Forstjóri Volkswagen segir af sér Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2015 12:21 Martin Winterkorn sagði af sér.. Vandræði Volkswagen ætla engan endi að taka eftir að upp komst um dísilbílasvindl þeirra í Bandaríkjunum. Nýjustu fréttir frá Þýskalandi eru þær að forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafi sagt af sér. Volkswagen hefur strax fundið eftirmann hans í forstjóra Porsche, Matthias Müller. Einnig hafa verið færðar fréttir af því að það eru ekki einungis þeir 482.000 dísilbílar sem seldir voru í Bandaríkjunum sem voru útbúnir þeim svindlhugbúnaði sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum, heldur er hann í 11 milljón bílum Volkswagen víða um heiminn. Þetta hefur Volkswagen viðurkennt sjálft og vafalaust með því viljað forðast að upp kæmist um svindlið víðar en í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur nú þegar sett 6,5 milljarða evra til hliðar til að standa straum af þeim sektum og innköllunum sem vofa nú yfir fyrirtækinu. Ekki er þó víst að þessi upphæð muni duga Volkswagen þar sem fyrirtækið á yfir höfði sér allt að 18 milljarða dollara refsingu fyrir gjörning sinn vestanhafs. Hlutabréf í Volkswagen hafa fallið um meira en 20% á hlutabréfamarkaði í kjölfar þessa vandræðamáls. Factbox on the alleged Volkswagen emissions cheating scheme pic.twitter.com/QhK9Ndzx0I— Agence France-Presse (@AFP) September 22, 2015 Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Volkswagen féll um 18% í dag Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna gæti sektað Volkswagen um 18 milljarða dollara. 21. september 2015 16:12 Eigendur Volkswagen dísilbíla í Bandaríkjunum vilja endurgreiðslu frá VW Núverandi eigendum Volkswagen dísilbíla í Bandaríkjunum ráðlagt að bíða niðurstöðu dómstóla. 22. september 2015 10:31 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Vandræði Volkswagen ætla engan endi að taka eftir að upp komst um dísilbílasvindl þeirra í Bandaríkjunum. Nýjustu fréttir frá Þýskalandi eru þær að forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafi sagt af sér. Volkswagen hefur strax fundið eftirmann hans í forstjóra Porsche, Matthias Müller. Einnig hafa verið færðar fréttir af því að það eru ekki einungis þeir 482.000 dísilbílar sem seldir voru í Bandaríkjunum sem voru útbúnir þeim svindlhugbúnaði sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum, heldur er hann í 11 milljón bílum Volkswagen víða um heiminn. Þetta hefur Volkswagen viðurkennt sjálft og vafalaust með því viljað forðast að upp kæmist um svindlið víðar en í Bandaríkjunum. Volkswagen hefur nú þegar sett 6,5 milljarða evra til hliðar til að standa straum af þeim sektum og innköllunum sem vofa nú yfir fyrirtækinu. Ekki er þó víst að þessi upphæð muni duga Volkswagen þar sem fyrirtækið á yfir höfði sér allt að 18 milljarða dollara refsingu fyrir gjörning sinn vestanhafs. Hlutabréf í Volkswagen hafa fallið um meira en 20% á hlutabréfamarkaði í kjölfar þessa vandræðamáls. Factbox on the alleged Volkswagen emissions cheating scheme pic.twitter.com/QhK9Ndzx0I— Agence France-Presse (@AFP) September 22, 2015
Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Volkswagen féll um 18% í dag Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna gæti sektað Volkswagen um 18 milljarða dollara. 21. september 2015 16:12 Eigendur Volkswagen dísilbíla í Bandaríkjunum vilja endurgreiðslu frá VW Núverandi eigendum Volkswagen dísilbíla í Bandaríkjunum ráðlagt að bíða niðurstöðu dómstóla. 22. september 2015 10:31 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Hlutabréfaverð Volkswagen féll um 18% í dag Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna gæti sektað Volkswagen um 18 milljarða dollara. 21. september 2015 16:12
Eigendur Volkswagen dísilbíla í Bandaríkjunum vilja endurgreiðslu frá VW Núverandi eigendum Volkswagen dísilbíla í Bandaríkjunum ráðlagt að bíða niðurstöðu dómstóla. 22. september 2015 10:31
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent