Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. október 2015 11:36 Illugi Gunnarsson. „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu,“ svaraði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann var spurður hver greiddi fyrir veiðiferð hans í Vatnsdalsá í fyrrasumar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, spurði Illuga í óundirbúnum fyrirspurnatíma, á hvaða vegum ráðherra var í Kína fyrr í ár, hver greiddi veiðileyfi hans í Vatnsárdal í fyrra og hver séu tengsl ráðherra við Orku Energy.Stundin fjallaði um veiðiferð Illuga í apríl síðastliðnum. Þar var rætt við Pétur Pétursson, leigutaka Vatnsdalsár, sem sagðist í samtali við Stundina ekki muna betur en Illugi hefði sjálfur greitt fyrir veiðileyfið. „Það er ljúft og skylt og svara þessu,“ sagði Illugi. Hann sagði tildrög ferðarinnar í Kína vera þau að á undanförnum misserum og árum hefur fjöldi kínverskra ráðamanna sem starfa á því sviði, sem fellur undir ráðuneytið, verið hér á landi í vinnuheimsóknum. „Síðan barst boð til ráðuneytisins frá kínverskum stjórnvöldum um það að þessar vinnuheimsóknir yrðu endurgoldnar. Skipuð var sendinefnd. Í henna, ásamt mér sem ráðherra, áttu sæti embættismenn úr ráðuneytinu, þrír rektorar háskóla, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, ásamt forstöðumanni Rannís. Fundað var með fjölda ráðherra og vararáðherra, forstöðumönnum vísindastofnana og háskólastofnana annarra sem endurspegla samsetningu þessarar sendinefndar.“ Hann sagði það vera rétt að fulltrúar frá Orku Energy hefðu verið í Peking á sama tíma. „Eins líka fulltrúar frá fyrirtækinu Marel. Síðan er það svo virðulegi forseti að fleiri spurningar hafa komið sem mér gefst þá kannski tækifæri að ræða síðar, til dæmis eins og varðandi veiðiferð í Vatnsdalsá og kostnað við hennar og vil ég þá segja við hæstvirtan þingmann að ég hef kvittun fyrir minni greiðslu.“Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.VísirÁsta hafði áður spurt Illuga um stöðu hans gagnvart frumvarpi sem hún hefur lagt fram um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Hún sagði frumvarpið hafa verið lagt fram í ýmsum myndum undanfarin þrjátíu ár og eigi sér fyrirmynd í norskum, dönskum og sænskum lögum. „Þar sem er verið að binda skyldu ráðherra til að segja satt og rétt frá og veita upplýsingar til Alþingis,“ sagði Ásta sem bætti við að erfitt væri fyrir þing að taka upplýstar ákvarðanir ef ekki væri hægt að treysta á að ráðherra veitti rétt og sönn svör. „Þess vegna langar mig að spyrja hver er afstaða hans til sannleiks og upplýsinga skyldu ráðherra.“ Illugi sagði þessari spurningu auðsvarað. „Ég lít svo á að þessi regla sé í gildi hér og hafi alla tíð verið að á ráðherrum hvíli sú skylda að segja þinginu satt og rétt frá í öllu því sem til þeirra er bent. Þannig einmitt að sá tilgangur sem háttvirtur þingmaður nefnir hér að þegar kemur til úrlausnarefna hér á þinginu að þær upplýsingar sem að þingmenn fá frá framkvæmdarvaldinu, að menn geti gengið að því að þær séu traustar og réttar. Nákvæmlega hvernig um þetta er búið í lögum síðan er ábyggilega til umhugsunar og skoðunar en ég hef litið svo á að sú regla sé til staðar nú þegar.“ Alþingi Tengdar fréttir Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00 Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu,“ svaraði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, þegar hann var spurður hver greiddi fyrir veiðiferð hans í Vatnsdalsá í fyrrasumar. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, spurði Illuga í óundirbúnum fyrirspurnatíma, á hvaða vegum ráðherra var í Kína fyrr í ár, hver greiddi veiðileyfi hans í Vatnsárdal í fyrra og hver séu tengsl ráðherra við Orku Energy.Stundin fjallaði um veiðiferð Illuga í apríl síðastliðnum. Þar var rætt við Pétur Pétursson, leigutaka Vatnsdalsár, sem sagðist í samtali við Stundina ekki muna betur en Illugi hefði sjálfur greitt fyrir veiðileyfið. „Það er ljúft og skylt og svara þessu,“ sagði Illugi. Hann sagði tildrög ferðarinnar í Kína vera þau að á undanförnum misserum og árum hefur fjöldi kínverskra ráðamanna sem starfa á því sviði, sem fellur undir ráðuneytið, verið hér á landi í vinnuheimsóknum. „Síðan barst boð til ráðuneytisins frá kínverskum stjórnvöldum um það að þessar vinnuheimsóknir yrðu endurgoldnar. Skipuð var sendinefnd. Í henna, ásamt mér sem ráðherra, áttu sæti embættismenn úr ráðuneytinu, þrír rektorar háskóla, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, ásamt forstöðumanni Rannís. Fundað var með fjölda ráðherra og vararáðherra, forstöðumönnum vísindastofnana og háskólastofnana annarra sem endurspegla samsetningu þessarar sendinefndar.“ Hann sagði það vera rétt að fulltrúar frá Orku Energy hefðu verið í Peking á sama tíma. „Eins líka fulltrúar frá fyrirtækinu Marel. Síðan er það svo virðulegi forseti að fleiri spurningar hafa komið sem mér gefst þá kannski tækifæri að ræða síðar, til dæmis eins og varðandi veiðiferð í Vatnsdalsá og kostnað við hennar og vil ég þá segja við hæstvirtan þingmann að ég hef kvittun fyrir minni greiðslu.“Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.VísirÁsta hafði áður spurt Illuga um stöðu hans gagnvart frumvarpi sem hún hefur lagt fram um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Hún sagði frumvarpið hafa verið lagt fram í ýmsum myndum undanfarin þrjátíu ár og eigi sér fyrirmynd í norskum, dönskum og sænskum lögum. „Þar sem er verið að binda skyldu ráðherra til að segja satt og rétt frá og veita upplýsingar til Alþingis,“ sagði Ásta sem bætti við að erfitt væri fyrir þing að taka upplýstar ákvarðanir ef ekki væri hægt að treysta á að ráðherra veitti rétt og sönn svör. „Þess vegna langar mig að spyrja hver er afstaða hans til sannleiks og upplýsinga skyldu ráðherra.“ Illugi sagði þessari spurningu auðsvarað. „Ég lít svo á að þessi regla sé í gildi hér og hafi alla tíð verið að á ráðherrum hvíli sú skylda að segja þinginu satt og rétt frá í öllu því sem til þeirra er bent. Þannig einmitt að sá tilgangur sem háttvirtur þingmaður nefnir hér að þegar kemur til úrlausnarefna hér á þinginu að þær upplýsingar sem að þingmenn fá frá framkvæmdarvaldinu, að menn geti gengið að því að þær séu traustar og réttar. Nákvæmlega hvernig um þetta er búið í lögum síðan er ábyggilega til umhugsunar og skoðunar en ég hef litið svo á að sú regla sé til staðar nú þegar.“
Alþingi Tengdar fréttir Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00 Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Illugi leysir frá skjóðunni Menntamálaráðherra svarar loksins fyrir tengsl sín við fyrirtækið Orku Energy í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. 8. október 2015 07:00
Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Fyrrverandi útvarpsstjóri fer hörðum orðum um menntamálaráðherra í grein í Fréttablaðinu í dag. 7. október 2015 09:09