Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2015 10:32 „Það er talað fallega um okkur á tyllidögum en síðan erum við ekki virtir viðlits,“ segir Snorri. vísir/pjetur „Ég átti fund í gær með ráðuneytinu og ritaði í kjölfar bréf til lögreglumanna þar sem ég hvatti þá til að láta af þessu,“ sagði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, hér eftir skammstafað LL, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til LL þar sem fram kemur að það telji að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir. Verði ekki af þeim látið muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða vegna málsins. „Ég brást persónulega við hótun fjármálaráðherra um lögsókn gegn mér fyrir aðgerðir sem eru ekki á nokkurn hátt skipulagðar af stéttarfélaginu,“ sagði Snorri en hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna málsins. „Mér blöskraði bréfið sem var skrifað fyrir hönd ráðherra byggt á einhverju sem starfsmenn hafa heyrt eða lesið á Facebook. Ég efast að vísu um að ráðherra hafi hugmynd um bréfið, held að hann sé staddur í Perú á ársfundi AGS, en það er skrifað fyrir hans hönd.“Snorri MagnússonViðræðum frestað til að bíða eftir gerðardómi Ekkert hefur þokast í kjaradeilu LL, SFR, Félags sjúkraliða og ríkisins undanfarna mánuði. Síðasti fundur var í liðinni viku og að sögn Snorra var hann jafn árangurslaus og þeir sem á undan komu. „Ríkið frestaði viðræðunum í sumar meðan niðurstöðu gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM var beðið. Í kjölfar niðurstöðunnar leggjum við fram plagg byggt á henni en fáum á móti sama skjal og við fengum í mars. Við höfum lesið úr þessu að samninganefnd ríkisins sé með öllu umboðslaus,“ segir Snorri. Sem kunnugt er hafa lögreglumenn ekki verkfallsrétt en hann var afnuminn með lögum árið 1986. „Þeir flokkar sem þá voru við stjórnvölin, sem eru þeir sömu og stýra núna, sögðu að rétturinn færi sama hvað tautaði og raulaði. Þannig þá var reynt að fá eitthvað fyrir hann,“ segir Snorri. Niðurstaðan var viðmiðunarsamningur sem var í gildi til 2001 en samkvæmt Snorra var sá samningur aldrei virtur. „Sorgarsögu hans getur hver sem er lesið inn á vef Alþingis.“ „Staðan er sú að það er talað fallega um lögregluna á tyllidögum en við erum ekki virtir viðlits þess á milli. Hreint út sagt er það okkar upplifun að ríkið sé að nýta sér það að við getum ekki gripið til verkfalls,“ segir Snorri. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Ég átti fund í gær með ráðuneytinu og ritaði í kjölfar bréf til lögreglumanna þar sem ég hvatti þá til að láta af þessu,“ sagði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, hér eftir skammstafað LL, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til LL þar sem fram kemur að það telji að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir. Verði ekki af þeim látið muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða vegna málsins. „Ég brást persónulega við hótun fjármálaráðherra um lögsókn gegn mér fyrir aðgerðir sem eru ekki á nokkurn hátt skipulagðar af stéttarfélaginu,“ sagði Snorri en hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna málsins. „Mér blöskraði bréfið sem var skrifað fyrir hönd ráðherra byggt á einhverju sem starfsmenn hafa heyrt eða lesið á Facebook. Ég efast að vísu um að ráðherra hafi hugmynd um bréfið, held að hann sé staddur í Perú á ársfundi AGS, en það er skrifað fyrir hans hönd.“Snorri MagnússonViðræðum frestað til að bíða eftir gerðardómi Ekkert hefur þokast í kjaradeilu LL, SFR, Félags sjúkraliða og ríkisins undanfarna mánuði. Síðasti fundur var í liðinni viku og að sögn Snorra var hann jafn árangurslaus og þeir sem á undan komu. „Ríkið frestaði viðræðunum í sumar meðan niðurstöðu gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM var beðið. Í kjölfar niðurstöðunnar leggjum við fram plagg byggt á henni en fáum á móti sama skjal og við fengum í mars. Við höfum lesið úr þessu að samninganefnd ríkisins sé með öllu umboðslaus,“ segir Snorri. Sem kunnugt er hafa lögreglumenn ekki verkfallsrétt en hann var afnuminn með lögum árið 1986. „Þeir flokkar sem þá voru við stjórnvölin, sem eru þeir sömu og stýra núna, sögðu að rétturinn færi sama hvað tautaði og raulaði. Þannig þá var reynt að fá eitthvað fyrir hann,“ segir Snorri. Niðurstaðan var viðmiðunarsamningur sem var í gildi til 2001 en samkvæmt Snorra var sá samningur aldrei virtur. „Sorgarsögu hans getur hver sem er lesið inn á vef Alþingis.“ „Staðan er sú að það er talað fallega um lögregluna á tyllidögum en við erum ekki virtir viðlits þess á milli. Hreint út sagt er það okkar upplifun að ríkið sé að nýta sér það að við getum ekki gripið til verkfalls,“ segir Snorri. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29