Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. október 2015 10:32 „Það er talað fallega um okkur á tyllidögum en síðan erum við ekki virtir viðlits,“ segir Snorri. vísir/pjetur „Ég átti fund í gær með ráðuneytinu og ritaði í kjölfar bréf til lögreglumanna þar sem ég hvatti þá til að láta af þessu,“ sagði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, hér eftir skammstafað LL, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til LL þar sem fram kemur að það telji að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir. Verði ekki af þeim látið muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða vegna málsins. „Ég brást persónulega við hótun fjármálaráðherra um lögsókn gegn mér fyrir aðgerðir sem eru ekki á nokkurn hátt skipulagðar af stéttarfélaginu,“ sagði Snorri en hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna málsins. „Mér blöskraði bréfið sem var skrifað fyrir hönd ráðherra byggt á einhverju sem starfsmenn hafa heyrt eða lesið á Facebook. Ég efast að vísu um að ráðherra hafi hugmynd um bréfið, held að hann sé staddur í Perú á ársfundi AGS, en það er skrifað fyrir hans hönd.“Snorri MagnússonViðræðum frestað til að bíða eftir gerðardómi Ekkert hefur þokast í kjaradeilu LL, SFR, Félags sjúkraliða og ríkisins undanfarna mánuði. Síðasti fundur var í liðinni viku og að sögn Snorra var hann jafn árangurslaus og þeir sem á undan komu. „Ríkið frestaði viðræðunum í sumar meðan niðurstöðu gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM var beðið. Í kjölfar niðurstöðunnar leggjum við fram plagg byggt á henni en fáum á móti sama skjal og við fengum í mars. Við höfum lesið úr þessu að samninganefnd ríkisins sé með öllu umboðslaus,“ segir Snorri. Sem kunnugt er hafa lögreglumenn ekki verkfallsrétt en hann var afnuminn með lögum árið 1986. „Þeir flokkar sem þá voru við stjórnvölin, sem eru þeir sömu og stýra núna, sögðu að rétturinn færi sama hvað tautaði og raulaði. Þannig þá var reynt að fá eitthvað fyrir hann,“ segir Snorri. Niðurstaðan var viðmiðunarsamningur sem var í gildi til 2001 en samkvæmt Snorra var sá samningur aldrei virtur. „Sorgarsögu hans getur hver sem er lesið inn á vef Alþingis.“ „Staðan er sú að það er talað fallega um lögregluna á tyllidögum en við erum ekki virtir viðlits þess á milli. Hreint út sagt er það okkar upplifun að ríkið sé að nýta sér það að við getum ekki gripið til verkfalls,“ segir Snorri. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
„Ég átti fund í gær með ráðuneytinu og ritaði í kjölfar bréf til lögreglumanna þar sem ég hvatti þá til að láta af þessu,“ sagði Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, hér eftir skammstafað LL, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjármálaráðuneytið sendi í gær bréf til LL þar sem fram kemur að það telji að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir. Verði ekki af þeim látið muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða vegna málsins. „Ég brást persónulega við hótun fjármálaráðherra um lögsókn gegn mér fyrir aðgerðir sem eru ekki á nokkurn hátt skipulagðar af stéttarfélaginu,“ sagði Snorri en hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í gær vegna málsins. „Mér blöskraði bréfið sem var skrifað fyrir hönd ráðherra byggt á einhverju sem starfsmenn hafa heyrt eða lesið á Facebook. Ég efast að vísu um að ráðherra hafi hugmynd um bréfið, held að hann sé staddur í Perú á ársfundi AGS, en það er skrifað fyrir hans hönd.“Snorri MagnússonViðræðum frestað til að bíða eftir gerðardómi Ekkert hefur þokast í kjaradeilu LL, SFR, Félags sjúkraliða og ríkisins undanfarna mánuði. Síðasti fundur var í liðinni viku og að sögn Snorra var hann jafn árangurslaus og þeir sem á undan komu. „Ríkið frestaði viðræðunum í sumar meðan niðurstöðu gerðardóms í máli hjúkrunarfræðinga og BHM var beðið. Í kjölfar niðurstöðunnar leggjum við fram plagg byggt á henni en fáum á móti sama skjal og við fengum í mars. Við höfum lesið úr þessu að samninganefnd ríkisins sé með öllu umboðslaus,“ segir Snorri. Sem kunnugt er hafa lögreglumenn ekki verkfallsrétt en hann var afnuminn með lögum árið 1986. „Þeir flokkar sem þá voru við stjórnvölin, sem eru þeir sömu og stýra núna, sögðu að rétturinn færi sama hvað tautaði og raulaði. Þannig þá var reynt að fá eitthvað fyrir hann,“ segir Snorri. Niðurstaðan var viðmiðunarsamningur sem var í gildi til 2001 en samkvæmt Snorra var sá samningur aldrei virtur. „Sorgarsögu hans getur hver sem er lesið inn á vef Alþingis.“ „Staðan er sú að það er talað fallega um lögregluna á tyllidögum en við erum ekki virtir viðlits þess á milli. Hreint út sagt er það okkar upplifun að ríkið sé að nýta sér það að við getum ekki gripið til verkfalls,“ segir Snorri. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59 Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólöglegar verkfallsaðgerðir. Landssamband lögreglumanna segist ekki hafa komið að skipulagningunni. 8. október 2015 18:59
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið. 8. október 2015 14:33
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29