Sébastian Loeb í París-Dakar með Peugeot Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2015 09:48 Fjórmenningarnir fræknu sem keppa munu fyrir Peugeot í næstu París-Dakar keppni. Það mun ekki skorta góða ökumenn né reynslu í liði Peugeot í næsta París-Dakar þolakstursrall á næsta ári. Í gær var greint frá því að nífaldur heimsmeistari í rallakstri, Frakkinn Sébastian Loeb, yrði einn ökumanna Peugeot. Hann bætist við fríðan hóp reyndustu ökumanna París-Dakar keppninnar, þeirra Carlos Sainz, Stéphane Peterhansel og Cyril Despres, sem allir hafa unnið þessa mögnuðu keppni. Sébastian Loeb á ótrúlega sögu í rallakstri og er með 46,2% sigurhlutfall í WRC. Það þýðir að í nærri helmingi þeirra keppna sem hann tók þátt í í World Rally Championship stóð hann uppi sem sigurvegari. Því hefur enginn ökumaður í WRC náð fyrr né síðar. Auk þess á Sébastian Loeb metið í fjallaklifurkeppninni Pikes Peak í Bandaríkjunum og þar bætti hann fyrra met svo rækilega að ekki er búist við því að það verði bætt á næstu árum. Allir munu þessir ökumenn aka Peugeot 2008 DKR16 bíl sem breyst hefur mikið frá París-Dakar keppninni í fyrra. Það er ljóst að Peugeot ætlar sér stóra hluti í París-Dakar rallinu sem hefst snemma á næsta ári. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent
Það mun ekki skorta góða ökumenn né reynslu í liði Peugeot í næsta París-Dakar þolakstursrall á næsta ári. Í gær var greint frá því að nífaldur heimsmeistari í rallakstri, Frakkinn Sébastian Loeb, yrði einn ökumanna Peugeot. Hann bætist við fríðan hóp reyndustu ökumanna París-Dakar keppninnar, þeirra Carlos Sainz, Stéphane Peterhansel og Cyril Despres, sem allir hafa unnið þessa mögnuðu keppni. Sébastian Loeb á ótrúlega sögu í rallakstri og er með 46,2% sigurhlutfall í WRC. Það þýðir að í nærri helmingi þeirra keppna sem hann tók þátt í í World Rally Championship stóð hann uppi sem sigurvegari. Því hefur enginn ökumaður í WRC náð fyrr né síðar. Auk þess á Sébastian Loeb metið í fjallaklifurkeppninni Pikes Peak í Bandaríkjunum og þar bætti hann fyrra met svo rækilega að ekki er búist við því að það verði bætt á næstu árum. Allir munu þessir ökumenn aka Peugeot 2008 DKR16 bíl sem breyst hefur mikið frá París-Dakar keppninni í fyrra. Það er ljóst að Peugeot ætlar sér stóra hluti í París-Dakar rallinu sem hefst snemma á næsta ári.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent