Efast um að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist að ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2015 21:15 Loftárásir Rússa á Sýrland hófust í dag. Vísir/Getty Vafi leikur á því hvort loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi verið gerðar á bækistöðvar ISIS líkt og sagði í tilkynningu frá rússneska Varnarmálaráðuneytinu fyrr í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það vera mikið áhyggjuefni séu Rússar að gera árásir á aðra hópa en ISIS í Sýrlandi. Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Rússland segir að flugsveitir rússneska hersins hafi ráðist á átta skotmörk í eigu ISIS, allt frá bækistöðvum til vopnageymslna. Með fréttatilkynningunni fylgdi myndband þar sem sjá má flugsveitirnar varpa sprengjum á skotmörk í Sýrlandi.Genevieve Casagrande hjá Institute for the Study of War (ISW) segir að samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur safnað saman hafi loftárásir Rússa ekki verið gerðar á bækistöðvar ISIS. Þær hafi fyrst og fremst verið gerðar á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal Jabhat Al-Nusra sem tengist hryðjuverkasamtökunum Al-Queda og hópum sem fengið hafi hernaðaraðstoð frá Vesturlöndunum. Í umfjöllum ISW segir að næstu bækistöðvar ISIS hafi verið í 55 kílómetra fjarlægð frá loftárásum Rússa.New ISW map of Russian airstrikes. Updates as events occur. http://t.co/f2PNCiWc3O pic.twitter.com/0K0AGER0KM— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2015 Bandarísk yfirvöld hafa dregið í efa að loftárásunum hafi verið beint gegn ISIS en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter, lét hafa eftir sér að það liti út fyrir að loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi ekki verið gerðar á skotmörk tengd ISIS. John Kerry sagði á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Bandaríkin styddu aðgerðir sem ætlaðar væru til að draga úr krafti ISIS en að það væri mikið áhyggjuefni ef loftárásir Rússa beindust gegn öðrum hópum en ISISWe would have grave concerns should #Russia strike areas where ISIL-affiliated targets are not operating.— John Kerry (@JohnKerry) September 30, 2015 Mið-Austurlönd Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Vafi leikur á því hvort loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi verið gerðar á bækistöðvar ISIS líkt og sagði í tilkynningu frá rússneska Varnarmálaráðuneytinu fyrr í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það vera mikið áhyggjuefni séu Rússar að gera árásir á aðra hópa en ISIS í Sýrlandi. Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Rússland segir að flugsveitir rússneska hersins hafi ráðist á átta skotmörk í eigu ISIS, allt frá bækistöðvum til vopnageymslna. Með fréttatilkynningunni fylgdi myndband þar sem sjá má flugsveitirnar varpa sprengjum á skotmörk í Sýrlandi.Genevieve Casagrande hjá Institute for the Study of War (ISW) segir að samkvæmt upplýsingum sem stofnunin hefur safnað saman hafi loftárásir Rússa ekki verið gerðar á bækistöðvar ISIS. Þær hafi fyrst og fremst verið gerðar á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal Jabhat Al-Nusra sem tengist hryðjuverkasamtökunum Al-Queda og hópum sem fengið hafi hernaðaraðstoð frá Vesturlöndunum. Í umfjöllum ISW segir að næstu bækistöðvar ISIS hafi verið í 55 kílómetra fjarlægð frá loftárásum Rússa.New ISW map of Russian airstrikes. Updates as events occur. http://t.co/f2PNCiWc3O pic.twitter.com/0K0AGER0KM— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2015 Bandarísk yfirvöld hafa dregið í efa að loftárásunum hafi verið beint gegn ISIS en varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ash Carter, lét hafa eftir sér að það liti út fyrir að loftárásir Rússa í Sýrlandi hafi ekki verið gerðar á skotmörk tengd ISIS. John Kerry sagði á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Bandaríkin styddu aðgerðir sem ætlaðar væru til að draga úr krafti ISIS en að það væri mikið áhyggjuefni ef loftárásir Rússa beindust gegn öðrum hópum en ISISWe would have grave concerns should #Russia strike areas where ISIL-affiliated targets are not operating.— John Kerry (@JohnKerry) September 30, 2015
Mið-Austurlönd Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira