Upphaf fyrri æfingarinnar frestaðist um hálftíma sökum þess að díselolía hafði lekið á brautina.
Sebastian Vettel, varð þriðji. Hann lýsti brautinni sem „skitugri“ á hans fyrsta hring.
Nico Rosberg á Mercedes varð annar, einungis fimm hundruðustu úr sekúndu á eftir Hulkenberg. Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton á Mercedes varð sjöundi eftir að hann snéri bíl sínum á brautinni.
Force India var í fínu formi, Sergio Perez tryggði þeim bestu æfingu liðsins frá upphafi með því að verða fjórði.
Létt rigning féll eftir að díselolían hafði verið hreinsuð upp. Brautin þornaði þó fljótlega en ökumönnum þótti hún enn hál.

Vettel varð annar á Ferrari, Valtteri Bottas á Williams þriðji og Max Verstappen á Toro Rosso fjórði. Mercedes tók engan þátt, ekkert frekar en Force India sem átt sína bestu æfingu á fyrri æfingu dagsins.
Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, útsendingin hefst klukkan 11:50 á morgun. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 10:30 á sunnudag, einnig á Stöð 2 Sport.
Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.