Wow air tapar hálfum milljarði ingvar haraldsson skrifar 8. október 2015 11:25 Skúli Mogensen, forstjóri, stofnandi og eigandi Wow air. vísir/vilhelm Flugfélagið Wow air tapaði 560 milljónum króna á síðasta ári. Skúli Mogensen, forstóri, stofnandi og eigandi Wow air, segir það helst skýrast af því að félagið hafi neyðst til að fresta Norður-Ameríkuflugi um eitt ár þar sem félagið hafi ekki fengið úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli. „Fyrir vikið þurfti að afbóka og færa til þúsundir farþega með tilheyrandi kostnaði. Heildarkostnaðurinn við undirbúninginn fyrir Norður-Ameríkuflugið og þessar tilfærslur voru nærri 500 milljónir sem gjaldfærðust á fyrri helmingi 2014 og skýrir að mestu leiti tap ársins,“ segir Skúli í tilkynningu. Þar kemur fram að á fyrri helmingi ársins nam tap félagsins 618 milljónum eftir skatta á meðan seinni helmingur ársins skilaði 58 milljónum í hagnað eftir skatta. Tekjur félagsins í fyrra námu 10.7 milljörðum króna miðað við 9.9 milljarða króna árið 2013, sem er aukning um 8,1 prósent. EBITDA ársins var neikvæð um 536 milljónir króna. „Við sjáum mikinn viðsnúning á rekstri félagsins árið 2015 eftir að við hófum loks Norður-Ameríkuflug okkar en meðalsætanýting á þeim flugum hefur verið yfir 90% og heildarfarþegaaukning á fyrstu 9 mánuðum ársins er 38% miðað við sama tíma og í fyrra,“ bætir Skúli við. WOW air segir að þar sem hætt hafa þurft við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku hafði það haft áhrif á fyrirhugaða stækkun félagsins í Evrópu. „Þar sem félagið var knúið til þess að hætta við flug til Boston var ekki grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri sumarið 2014. Fyrir vikið varð WOW air einnig að hætta við flug til Stokkhólms sem hafði verið í sölu frá miðjum september árið 2013. Þessi niðurstaða hafði áhrif á þúsundir farþega sem höfðu keypt flug með WOW air. Komið var til móts við þessa farþega að öllu leyti og þeim boðin endurgreiðsla sem skýrir tap á fyrsta helmingi ársins 2014,“ segir í tilkynningunni. Telja þjóðina alla hafa tapað á frestun AmeríkuflugsÞá hafði WOW air fjárfest um 150 milljónum króna í undirbúning fyrir áætlunarflug til Norður-Ameríku. Auk þess megi vera ljóst að íslenska ferðaþjónustan í heild sinni hafi orðið fyrir verulegum tekjumissi árið 2014 vegna þess að WOW air varð að hætta við Norður-Ameríku flug sitt. „WOW air hafði gert ráð fyrir um 23 þúsund erlendum farþegum frá Boston og um 12 þúsund erlendum farþegum frá Stokkhólmi miðað við 80% sætanýtingu á vélum sínum. Þess má geta að yfir 90% meðalsætanýting hefur verið á flugum WOW air frá Norður-Ameríku síðan félagið hóf þaðan flug í vor. Miðað við meðalkortaveltu erlendra ferðamanna eyðir ferðamaður um 115.000 krónum hér á landi. Miðað við að fyrrnefndir ferðamenn komu ekki til landsins árið 2014 runnu ekki 4 milljarðar króna til hótela, bílaleiguaðila, íslenskra hönnuða, veitingastaða eða annarra afþreyingar- og þjónustuaðila á þessu ári. Jafnframt eru hreinar tekjur ríkissjóðs á hvern farþega um 32 þúsund krónur samkvæmt vefsíðu Fjármálaráðuneytisins og tapaði því ríkið um 1,1 milljarði króna árið 2014 á því að WOW air stundaði ekki áætlunarflug frá Norður-Ameríku það árið. Síðast en ekki síst töpuðu íslenskir neytendur þar sem engin samkeppni ríkti í flugi til Norður- Ameríku og Svíþjóðar árið 2014,“ segir í tilkynningu frá Wow. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu. 10. september 2015 13:45 Farþegaaukning 70% á milli ára hjá WOW air WOW air hefur aldrei flutt jafnmarga farþega í septembermánuði eins og nú í ár. 7. október 2015 13:36 WOW air íhugar skaðabótamál Lögmaður segir augljóst að sniðganga ríkisins hafi valdið tjóni. 5. maí 2015 07:45 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Flugfélagið Wow air tapaði 560 milljónum króna á síðasta ári. Skúli Mogensen, forstóri, stofnandi og eigandi Wow air, segir það helst skýrast af því að félagið hafi neyðst til að fresta Norður-Ameríkuflugi um eitt ár þar sem félagið hafi ekki fengið úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli. „Fyrir vikið þurfti að afbóka og færa til þúsundir farþega með tilheyrandi kostnaði. Heildarkostnaðurinn við undirbúninginn fyrir Norður-Ameríkuflugið og þessar tilfærslur voru nærri 500 milljónir sem gjaldfærðust á fyrri helmingi 2014 og skýrir að mestu leiti tap ársins,“ segir Skúli í tilkynningu. Þar kemur fram að á fyrri helmingi ársins nam tap félagsins 618 milljónum eftir skatta á meðan seinni helmingur ársins skilaði 58 milljónum í hagnað eftir skatta. Tekjur félagsins í fyrra námu 10.7 milljörðum króna miðað við 9.9 milljarða króna árið 2013, sem er aukning um 8,1 prósent. EBITDA ársins var neikvæð um 536 milljónir króna. „Við sjáum mikinn viðsnúning á rekstri félagsins árið 2015 eftir að við hófum loks Norður-Ameríkuflug okkar en meðalsætanýting á þeim flugum hefur verið yfir 90% og heildarfarþegaaukning á fyrstu 9 mánuðum ársins er 38% miðað við sama tíma og í fyrra,“ bætir Skúli við. WOW air segir að þar sem hætt hafa þurft við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku hafði það haft áhrif á fyrirhugaða stækkun félagsins í Evrópu. „Þar sem félagið var knúið til þess að hætta við flug til Boston var ekki grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri sumarið 2014. Fyrir vikið varð WOW air einnig að hætta við flug til Stokkhólms sem hafði verið í sölu frá miðjum september árið 2013. Þessi niðurstaða hafði áhrif á þúsundir farþega sem höfðu keypt flug með WOW air. Komið var til móts við þessa farþega að öllu leyti og þeim boðin endurgreiðsla sem skýrir tap á fyrsta helmingi ársins 2014,“ segir í tilkynningunni. Telja þjóðina alla hafa tapað á frestun AmeríkuflugsÞá hafði WOW air fjárfest um 150 milljónum króna í undirbúning fyrir áætlunarflug til Norður-Ameríku. Auk þess megi vera ljóst að íslenska ferðaþjónustan í heild sinni hafi orðið fyrir verulegum tekjumissi árið 2014 vegna þess að WOW air varð að hætta við Norður-Ameríku flug sitt. „WOW air hafði gert ráð fyrir um 23 þúsund erlendum farþegum frá Boston og um 12 þúsund erlendum farþegum frá Stokkhólmi miðað við 80% sætanýtingu á vélum sínum. Þess má geta að yfir 90% meðalsætanýting hefur verið á flugum WOW air frá Norður-Ameríku síðan félagið hóf þaðan flug í vor. Miðað við meðalkortaveltu erlendra ferðamanna eyðir ferðamaður um 115.000 krónum hér á landi. Miðað við að fyrrnefndir ferðamenn komu ekki til landsins árið 2014 runnu ekki 4 milljarðar króna til hótela, bílaleiguaðila, íslenskra hönnuða, veitingastaða eða annarra afþreyingar- og þjónustuaðila á þessu ári. Jafnframt eru hreinar tekjur ríkissjóðs á hvern farþega um 32 þúsund krónur samkvæmt vefsíðu Fjármálaráðuneytisins og tapaði því ríkið um 1,1 milljarði króna árið 2014 á því að WOW air stundaði ekki áætlunarflug frá Norður-Ameríku það árið. Síðast en ekki síst töpuðu íslenskir neytendur þar sem engin samkeppni ríkti í flugi til Norður- Ameríku og Svíþjóðar árið 2014,“ segir í tilkynningu frá Wow.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu. 10. september 2015 13:45 Farþegaaukning 70% á milli ára hjá WOW air WOW air hefur aldrei flutt jafnmarga farþega í septembermánuði eins og nú í ár. 7. október 2015 13:36 WOW air íhugar skaðabótamál Lögmaður segir augljóst að sniðganga ríkisins hafi valdið tjóni. 5. maí 2015 07:45 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu. 10. september 2015 13:45
Farþegaaukning 70% á milli ára hjá WOW air WOW air hefur aldrei flutt jafnmarga farþega í septembermánuði eins og nú í ár. 7. október 2015 13:36
WOW air íhugar skaðabótamál Lögmaður segir augljóst að sniðganga ríkisins hafi valdið tjóni. 5. maí 2015 07:45