Allt bendir til að 1100 sjúkraliðar leggi niður störf sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2015 12:45 „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg," segir framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands. mynd/sfr Allt stefnir í að ellefu hundruð sjúkraliðar leggi niður störf í næstu viku, að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands. Hann er ósáttur við að félaginu sé ekki boðinn viðlíka samningur og þeim sem Starfsgreinasambandið undirritaði í gær. „Það virtist enginn áhugi vera fyrir að semja við okkur á síðasta fundi. En við getum ekki séð annað en að samningurinn við Starfsgreinasambandið sé nákvæmlega á þeim nótum sem við erum að fara fram á. Þannig að þetta er óskiljanlegt fyrir okkur. Ég verð bara að segja það,” segir Gunnar Örn.Kjaradeilan í algjörum hnút Hann segir kjaradeiluna í algjörum hnút og enga lausn í sjónmáli. „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg. Hún er eiginlega bara á núllpunkti. Við erum dottin aftur til baka í mars í vor þar sem það lá fyrir að við ættum að semja eins og almenni markaðurinn krefur okkur um, þannig að það stefnir bara allt í verkfall. Mig langar að bæta því við að ef fjármálaráðherra heldur að okkar fólk sé tilbúið til að semja um eitthvað annað en hann er búinn að semja við aðrar stéttir sem eru undir hans stjórn eða ábyrgð, þá kemur það aldrei til greina.” Þá segist Gunnar ósáttur við umræðuna um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Varðandi þessa umræðu um að allt fari til andskotans ef þeir opinberu starfsmenn sem eftir eru fái viðlíka kjarabætur og aðrir. Það situr enn í mínu minni þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kom fram þegar krafan um 300 þúsund krónurnar kom, þá var sú sama ræða haldin að hér færi verðbólga af stað og gengið félli. En nú heldur hann því fram að það sé eina viðmiðið. Þannig að svona pantaðar niðurstöður frá einhverjum hagfræðingum sem halda því að allt fari til fjandans, við hlustum ekki á þær.”Þolinmæðin á þrotum Undanfarna mánuði hefur Sjúkraliðafélag íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir í síðan vor en deilu þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Lögreglumenn segja þolinmæði þeirra á þrotum, og sendir hvert lögreglufélagið af öðru frá sér ályktanir þar sem það kemur fram. Lögreglufélag Suðurnesja sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem segir meðal annars að skilaboð samningamanna ríkisins á síðasta árangurslausa samningafundi séu ekkert annað en lítilsvirðing við þær stéttir sem ósamið er við. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Allt stefnir í að ellefu hundruð sjúkraliðar leggi niður störf í næstu viku, að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands. Hann er ósáttur við að félaginu sé ekki boðinn viðlíka samningur og þeim sem Starfsgreinasambandið undirritaði í gær. „Það virtist enginn áhugi vera fyrir að semja við okkur á síðasta fundi. En við getum ekki séð annað en að samningurinn við Starfsgreinasambandið sé nákvæmlega á þeim nótum sem við erum að fara fram á. Þannig að þetta er óskiljanlegt fyrir okkur. Ég verð bara að segja það,” segir Gunnar Örn.Kjaradeilan í algjörum hnút Hann segir kjaradeiluna í algjörum hnút og enga lausn í sjónmáli. „Staðan í okkar viðræðum er mjög alvarleg. Hún er eiginlega bara á núllpunkti. Við erum dottin aftur til baka í mars í vor þar sem það lá fyrir að við ættum að semja eins og almenni markaðurinn krefur okkur um, þannig að það stefnir bara allt í verkfall. Mig langar að bæta því við að ef fjármálaráðherra heldur að okkar fólk sé tilbúið til að semja um eitthvað annað en hann er búinn að semja við aðrar stéttir sem eru undir hans stjórn eða ábyrgð, þá kemur það aldrei til greina.” Þá segist Gunnar ósáttur við umræðuna um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Varðandi þessa umræðu um að allt fari til andskotans ef þeir opinberu starfsmenn sem eftir eru fái viðlíka kjarabætur og aðrir. Það situr enn í mínu minni þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kom fram þegar krafan um 300 þúsund krónurnar kom, þá var sú sama ræða haldin að hér færi verðbólga af stað og gengið félli. En nú heldur hann því fram að það sé eina viðmiðið. Þannig að svona pantaðar niðurstöður frá einhverjum hagfræðingum sem halda því að allt fari til fjandans, við hlustum ekki á þær.”Þolinmæðin á þrotum Undanfarna mánuði hefur Sjúkraliðafélag íslands, Landssamband lögreglumanna og SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Kjarasamningar félaganna hafa verið lausir í síðan vor en deilu þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í júní. Lögreglumenn segja þolinmæði þeirra á þrotum, og sendir hvert lögreglufélagið af öðru frá sér ályktanir þar sem það kemur fram. Lögreglufélag Suðurnesja sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem segir meðal annars að skilaboð samningamanna ríkisins á síðasta árangurslausa samningafundi séu ekkert annað en lítilsvirðing við þær stéttir sem ósamið er við.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið semja við ríkið Samningurinn er á svipuðum nótum og samið var um á almennum markaði í vor. 7. október 2015 20:09