landsleiknum og 73. markið handan við hornið. Spyrnan fór yfir, en það skiptir engu í stóra samhenginu eins og hún segir sjálf. „Það man enginn hvernig þessi leikur fór þegar við verðum komnar á EM. Þetta víti gleymist fljótt,“ sagði Margrét við Fréttablaðið eftir leikinn. Þú ert búinn að vinna þér inn að klúðra einu víti ef þú skorar 72 landsliðsmörk í 99 leikjum. Margrét Lára hóf landsliðsferilinn fyrir tólf árum og þremur mánuðum. Eyjastúlkan sem skoraði með fyrstu snertingu sinni í landsleik 17 ára gömul er nú markadrottning og fyrirliði landsliðsins. Það klúðra allir vítaspyrnu við og við. Það spila aftur á móti færri 100 landsleiki og skila því sem hún hefur skilað. Hundrað landsleikja klúbburinn er heppinn með nýja meðliminn. „Ég er stolt af mínum ferli. Þetta er stór stund og ég er hálf hrærð yfir móttökunum sem ég og stelpurnar fengum í kvöld. Hvað get ég sagt? Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
„Þetta var svona David Beckham-víti,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði og markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um vítaspyrnuna sem hún brenndi af í 2-0 sigri Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í gærkvöldi. Hún hefur skorað svo mörg mörk með landsliðinu að ein misnotuð vítaspyrna kemur henni ekki úr jafnvægi. Stelpurnar okkar hófu undankeppni EM 2017 af krafti og lögðu varnarsinnað(!) lið Hvít-Rússa að velli án mikillar fyrirhafnar. Hvítrússneska liðið hafði nákvæmlega engan áhuga á að spila fótbolta heldur varðist það bara og sparkaði boltanum langt fram. Það er gott og blessað að spila "sparka og hlaupa"-fótbolta en þá er líka lágmark að hlaupa á eftir sendingunum fram völlinn. Það gerðu gestirnir ekki. Það má gefa Hvít-Rússunum það, að þær vörðust ágætlega. Samt sem áður var íslenska liðið að skapa sér færi og opna varnarpakka gestanna. Það gerðu stelpurnar okkar meðal annars með frábærum leik tveggja varnarmanna liðsins; Glódísar Perlu Viggósdóttur og Hallberu Gísladóttur. Miðvörðurinn Glódís er að verða einn af betri miðvörðum heims. Hún þurfti ekkert að verjast í gær en sendingar hennar í gegnum eina til tvær línur gestanna voru gull. Fyrirgjafir Hallberu voru svo algjört konfekt og var eins gott að Dagný Brynjarsdóttir stangaði eina slíka inn. Hallbera átti ekkert minna skilið. Skilvirk og fín frammistaða íslenska liðsins í gær þó fleiri mörk hefðu mátt sjást. En að konu kvöldsins, markadrottningunni og flaggbera íslenskrar kvennaknattspyrnu til langs tíma; Margréti Láru Viðarsdóttur. Sviðið var klárt fyrir hana; vítaspyrna í 100. landsleiknum og 73. markið handan við hornið. Spyrnan fór yfir, en það skiptir engu í stóra samhenginu eins og hún segir sjálf. „Það man enginn hvernig þessi leikur fór þegar við verðum komnar á EM. Þetta víti gleymist fljótt,“ sagði Margrét við Fréttablaðið eftir leikinn. Þú ert búinn að vinna þér inn að klúðra einu víti ef þú skorar 72 landsliðsmörk í 99 leikjum. Margrét Lára hóf landsliðsferilinn fyrir tólf árum og þremur mánuðum. Eyjastúlkan sem skoraði með fyrstu snertingu sinni í landsleik 17 ára gömul er nú markadrottning og fyrirliði landsliðsins. Það klúðra allir vítaspyrnu við og við. Það spila aftur á móti færri 100 landsleiki og skila því sem hún hefur skilað. Hundrað landsleikja klúbburinn er heppinn með nýja meðliminn. „Ég er stolt af mínum ferli. Þetta er stór stund og ég er hálf hrærð yfir móttökunum sem ég og stelpurnar fengum í kvöld. Hvað get ég sagt? Ég er orðlaus,“ sagði Margrét Lára.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira