Erlent

Stjórnarandstaðan beitti táragasi á þinginu í Kósovó

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Athæfið vakti ekki stormandi lukku á þinginu.
Athæfið vakti ekki stormandi lukku á þinginu. Skjáskot
Orðið málþóf fékk nýja merkingu þegar stjórnarandstaðan í Kósovó beitti táragasi í þingsal Kósovóska-þingsins á meðan þingfundur stóð yfir. Ætlunin var að stöðva viðræður um bætt samskipti Kósovó og Serbíu.

Talið er að leiðtogi Sjálfsákvörðunarflokksins hafi kastað táragashylkjunum en þingfundurinn hafði þó skömmu áður leyst upp í vitleysu. Kastaði hann hylkjunum í þingsalinn og sparkaði hann þeim um til að dreifa áhrifum táragassins.

Tveir þingmenn féllu í yfirlið en verið var að ræða samning um bætt samskipti Serbíu og Kósovó en Serbía hefur enn ekki viðurkennt sjálfstæði Kósovó en Kósovó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008.

Að neðan má sjá myndband frá uppákomunni. Hægt er að smella á myndbandið til að sjá það í fullri skjástærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×