Damon mætti á dögunum í þáttinn Late Late Show með James Corden og fór hann í gegnum feril sinn á mjög svo skemmtilegan máta.
Hann hefur einu sinni unnið Óskarinn og var það fyrir myndina Good Will Hunting árið 1997.
Þeir félagarnir fóru saman með aðalhlutverkin í öllum helstu kvikmyndum sem Damon hefur komið fram í, og það á aðeins átta mínútum.
Við erum að tala um allar Ocean´s myndirnar, allar Bourne-myndirnar, Happy Feet 2, Saving Private Ryan, Martian, The Departed og margar fleiri.
Hér að neðan má sjá niðurstöðuna sem er vægast sagt fyndin.