Húsleitir hjá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 14:13 Höfuðstöðvar Volkswagen eru í Wolfsburg. Þýsk dómsyfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og víðar í starfsstöðvum fyrirtækisins á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert í þeirri von að það mundi varpa ljósi á hverjir helst bera ábyrgðina á dísilvélasvindli því sem Volkswagen hefur orðið uppvíst af og hvernig var að því staðið. Dómsyfirvöld í Þýskalandi hófu rannsókn í síðustu viku á svindlinu eftir að hafa fengið kvartanir bæði frá almenningi og starfsfólki innan raða Volkswagen fyrirtækisins um þetta ráðabrugg yfirmanna Volkswagen. Iðnaðarráðherra Þýskalands hefur lagt áherslu á það að starfsfólk Volkswagen gjaldi ekki fyrir þetta svindl og að Volkswagen verði að gæta þess í hvívetna í viðleitni sinni til að leiðrétta mistök sín. Það sé ekki á þeirra ábyrgð að einhverjir yfirmenn Volkswagen skuli hafa tekið þessa ákvörðun. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent
Þýsk dómsyfirvöld gerðu húsleit í höfuðstöðvum Volkswagen í Wolfsburg og víðar í starfsstöðvum fyrirtækisins á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert í þeirri von að það mundi varpa ljósi á hverjir helst bera ábyrgðina á dísilvélasvindli því sem Volkswagen hefur orðið uppvíst af og hvernig var að því staðið. Dómsyfirvöld í Þýskalandi hófu rannsókn í síðustu viku á svindlinu eftir að hafa fengið kvartanir bæði frá almenningi og starfsfólki innan raða Volkswagen fyrirtækisins um þetta ráðabrugg yfirmanna Volkswagen. Iðnaðarráðherra Þýskalands hefur lagt áherslu á það að starfsfólk Volkswagen gjaldi ekki fyrir þetta svindl og að Volkswagen verði að gæta þess í hvívetna í viðleitni sinni til að leiðrétta mistök sín. Það sé ekki á þeirra ábyrgð að einhverjir yfirmenn Volkswagen skuli hafa tekið þessa ákvörðun.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent